Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 28

Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 28
ZDO SPEGILLINN FLUGDISKAR (sem er styttra nafn en fljúg- andi diskar og verður því fram- vegis notað hér í blaðinu) gerast nú æ umsvifameiri, og er einkum frægt tilfellið, sem kom fyrir í Varese í Ítalíu, fyrir skömmu. Síðan hafa þeir enn færzt í auk- ana og eru nú famir að mæta á knattspyrnukappleikum og dríta yfir leikmenn. Sannast þar það, sem stendur í eldfornu barnalær- dómskveri, þar sem rætt er um nágrannahnetti vora: „Þar búa einnig skynsamir menn“. Má búast við, að framvegis megi heyra í knattspymulýsingum: „Nú drítur flugdiskurinn“. (Athugandi er, hvort sinfónían ætti ekki að losa sig við knattspyrnuþulinn af þessum ástæðum.) SÆNSKUR VERKFRÆÐINGUR, að nafni Hans Lundberg, hefur fundið upp nýja aðferð til að leita að olíu úr lofti, í stað þess að vera að bauka við að grafa og bora eftir henni, eins og menn hafa hingað til látið sig hafa. Þykir þetta hin merkasta nýjung og einkum þó hentug fyrir flugvélar, sem kynnu að verða olíulausar einhvers staðar uppi í háalofti. EVEREST-TINDUR hefur nú sýnt sig að vera nákvæmlega 29.028 fet á hæð, samkvæmt nýjustu mælingum, en hingað til hefur hæð hans verið nokkuð á reiki, allt frá 29.002 til 29.148 fet. Má nærri geta, hvort ekki hefur létt fargi af heiminum við að heyra þetta, enda má það varla andskotalaust heita að láta oss sitja uppi með þennan ágæta tind svona bandvitlaust mældan, árum og öldum saman. TEMPLARAHÖLL á að fara að reisa á horni Eiríksgötu og Barónsstígs, þar sem það hefur verið hægara sagt en gert að bola réttvísinni út úr gömlu höll- inni, og Gúttó verður rifið jafnskjótt sem maggariskömmtuninni verð- ur aflétt. Er nýbyggingunni valinn staður þarna rétt hjá Heilsuverndar- stöð og Sundhöll, svo að stutt sé að láta pumpa mannskapinn upp og afvatna hann svo á eftir. JAKOB MALIK, sem tekur við af Vissinskí sáluga, en hefur verið í London, kom við á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur í SÞ, og höfðu ýmsir haft við- búnað mikinn til að sjá hann — og jafnvel fá að snerta klæðafald hans, sumir hverjir. En sá, sem alls ekki sýndi sig, var Malik, og var þá sam- þykkt, að hann hefði ekki svo mikið sem vaknað, er hann lenti á þessu illræmda plássi. Vér getum upplýst, að þessi samþykkt er ekki veru- leikanum samkvæm. Jakob vaknaði einmitt og leit út um glugga einn, en þegar hann sá þarna fullt af félögum og óvinum, þótti honum ráð- legast að hafa sig ekki mjög í frammi. Glúrinn kall, Jakob! BIBLÍUFÉLAGIÐ hélt aðalfund sinn í sl. mánuði, en þar var talað utan að því, að það færi nú sjálft að gefa út íslenzkar biblíur í stað þess að sækja allt það guðsorð í hendur Breta. Vér tökum undir þetta og ætti auk heldur að fá stjórnina til að setja löndunarbann á brezkar biblíur. Má það og eigi vansalaust telja, að jafngóður tekjustofn og biblíuútgáfa er, skuli ofurseldur útlendingum, en bækur þessar eru jafnan talsvert keyptar, enda þótt enginn lesi þær, nema kannske prestar og svo lögfræðingar og pólitíkusar, sem þurfa oft að finna viðeigandi ritningarstaði til að salla á andstæðinga sína, þeim til svívirðingar, en biblían er, eins og allir vita, hreinasta gullnáma á því sviði. FORMAÐUR verzlunarráðsins í London hef- ur látið hafa það eftir sér á opin- berum vettvangi, að ungir menn veki meira traust, ef þeir eru með yfirskegg, þar eð ræktun þess sýni, að mennimir séu alvarlega innrættir. Þessi ummæli hafa þeg- ar haft þau áhrif, að nú keppast allir ungir óreiðupésar hver um annan þveran við að safna yfir- skeggi, svo að grósserarnir verða í hreinustu vandræðum, þegar þeir eiga að fara að velja sér skrif- stofublækur, og eru almennt heldur illir út i þessa lausmælgi formanns síns. CHURCHILL hefur um þessar mundir setið á þingi í samfleytt 30 ár, og þykir svo merkilegt, að Vísir þarf að eyða á það sérstakri grein. Heyrzt hefur, að Pétur Qttesen láti sér fátt um finnast, hafandi sjálfur setið á lög- gjafarþingi voru i 38 ár samfleytt, eða þar um bil, og fylgir jafnvel sögunni, að hann sé farinn að lita niður á gamla manninn, en hingað til hefur hann litið upp til hans, eins og Islendingar gerðu yfirleitt, allt fram að löndunarbanni, — og Ólafur Thórs þó lengur. MERKILEGT GLER hefur verið fundið upp, sem ekki sést gegnum nema annan veginn; sé það t. d. notað í bílrúðu (og snýr rétt) sér bílstjórinn allt, sem hann vill sjá, út um það, en hinsvegar sjá þeir forvitnu, sem vilja kíkja á bílstjórann utan frá, ekki annað en spegilmynd af sjálfum sér. Þetta getur m. a. haft hagræna þýðingu fyrir leikhús, sem sýna leiðinleg leikrit. Má hafa glerið fyrir sviðinu, svo að leikendur sjái ekki svipinn á áhorfendum, þó að vitanlega fylgi þessu sá ókostur, að þá sjá þeir spegilmynd af sjálfum sér. BANDARÍKJAMENN hafa fundið upp eina nýjungina enn í málningarfaginu, en það er málning, sem fletta má af þegar maður er orðinn leiður á henni. Oss finnst hér enn sannast hið fomkveðna, að ekkert sé nýtt undir sólinni, að minnsta kosti höfum vér fyrir ævalöngu komizt í kynni við máln- ingu, sem tekur þessari fram, að því leyti, að hún flettir sér af sjálf, „og þarf mannshöndin hvergi nærri að koma". Heyrt höfum vér, að þessi nýja málning sé mjög eftirspurð af önnumköfnu kvenfólki, sem þarf að taka litaskiptum í snatri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.