Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 30
202
SPEGILLINN
BLINDSKERS. Frh. frá bls. 198
hún þarf að aka á Hitlersvegi. Það fór svo hrottalega fyrir
henni í Hamborg í sumar, einn morgun undir málmbjört-
um hausthimni, þegar séra Sigurður keyrði af stað í slík-
um vagni eftir slíkum vegi, en hún varð að taka venju-
lega lest til Hollands, án allrar rómantíkur.
— Skítt með alla rómantík, sagði Hálfdán og fékk sér
annan til.
— Aldrei getur þú haft neina tilfinningu fyrir því list-
ræna í lífinu. En það er hægt að aka af einni Hitlers-
braut inn á notalega hjábraut á leið til Bremen og setjast
þar og drekka mjólk úr pelanum sínum, eða þá eitthvað
annað. Og þetta gerði hann og át brauð með, ég meina með
mjólkinni.
— Ég hefði nú heldur gert eitthvað annað, sagði Hálfdán.
— Þú gerir víst oftast eitthvað annað en það, sem við-
eigandi er hverju sinni, sagði Hallbjörg. — En það er
rómantík í Bremen, sem er gömul og fékk erkibiskup ár- *
ið 787 og þar hefur oft verið nokkur velmegun. Og á leið-
inni til Aldinborgar voru tveir bjórar komnir í nestispok-
ann.
— Sjáum til. Þetta hefur verið að smálagast og skapast
svokallaður stígandi í sögunni, sagði Hálfdán og hló dálít-
ið. Hann var orðinn sæmilega kátur og fór að raula með
sinni mýkstu míkrófónsrödd: Ó, Stína, Ó Stína, ég sé þig í
anda.
— Eru engjn takmörk fyrir því hvað þú getur verið
simpill? spurði Hallbjörg, eins og henni væri það ókunnugt.
Gefíð njt§amar jólagjafir.
Nú er úr inikiii og góðu að velja.
ÍKacjnar d3íöncla f li.fí.
Sé bókin auglýst — fæst hún í
Bókabúð Lárusar Bléndal
Skólavörðustíg 2 — Reykjavík
Brunatryggingar * Líftryggingar * Sjó- og stríðstryggingar
Vátryggingarshrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar
Sími 82931 — Lœkjargötu 2 — Reykjavík.