Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 9
1 dag minnist íslenzka þjóðin 10 ára afmælis lýðveldis síns. Á þessum tímamótum íslenzka lýðveldisins þykir stúdentum hlýða að minnast dagsins með lítgdfu hátíðablaðs og rifja upp nokkra þætti úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þjóðin fagnaði fullu sjálfstæði 17. júní 1944 á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, þess manns, er hæst ber í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með stofnun lýðveldis eignaðist þjóðin innlendan þjóð- höfðingja og sleit sín síðustu stjórnarfarstengsl við Dani. Sjálfstæðisbaráttunni við Dani lauk þannig með fullum sigri Islendinga. En þess ber að minnast, að enn eru óleyst vandamál varðandi hin liðnu samskipti þessara þjóða. Danir halda enn þjóðardýrgripum okkar, handritunum. Meðan svo er, lilýtur baráttan fyrir endurheimt þeirra að halda áfram. Og þeirri baráttu getur ekki lokið nema á einn veg: lslendingar munu heimta aftur öll sín handrit, er geymd eru í Danmörku. Stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 var stærsti sigur Lslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. En stúdentar vilja leggja á það áherzlu, að baráttunni lauk ekki með þeim sigri. Fámenn þjóð eins og íslenzka þjóðin þarf mmgs að gæta í viðskiptum sínum við aðrar þjóðir, og í þeim viðskiptum steðja margar hættur að sjálfstæði landsins. Því hlýtur barátta þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu að halda áfram og vera ævarandi. Með samningum við erlent riki fengu Islendingar til landsins erlendan her fyrir rúmum þrem árum, þar eð öryggi landsins var þá talið í hættu. Sá her dvelur hér enn, enda þótt veru- lega hafi dregið úr ófriðarhættu í heiminum á þeim tíma. Stúdentar telja, að sjálfstæði landsins stafi veruleg hætta af dvöl erlends hers í landinu. Veldur því fyrst og fremst fámenni þjóðarinnar og þau óhollu áhrif, er fjölmennur her útlengingz hlýtur að hafa á menningu þjóðarinnar. Stúdentar telja, að segja beri upp herverndarsamningnum svo fljótt sem unnt er og hinn erlendi her þá látinn hverfa úr landinu. Telja stúdentar hér um brýnt sjálfstæðismál allrar þjóðar- innar að ræða og vilja því í dag hvetja þjóðina til einingar í því máli. Stúdentaráð Háskóla íslands.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.