Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 52

Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 52
224 SPEGILLINN Hún gaf því kærastanum einn frestinn enn — og skömmu seinna brotnaði fóturinn, sem eftir var. Það var raunalegur dagur hjá veslings stúlkunni, þegar hún sá lækn- ana bera hátíðlega burtu pokann, sem hún var áður búin að sjá til hvers notaður var, og þeir tilkynntu henni, að ennþá væri kærastinn að ganga saman. Hún fann, að maðurinn, sem hún elskaði, var ennþá takmark- aðri en nokkru sinni áður, en samt beit hún á jaxlinn, hvað sem ætt- ir.gjar hennar sögðu, og endurnýjaði trúlofunina. Skömmu áður en brúSkaupið skyldi standa, vildi til eitt slysið enn. Árið sem leið var aðeins einn maður hausfleginn af Indíánum þar í héraði, og sá eini var reyndar enginn annar en Williamson Breckin- ridge Carruthers frá New Jersey. Hann var á heimleið í sælum hugleið- ingum, þegar hann missti hár sitt á þennan hátt, og það lá við, að hann bölvaði forsjóninni fyrir að hafa ekki tekið höfuðið með hárinu. Nú loks er Árelía komin í alvarleg vandræði um hvað gera skuli. Hún elskar ennþá kærastann — þ. e. a. s. það, sem eftir er af honum, — en nú þverneita foreldrar hénnar henni um leyfi til að giftast honum, af því hann á ekkert til og er óhæfur til allrar vinnu, og hún á heldur ekki nóg til, til þess að framfleyta þeim báðum. „Hvað á ég nú að gera?“ spyr aumingja stúlkan í öngum sínum. Þetta er náttúrlega vandaspurning, því hér er um að ræða lífsham- ingju heillar konu og hálfs manns — eða rúmlega það —, og ég finn sárt til þess, að það væri þung ábyrgð að segja nokkuð um málið, nema rétt að gera uppástungu. Hvernig væri að byggja við hann? Ef Árelía hefur efni á því á annað borð, gæti hún látið lappa upp á þennan lim- lesta kærasta sinn með tréfótum og handleggjum úr sama efni, gler- augum og hárkollu. Síðan gæti hún gefið honum þriggja mánaða frest — sem alls ekki yrði framlengdur — og ef honum tekst ekki að háls- brjóta sig á þeim tíma, þá giftist hún honum upp á von og óvon. Mér finnst, Árelía litla, að þetta geti ekki orðið svo sérlega mikil óhætta, því ef hann heldur áfram þessum skaðlega vana að meiða sig svona, í hvert skipti, sem tækifæri býðst, þó hlýtur næsta tilraunin að gera út af við hann, og þá ert þú laus allra mála — gift eða ógift. Ef þú ert gift, renna tréfæturnir og önnur verðmæti, sem maðurinn kann að eiga, Nnnið matarbúðir vorar. Hafnarstrœti 5 Laugaveg 42 Sólvallagötu 9 Skólavörðustíg 22, þegar þér kaupið í jólamatinn. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík . Sími 1249 . Símnefni: Sláturfélag. til ekkjunnar, og þú missir ekki annað en þetta, sem eftir var af sjálf- um veslings manninum, sem reyndi að gera það, sem rétt var, en fór halloka fyrir þessari tilhneigingu sinni. Þú ættir að reyna þetta. Ég hef hugsað málið gaumgæfilega og þetta er einasti vegurinn, sem ég sé opinn. Það hefði náttúrlega verið miklu heppilegra, hefði Caruthers tekið þá aðferðina að byrja með því að hálsbrjóta sig, en nú fór hann alveg öfugt að, og mér finnst, þrátt fyrir allt, að við eigum ekki að álasa honum fyrir það, úr þvi hann hafði gaman að því. Heldur skulum við reyna að taka þessu rólega, og stilla okkur um að vera gröm við manngreyið. Ritstjóri: Páll Skúlason. Teiknari: Halldór Pétursson Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14, Reykja- vík — Sími 2702 Argangurinn er 12 blöð — yfir 200 blaðsíður, efni. — Áskriftarverð kr. 60,00 — erlendis kr. 70,00; greiðist fyrirfram -— Áritun: SPEGILLINN, Pósthólf 594 — Reykjavík — Blaðið er prentað í tsafoldarprentsmiðju h.f. Oskum öllum viðskiptavinum vorum um land allt Viðtækjaverzlun Ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.