Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 29
5PEGILLINN
2G1
SAMTÓK PIPARMEYJA
í Bretlandi héldu ársþing sitt fyrir nokkru og var aðalumræðuefnið,
auk þessa venjulega „helzta vandamáls konunnar", krafa um eftir-
laun, þegar þær séu orðnar sextugar. Höfðu þær heyrt, að ríkisstjórn-
in myndi af tvennu illu heldur skaffa þeim karlmenn en eftirlaun, og
því er tillagan fram komin.
BRÁÐKYEDDAN
er farin að stinga sér ískyggilega niður hjá SÞ, og varð fulltrúi
Egyptalands fyrstur fyrir barðinu á þessum leiða kvilla, er hann var
í miðri skammaræðu um Júðana, og var þegar örendur. Þar eð þetta
var fyrsta tilfellið, var fundi frestað, enda enginn viðlátinn að taka
við og halda áfram að skamma Júðana. Næstur var Vissinskí, úr Sovétt-
inu, en þá var engum fundi frestað, þar sem hann hafði aldrei þessu
vant ekki verið að tala. Ef svona heldur áfram, verður alveg hætt að
gera fundarhlé þó að einn og einn limur hrökkvi upp af.
PÁLL ZÓPH.
hefur af eigin ramleik tekið
upp það nýmæli á sjálfu Alþingi
að greiða atkvæði í Ijóðum, enda
ekki úrhendis að fá einhverja svo-
litla listrænu i þá stofnun. Tók
forseti þetta gilt, af því að þing-
maður vor átti í hlut, en síðan
hafa fleiri þingpnenn komið fram
með kröfur á þessu sviði, svo að
búast má við, að gera verði form-
legar breytingar á þingsköpunum.
En því skjalfestum vér hér þetta
brautryðjandastarf þingmanns
vors, að vér kærum oss ekki um að íhaldið fari að stela því frá honum
iíðar meir.
RÍKISÚTVARP VORT
hefur í hyggju, næst þegar það á aura, að kaupa tól eitt merkilegt,
sem sýnir hversu margir hlusta á útvarpið á hverjum tíma, og er jafn-
vel sagt, að vissir útvarpslistamenn, sem enginn hlustar á, hafi heimt-
að þetta í ofurmóði sínum. Þetta nýtízku tól er að því leyti ófullkomið,
að það sýnir aðeins t'ilu opinna útvarpstækja í landinu á hverjum
tíma, en greinir ekki sérstaklega þau, sem eru opin vegna Keflavikur,
eða hin, sem gleymzt hefur að slökkva á, en á þessa tvo flokka munu
listamennirnir treysta, og því borið fram kröfu sína.
ENSKUR KLERKUR
hefur tekið upp það nýmæli að krefjast fyrirframgreiðslu af skötu-
hjúum þeim, sem hann skellir í heilagt hjónaband, enda hafa verið að
því nokkur brögð, að slík vilji stinga af jafnskjótt sem þau hafa með-
tekið blessunina. Ennfremur heimtar hann eins punds tryggingu fyrir
því, að brúðkaupsgestir ati ekki út alla kirkjulóðina hans í pappírs-
snifsum, en slíkt er brezkur ósiður, að láta þeim óþverra rigna yfir ný-
gift hjón. Sagt er, að með þessu hafi klerkur slegið sér stórum upp hjá
stétt sinni, en ekki að sama skapi hjá skötunum og hjúum þeirra.
FULLTRÚI
frá hinu heimsfræga rakvélafirma Gillette hefur verið hér á ferðinni
fyrir nokkru og látið hafa það eftir sér — og það eftir aðeins örfáa
kokkteila — að hér á landi sé notað meira af rakblöðum en nokkurs
annars staðar í heiminum, og þurfi ekki einusinni að miða við fólks-
fjölda. Þessa vizku þurftum vér nú annars ekki að sækja til útlend-
inga, þar sem hér á landi eru fleiri blöð en á nokkrum öðrum stað, og
engin ástæða til að halda, að rakblöð væru þar nein undantekning.
HLAUPABÓLA
kom upp í brezka þinginu í síðastliðnum mánuði, og er blað vort fer
í prentun er enn ekki séð nema Churchill, menntamálaráðherrann og
fleiri höfuðskörungar þingsins hafi smitazt, en það tekur 18 daga, og
þessir menn töluðu við bólugemlinginn einmitt daginn sem hann var
eitraðastur, þ. e. daginn áður en hann var allur orðinn útsteyptur. Oss
kemur það hálf-spánskt fyrir, að löggjafarstofnun Bretans skuli taka
þennan sjúkdóm, þar eð vér höfum alltaf haldið, að hann væri eins-
konar fagsjúkdómur iþróttamanna, og þá vitanlega einkum hlaupara.
AGA KHAN,
hinn góðkunni indverski fursti, sem AGA-eldavélarnar eru kenndar
við, er nú orðinn 79 ára og farinn að berja sér í nestið. Er hann þessa
dagana sem óðast að ráðstafa ríki sinu og ku þá ætla alveg að ganga
framhjá elzta syni sínum, Aly Hayworth, og afhenda heldur rikið öðr-
um hvorum syni hans, svo að Aly geti haldið áfram að iðka kvikmynda-
stjörnufræði. Þykir þetta glúrið hjá kalli, en þó er Aly fegnastur og
hyggur nú gott til glóðarinnar að láta strákinn kosta kvennafar pabba
síiis.
í BELGÍU
hefur þingið haft með höndum breytingar á áfengislögum landsins,
en þar hefur undanfarið verið svokallað ,,hálfbann“, sem bannar mönn-
um að vera hálfir, en neyðir þá til að vera annaðhvort stútfullir eða
galtómir. Nú mun eiga að bæta úr þessu rheð því að leyfa mönnum
allan skalann milli þessara tveggja öfga.
í DAGBLAÐI EINU
lesum vér um mann úti í Svíþjóð, sem skrifar skáldsögur og málar
-—- allt með munninum. Ekki verður samt sagt, að þetta gangi neitt
fram af oss, þar eð vér þekkjum marga, sem fremja allar sínar dáðir
með munninum, jafnvel bara með nösunum.
BLÓÐBANKINN
er nú alveg að komast í þrot
sökum lítillar fórnfýsi almenn-
ings, og hefur af því tilefni tekið
sér einkunnarorðið: „Einhvern-
tíma hefur nú betur blætt“. Vér
fáum ekki betur séð en hér sé um
klaufaskap að ræða, og þurfi ekki
annað en birta nöfn blóðgjafanna,
eins og gert var þegar borgarstjóri
vor og síðar ráðherra úr sama
flokki voru tappaðir. Þeir fáu,
sem ekki vilja láta nafns síns get-
ið, geta gengið undir gælu- eða
felunafni, enda oft hentugra upp á það til að gera, að blóðið verði þá
útgengilegra. Loks mætti nota hina nýju aðferð annan-a banka og
koma af stað spariblóðsöfnun skólabarna.