Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 23
SPEGILLINN
195
framin á annari hverri síðu, og bráðfyndnir innbrotsþjófn-
aðir á hinni, hvortveggja kryddað með stórfenglegum lýsing-
um á æðisgengnu kvennafari.
— Að nokkur manneskja skuli geta lesið þennan óþverra,
sagði sjálfstæðismaðurinn og benti á kvensurnar. — Glæpa-
ritin og Morgunblaðið eru nú einu bókmentirnar, sem sjálf-
stæðismenn hafa áhuga á, sagði þjóðvarnarmaðurinn. — Þau
eru nefnilega samherjar í baráttunni við kommúnismann,
sagði línukomminn og glotti. — Það sér ekki á, að unga
fólkið sé betur menntað núna en í mínu ungdæmi, þegar
engir skólar voru til, sagði framsóknarbóndinn. — Það er
nú óskadraumur Framsóknar að leggja niður alla skóla
nema Samvinnuskólann og Bréfaskóla SÍS, sagði vinstri-
kratinn. — Ekki segi ég það nú kannski, sagði hægrikratinn.
Nú flutti bóndinn smáræðu um sveitasælu, rollur og merar,
hrútasýningar og ráðunauta. — En að þú skyldir ekki koma
með merarnar þínar í bæinn, sagði einlileypingurinn. — Já,
þær hefðu getað kosið Framsókn í næstu bæjarstjórnar-
kosningum, sagði þjóðvarnarmaðurinn. Að minnsta kosti
hefðu þær trúlega komizt í djobb bjá Sambandinu, sagði
línukomminn. — Ætli ég hafi ekki verið sjálfráður að
því, hvað ég gerði við mínar merar, anzaði bóndinn allsnúð-
ugt. — Áttirðu ekki líka forláta hrúta, ha? Eysteinn hefði
nú verið til með að útvega þeim smábitling, sagði vinstri-
kratinn ofsakátur. — Andskotans kjaftæði er þetta, sagði
hægrikratinn. — Ja, það er bara verst, ef Sambandið tekur
upp einkarekstur á framsóknarbændum, sagði sjálfstæðis-
maðurinn. — Og heimtar kannski uppbót á þá, sagði línu-
koinminn. Bóndinn leit þykkjulega á samherjann í barátt-
unni við kommúnismann. — Það situr nú illa á Kvöldúlfs-
klíkunni, sem kallar sig sjálfstæðisflokk að vera með stór-
yrði um heiðarlegt fólk, sagði liann svo háðslega. — Hvern-
ig er það, er Tíminn alveg hættur að birta graðhestafréttir?
spurði þjóðvarnarmaðurinn. — Já, vel á minnst; ætli Ingrid
Bergmann fari ekki bráðum að verða ólétt einu sinni enn?
spurði vinstrikratinn. — Á ég að svara til þess? sagði bónd-
inn. — Þið ættuð að vita, hvað mig dreymdi í nótt sagði
hægrikratinn. — Komdu með það, sögðu þrír í senn, og
kvenfólkið leit snöggvast upp úr Afbrotum, ef vera kynni,
að hægrikratann hefði dreymt stórfenglegt innbrot eða jafn-
vel morð. — Já, það var svoleiðis, að mér þótti ég vera á
fámennum fundi... — Það hefur verið fundur hjá Alþýðu-
flokknmn, greip þjóðvarnarmaðurinn fram í. — Og senni-
lega bara hægri klíkan; voru þeir ekki allir dús? sagði
línukomminn. — . . . og sumir fundarmenn voru akfeitir
en aðrir skinhoraðir, og þegar minnst varði liurfu þessir
horuðu inn í þá feitu, hélt hægri kratinn áfram. — Hægri
klíkan sem sé gleypir vinstri klíkuna, sagði sjálfstæðis-
tnaðurinn. — Ætli ekki heldur, að íhaldið gleypi hægri
klíkuna og vinstri klíkan leysist upp í ekki neitt, sagði
bóndinn. — Það mætti segja mér, að þess yrði ekki langt að
bíða, að allir framsóknarbændur settust að á mölinni og
færu að skrifa ævisögu sína, sagði þjóðvarnarmaðurinn.
— Kannski SÍS láti byggja dvalarheimili aldraðra fram-
„Kátt er um jólin og koma þau senn,
þá munu upp líta Gils-Bakkamenn“.
Upp munu þeir líta og undrast þaó víst
ennþá stendur Bjarni, sem varói þá sízt.
Enn stendur hann Bjarni, sem blygSunarlaust
barnaskólastjórana skipaði í haust.
Barnaskólastjórar voru Bjarna prívatmál,
helmingagatan hún gerist stundum hál.
A helmingagötunni Bjarni brá á leik,
en framsóknarástin eigi hann sveik.
í framsóknarástinni finnst ekki tál,
ástin sú hefur jafnvel hertekiö Pál.
Astin sú fœdd er og alin blind,
fyrirgefur allt nema ódrýgóa synd.
Fyrirgefur allt, nema ekki honum Berg,
sem fœddur er upp á Framsóknarmerg,
sem fœddur er upp viö Framsóknar brjóst,
þaS sá hann Hermann svo hrollvekjandi Ijóst.
Þctö sá hann Hermann, hve mikils var misst,
er Gils-Bakkabratöur þar gengu úr vist.
En Gils-Bakkabratörum þó gifta sú brást
að deila með Framsókn Ihaldsins ást.
Ihaldsins fafimur er opinn og stór
vesaling jafnt eins og Vilhjálmi Þór.
En vesœlt er Gils-Bakkabratöra Itö,
svo Bjarni gaf frat í vantrausttö.
Bjarni gaf frat í „Frjálsa Þjétö“
og forkláraöur í Ijóma stóð.
ForkláraSur í frelsaSra hring,
en Framsókn vitnandi stóS í kring.
AS prýddi hann réttlœtis skrúSi skœi,
sú skoSun þó enn mun ei Tímabœr.
Grímur.
sóknarbænda, ef Vilhjálmur getur útvegað lán í Lands-
bankanum, sagði vinstrikratinn. — Nema þeir stofni bara
byggingasjóð, fyrir liaugliúsastyrkina. Það yrði nú dálag-
legur skildingur, sagði línukomminn. — Kaffitíminn er
búinn, sagði reddarinn og stóð upp, en frekari umræðum
var slegið á frest í bili. Kvensurnar lokuðu Afbrotalieftun-
um og brutu upp á blaðið, þar sem þær hættu, svo að þær
þyrftu ekki að eyða dýrmætum tíma í að leita að blaðsíð-
unni, sem þær lásu síðast, næst þegar þeim gæfist tóm til
að fletta upp í gullaldarritunum.
Rabbi.