Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 40

Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 40
212 SPEGILLINN Vettvangur kvenna Inngangur. Með réttu hefur það vakið almenna gremju, að Ríkis- útvarpið skuli hafa komið hinum geysivinsæla þætti, Vett- vangi Kvenna, fyrir kattar- eða að minnsta kosti útvarps- ráðsnef. Hvort það var þó ekki huggulegra að sitja á kvöld- in og ferðast með einhverri kvennfélagsforkonunni um ein- hver meira eða minna sígræn og suðræn sólarlönd, og ekki sízt að lieyra, hvað konurnar hefðu fengið að borða og hvernig hverri einni hefði orðið af því. En það voru þessar mataruppskriftir sem útvarpið liefur verið farið að hasast upp á, en það er algjörlega ómaklegt, og ekki konunum að kenna þó að útvarpsráð sé kannske eitthvað slæmt í maga og þoli því ekki að heyra mannsins megin nefnt á nafn. Þó ekki væri nema bara til að stríða því, er bezt að láta þessar kvennfólkinuhelguðu línur hefjast á einni lítilli uppskrift, sem vonandi er, að einhver limur ráðsins verði dæmdur til að éta eftir um jólin. Lifur á franska vísu. Ef lifrin er ætluð einhverjum óvini, má svissa til og nota lungu í staðinn. Þau eru þá skorin í þunnar sneiðar, sem svo eru lagðar á rauðheita pönnu, og eru þá auðvitað ekki lengi að brenna og verða að koli; mest 2-3 mínútur. Til smekkbætis er svo gott að velta þeim upp úr natróni og pip- ar, síðan má hella yfir þær ofurlitlu af súrum rjóma og láta þær svo enn malla góða stund á pönnunni. Loks er þetta borið fram ásamt heitum kartöflum, og ef vel hefur til tekizt, má heyra brakið undir hverri tönn. Jóla-rjúpur. Taka skal hrafn, sem búinn er að lianga svo sem hálfsmán- aðar tíma, en sé hann ekki fyrir hendi, má auðvitað nota gamlan hana, sem er í lifanda lífi búinn að oftaka sig í einhverju hænsnabúinu. Ef erfitt ætlar að reynast að ham- fletta hann, má reyta hann í staðinn. að minnsta kosti allar löngu fjaðrirnar, en ekki þarf að taka það svo nauið þó að eitthvað af þeim styttri og smærri fari með á pönnuna. Síðan er fuglinn soðinn og steiktur, eins og venja er til, aðeins þarf húsmóðirin að muna eftir að setja liann á eld- inn í tæka tíð fyrir jólin, eða sem svarar einum sólarhring fyrir hvert aldursár hans. Úr kvikmyndaheiminum. Skeggið á Gregory Peck kostar 70 milljón ísl. krónur, miðað við gengi krónunnar okkar á heimsmarkaðnum, 4. des. 1954. Með því að fylgjast vandlega með krónusveifl- unum, getið þér svo reiknað út, hvað það kostar, hvaða tiltekinn dag sem er. „Skemmtið ykkur í bólinu“, er nafnið á franskri kvik- mynd, sem fyrir skemmstu barst til Belgíu og var þar tafar- laust bönnuð, svo að Aðalbjargirnar þar í landi þurftu Hjá okkur eruð það þér, sem segið fyrir verkum HVAÐ VANTAR I BtTRIÐ? Bara hringja, svo kemur það! SILLI & VALDI tslendingar! Klæðið yður íslenzkum ullarfatnaði Ullarverksmiðjan Framtíðin Laugavegi 45 — Sími 3061.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.