Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 26

Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 26
19B SPEGILLINN Úti var koldimmt af nóttu og stormur. ÍJtsynningsrumb- urnar komu askvaðandi þvert yfir Skerjafjörðinn og inn yfir nesið, án þeirrar háttvísi að sneiða hjá Gróðamel 13, en lömdu þar gluggana jafn tillitslaust og braggaþökin í nágrenninu. Frú Hallbjörg gat ekki sofið, en las af kappi, án þess að syfja, eins og hún vonaðist eftir. Hún var búin að lesa Fólk og Fólk á stjái og fór því framúr og sótti Fólkið á Steinshóli og Fólkið í landinu, en allt kom fyrir ekki. En á meðan þessu fór fram svaf Hálfdán fast og ekki Oftast spilar slík rulla enga rullu í leikritinu og mætti því missa sig. Höf. einn veit, hvað liann meinar með því, að láta t. d. þjón koma inn á sviðið til að segja, — Matur- inn er borinn á borð, frú! — Og síðan ekki söguna meir. (f klassískum leikritum hljóðaði slík rulla: — Gangvarinn stendur söðlaður fyrir dyrum úti, herra!) Eilítið þakklátari eru rullur af þessu tagi, sem liafa þann kost, að liinn ungi, efnilegi leikari fær tækifærið til að koma inn á sviðið öðruhvoru allan leikinn til að segja setninguna: „Gangvar- inn er borinn á borð“. Þá er einhver von að einhver leik- dómarinn skrifi nafnið lians í leikdómi sínum, ef til vill með þeirri athugasemd: „lítið hlutverk, en vel með það farið“. Til eru líka ungir, efnilegir leikarar, sem líta ekki við vanþakklátu rullunum, heldur bíða þangað til betri bjóðast. Þeir bíða enn þann dag í dag. Þeir ættu að hafa í huga: Betri er lítil rulla í hendi, en stór rulla í höndiun annara. Því ber að minnast: „Eiginlega eru ekki til nein lítil hlutverk, heldur aðeins litlir Ieikarar“, eins og kallinn sagði. / júlímániÆ sí'Sastli'ðnum hóf göngu sína í París nýtt skopblaö OPTIMISTE, sem mim taka efni sitt mestmegnis frá samskonar blöfium víösvegar um heim ,auk þess sem þaö birtir algjörlega frumsamiö efni. SPEGILLINN hefur haft samband viö blað þetta frá upphafi og mun væntanlega öðru hverju birta sitthvað af efni þess, aðallega teikningar. Sýnishorn þess má sjá hér í blaðinu á nœstu blaðsíðu. hávaðalaust, þreyttur eftir árangursríkt dagsverk við stofn- un dótturfélags, sem í firmaskránni hlaut nafnið Profit h.f. og hvers tilgangur var ákveðinn fiskveiðar, landbúnaður, iðnaður, verzlun, miðlunarstörf, blaðaútgáfa og „ennfrem- ur lánastarfsemi“. Þrátt fyrir allt þetta stjakaði Hallbjörg við honum. Hálfdán umlaði liressilega og lét þar við sitja. Hallbjörg stjakaði aftur og það hreif. — Hefur engin bók verið skrifuð um heldra fólk? spurði hún. — Ég meina svona fólk eins og okkur, sem hefur for- ystu í menningar- og hagsmunamálum. En hún sá strax fánýti spurningarinnar. Það var máske hægt að fá Hálfdán til þess að tala um menn, en alls ekki um bækur. — Skárri er það nú spurningin um hánótt í rosaveðri, sagði Hálfdán önugur. — Þær skrifa víst ekki um svo merkilegt efni þessar ríkisstyrktu landevður, sem kalla sig rithöfunda og stofna félög og setja yfirlysingar í blöðin, af meira rembingi en viti. Ætli það sé ekki bezt að þeir láti okkur í friði, sem þeir hvorki skilja né kunna að meta. Allt er okkur vanþakkað, jafnvel fögur og rándýr kopar- líkneski. Það borgar sig ekki að hafa þessar svokölluðu hugsjónir. — Dæmalaust ertu úrillur, Hálfdán minn, sagði Hall- björg rólega. Hún sá sitt óvænna og varð að finna annað umtalsefni, þó ekki væri nema til að rökstyðja stjakið. — Nú fer að styttast til jólanna, sagði hún svo. — Er ekki eitthvað eftir í kokkteilflöskunni frá því í gærkveldi? spurði Hálfdán. Og það var nóg í henni til þess að hann vaknaði betur og varð öruggari að horfast í augu við staðreyndirnar. — Þú átt við að kominn sé tími til að skipuleggja jólagjafirnar. Ég hef hugsað mér að gefa Ásláki sæmilega gjöf núna. Hann tekur við þýðingarmiklu trúnaðarstarfi í Profit og þarf því að fá eitthvað deyfandi gegn óþarfa samvizkuáleitni. Ég ætla að gefa honum bygg- ingaleyfi í Laugarásnum. — Þá verð ég að gefa Mannbjörgu eitthvað, sem ekki stendur því að baki. Okkar fólk verður að lifa eins og heldra fólk, sagði Hallbjörg. — Díalínu finnst mér óhjá- kvæmilegt að gefa einn Hitlersvagn, svo allt sé í stíl, ef Frh. á bl8. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.