Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 34
ZD6
SPEGILLINN
Rakarinn minn sagði
við Hanníbal, um leið og hann stóð upp og leit á lirúgu af
kratahári á gólfinu:
— Jæja, ég vona nú, að þú komir aftur, þegar þetta er
farið að vaxa og takir einliverja félaga með þér.
Hanníbal gerði það sama og sagt er að höfðingjar hafi
fyrir sið: hann glotti og borgaði, skælbrosti til mín um
leið og liann fór, en það hafði liann aldrei gert meðan
hann var heiðarlega að vinna sig upp í flokkinn, með því
að vera flugumaður hjá krata-píslunum.
— Ég kem hér bara ekki án þess að þú sért að inn-
byrða einhvern flokk, sagði ég og mátti heyra aðdáun í
tóninum, ef vel hefði verið hlustað.
— Ojæja, það er gott hvað gengur, svaraði hann drýginda-
lega. — Ég hygg ég sé á góðum vegi að safna Sameinaða
Vinstri hingað á stofuna, að minnsta kosti leit Hermann
hér inn í gær, en hann segist langa afskaplega til að vera
vinstri maður þó að hann eftir atvikum verði að vera hægri,
já, já, svona gengur það, að menn lenda ekki alltaf á þeirri
réttu búrhillu.
— Ertu ekki alveg hætur að raka íhaldið, þegar allt
er fullt hjá þér af rauðum og rauðskjóttum?
— Læt ég það vera. Það slæðist alltaf hér inn ein og ein
sál, ef hún þarf að flýta sér. Til dæmis rakaði ég Ingólf
í gær, áður en hann fór í Blóðbankann.
— Hvað er hann að vilja þangað?
— 0, þetta vanalega. Þangað fara menn ekki nema til
þess að leggja inn. Og svo fá þeir kaffi á eftir. Ingólfur
sagðist ekki vilja vera minni en Gunnar Thór., sem hafði
þá farið þangað fvrir skemmstu og lét vel yfir viðtökunum.
— Hefurðu heyrt, að Blóðbankinn ætlar að fara að stæla
kollegana og stofna útbú?
— Nei, er það alvara?
— Ojá, lieldur betur. Þeir ætla að setja upp útbú á
hverri rakarastofu.
— Ekki þýddi það mikið lijá mér, sagði rakarinn minn
og setti upp frómleikssvip. Andskotinn hafi það ef ég lief
séð blóð síðan á lærlingsárunum, en þá var það líka upp til
axla, maður. Meistarinn lá á því lúalagi að láta mig raka
óvini sína, sem komu á stófuna og hvíslaði þá að mér inn
leið, að ég mætti gjarnan vera svolítið skjálfhentur; hann
skyldi ekki berja mig fyrir það. En maður passar nú betur
upp á svoleiðis, þegar maður er sjálfur orðinn meistari, og
hefur engan að skamma nema sjálfan sig.
— Ertu búinn að gefa lýsi? spurði ég og snarsló út í
aðra sálma.
-— Lýsi?? Það rennur nú ekki af manni lýsið, eins og
tímarnir eru. En til bvers ætti maður að gefa það?
— Veiztu ekki, maður, að þjóðkirkjan ætlar að gefa
bágstöddum Öröbum fjögur tonn og það fyrir jólin.
— Nei, en annars er ég í frjálslynda og óháða söfnuð-
inum, og hann ætti eftir þessu aldrei að gefa meira en
25 gramma glas, svo að ég vona, að ég sleppi billega við það.
En því eiga Arabar svona bágt?
— En helvízkir Júðarnir, sem alltaf eru að angra þá.
Þú veizt nú, hvernig þeir fara með okkur á Kæseruniun og
Israelsjeppunum, og þá geturðu farið nærri um, hvernig
meðferðin muni vera á næstu nágrönnum, sem auk þess
eru sjálfsagt að stríða þeim öðru hverju. En hvað segirðu
um nýju hervæðinguna gegn Bakkusi?
Aríðandi orð§ending,
til fastra áskrifenda SPEGILSINS.
I þrjú ár sarnfleytt hefur áskriftarverði SPEGILSINS vcri‘8 haldið óbreyttu, þó meira af vilja '
en mœtti, eins og œ betur hefur komió í Ijós. Veróhœkkun frá nœsta nýári er því óumflýjanleg, og
mun nema kr. 15.00, svo að þá kostar árgangurinn kr. 75.00. Geta má þess, «3 í lausasölu kostar
hann nú þegar kr. 87.00, og mun þaö ver<$ haldast óbreytt, enn um sinn.
En þessa vœntanlegu veröhœkkun getur hver áskrifandi, sem vill, LOSNAÐ VIÐ, me3 lítilli
fyrirhöfn, þ. e. me3 því a3 útvega blaðinu EINN nýjan, skilvísan áskrifenda, EYRIR JANUARLOK
1955, en vegna innheimtunnar veröur aö setja þetta úmatakmark.
Hver nýr áskrifandi, sem gefur sig fram sjálfur og sendir um leiö nafn annars nýs áskrifanda,
nýtur að sjálfsógöu þessara sömu hlunninda.
Viröingar fyllst,
Afgreiösla SPEGILSINS,
Sími 2702 — Reykjavík — Pósthólf 594.
0