Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 42
214
SPEGILLINN
ekki einu sinni að líta á hana. Einhver gerðist samt svo
fo .•vitinn að skoða hana — auðvitað í óleyfi — og þá kom
í ]jós, að hún höndlaði um það, hvernig hörn geta haft
af fyrir sér, ef þau eru smávegis lasin og fá skipun um að
fara ekki á fætur.
Stúllcur í Kaupmannahöfn gerðu fyrir nokkru aðsúg að
Errol Flvnn, þegar hann kom þangað til borgarinnar, til
þess að vera dómari á gripasýningu Fegrunarfélagsins. Svo
mikill \ar ákafinn, að þær tættu fötin utan af honum, en
sem betur fór átti Errol önnur föt að fara í; annars er sagt,
að honum liafi þótt alveg nóg um, og er þó alvanur slags-
málum, og því svona vinsæll hjá kvennþjóðinni um allan
lieim.
Bjórkóngurinn Liebmann hefur fengið Fairbanks yngra
til að t< ka merkilega mynd, sem á að heita „Heims um ból“.
Ei þetta gert vegna dóttur bjórkóngsins, sem á að leika eitt
aðalhlutverkið og vonar sjálfsagt að komast í heímsumbólið
hjá Fairbanks.
Franchol Tone, sem var einusinni að digga við kvenn-
niann og ldaut nefbrot að launum, hefur nú fengið 13000
dollara fyrir nefið og hefði fengið miklu meira, ef ekki
svo illa helði viljað til, að nefið er miklu skárra eftir að
því var kippt í liðinn.
Victor IM iture, sem er afskaplega sterkur á léreftinu,
svo að hann var einusinni látinn leika sjálfan Samson,
og reyndisl þá ekki meiri bógur en svo, að Dalila þurfti
alls ekki að stinga úr honum augun, til þess að ráða við
hann, hefur \iú orðið uppvís að því að kunna alls ekki að
sitja hest, heldur lætur hann leppa fyrir sig alla reið-
mennsku í kvikmyndm.i.
Sokkarnir.
Tízkufrömuður oinn fn nskur hefur nýlega sent á mark-
aðinn alv< g spánnýja útgáfu af sokkum, sem eru að því leyti
óvenjulegir, að þeir eru allir með doppum, en það gerir
mestu tiibreytingu frá þessum einlit, sem hingað til liefur
verið allsráðandi á kvennfótum. Þessa sokka má búa til
úr margskonar efni, svo sem næloni, togi, bómull, ísgarni
og í stuttu máli flestu handi, sem nöfnum tjáir að nefna.
Heilsch
Ekki er ástandið gott úti í Kaupinhatn, eftir síðustu
móðinsblöðtun, sem mér hafa borizt, að dæma, og á ég þar
við In ilsufar kvennfólksins. Kvenlæknar ganga nú um eins
og ljón grenjandi og rannsaka allar húsmæður, sem þær ná
í og spyrja þær og færa spjörunum úr, út af heilsufari
þeirra. Árangurinn varð ískyggilegur, þar sem aðeins rúm-
lega helmingur allra húsmæðra telur sig alheilbrigðar en
ekki er gefið tun hvor helmingurinn þetta var. Af þessum
fjölda var fjórða hver kona síhrædd um, að hún væri orðin
kas.
HúsráS.
Ef þér fáið ryðbletti í fatnað eða vefnaðarvöru, má stund-