Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 46
21B
SPEGILLINN
GERVIAUGU
eru nýkomin á markaðinn austur í Tékkóslóvakíu, og hafa þann
höfuðkost, samanborið við þau, sem hingað til hafa verið notuð, að
hægt er að gjóta þeim í allar áttir, en þau gömlu stóðu alltaf eins og
stíf og freðin. Er sagt, að yfirvöldin hafi ýtt mjög eftir þessari upp-
finningu hjá hugvitsmanninum, svo að hálf- og alblindir menn geti
framvegis gefið vestrænni menningu hornauga, hvenær sem þess verð-
ur krafizt.
í PRÖVDU,
heimilisblaði sovétstjómarinnar, lesum vér fyrir nokkru ályktun frá
flokknum, undirritaða af Krústséff, kunningja vorum, einum saman,
þess efnis, að frámvegis skuli menn fara hægt í þa5 að gera grin að
trúmönnum í sovéttinu eða særa þá á þessu sviði — hvað sem um önnur
svið kann að vera. Líklega er það þessari ályktun að þakka, að Þjóð-
viljinn er steinhættur að skamma Trúmann, fyrrum Bandaríkjaforseta,
nema það sé af því, að Æk sé svona miklu verri.
FÉLAGIÐ KYNNING,
sem hefur tekið sér það hlutverk að sýna hér allskonar heimsfræga
menn, hefur nú boðið nóbelsverðlaunagripnum Hemingway hingað, til
að lesa dálítið upp úr verkum sínum, og ku hafa lofað honum enn
meiri lukku en Wildenvey gerði forðum. Þetta þótti sniðugt hjá félag-
inu, þar sem vitað er, að höfundurinn liggur lemstraður eftir viðureign
sína við fíla og flugvélar. Verður því látið nægja að senda honum bara
þjóðbúningsúlpu, ekki lakari en séra Hilarius fékk, þegar hann var á
ferðinni.
ÞJÓÐVILJINN
er eitthvað að fjasa um það, að byggingarkostnaður Heilsuverndar-
stöðvarinnar sé kominn upp í 14,5 milljónir, en hafi verið áætlaður 7.
Vér sjáum ekki, að vert sé að gera veður út af hálfri milljón, sízt ef
krónan á nú eftir að lækka betur enn.
Allar
stœrðir
Listskautar eða „Hockey“ skautar á skautaskóm
kr. 391.00. — Hlaupaskautar á skóm kr. 576.00. —1
Listskautar kr. 172.00. — Skautar með skautalykli
kr. 97.50.
RENAILT
Traustur
Sparneytinn
Rúmyóður
Údtjr
Columbus h.f.
Brautarholti 20. Símar 6460 og 6060