Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 18
10 STÚDENTABLAÐ ÓLAFUR HANSSON, sagnfrœðingur: Að kvöldi þjóðveldisins Mikið hefur verið ritað og rætt um hrun þjóðveldisins íslenzka á 13. öld og orsakir þess. Skoðanir manna á þessum örlagaríku atburðum hafa verið æði sundurleitar bæði fyrr og síðar. Nú síðast hefur Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur rætt þetta efni rækilega í bók sinni um íslenzka þjóðveldið. Eru skoðanir hans mjög athyglisverðar, þó að hætt sé við, að ýmsir geti ekki orðið honum sammála að öllu leyti. Þetta viðfangsefni er svo flókið og margþætt, að þar koma seint öll kurl til grafar. Hér skal ekki farið út í þá sálma að ræða, hvað hafi orðið íslenzka þjóðveldinu að falli. Hins vegar ætla ég að geta lítið eitt um til- raunir, sem gerðar voru á árunum 1260—1264 til að sameina þá höfðingja á Islandi, sem óháð- astir voru hinu erlenda konungsvaldi. Að vísu verður að teljast mjög svo ólíklegt, að þeim mönnum, sem að þessu stóðu, hafi gengið nein veruleg þjóðhollusta til. I hópi þeirra voru menn, sem sóru konungi trúnaðareiða 1262. En hér voru menn, sem í valdastreitunni innanlands höfðu lenti í andstöðu við helztu umboðsmenn erlenda valdsins og þóttust afskiptir sjálfir. Það er því ekki óhugsandi, að í áróðrinum gegn umboðsmönnum konungs hafi þeir stundum að einhverju leyti reynt að slá á þjóðlega strengi, þó að menn megi með engu móti gera ráð fyrir þjóðerniskennd í nútímaskilningi um þessar mundir. En lítill vafi er samt á því, að hið er- lenda vald og skattgjaldið hefur ekki verið vin- sælt af alþýðu manna hér á landi, og forn ríg- ur var með íslendingum og Norðmönnum, þó að ljóminn af norsku hirðinni hefði hins vegar löngum seiðmagnað aðdráttarafl á hugi Islend- inga. Hugur íslenzkrar alþýðu til erlenda valds- ins sést meðal annars í draumvísu Jóreiðar í Miðjumdal: „Þá var betra, er fyrir baugum réð“ o. s. frv. Sá þáttur baráttunnar gegn umboðsmönnum hins erlenda valds á þessum árum, sem Islend- ingum hefur löngum orðið starsýnast á, er viður- eign þeirra Gissurar jarls og Þórðar Andrésson- ar. Þessu veldur án efa hið dramatíska í þeirri viðureign og hin dapurlegu örlög Þórðar, sem löngum hafa runnið íslenzku þjóðinni mjög til rifja. En barátta Þórðar Andréssonar verður þó ekki skilin til hlítar sem einangrað fyrir- bæri. Aður en sú barátta náði hámarki árið 1264 voru á undan gengnar tilraunir til að koma á bandalagi gegn umboðsmönnum konungs. Gissur jarl var þá auðvitað helzti umboðsmað- ur erlenda valdsins á íslandi. En þegar hann kom út hingað með jarlstign 1258 var aðstaða hans að ýmsu leyti mjög veik. Hann átti hvergi á landinu traust fylgi nema í Árnesþingi. Hins vegar hafði hann um dagana eignazt marga og heiftúðuga bandamenn víða um land. Oddverjar voru fullir afbrýðissemi í garð Haukdæla. Þor- varður Þórarinsson, voldugasti höfðinginn á Austurlandi, var í tengdum við Oddaverja og Sturlunga, og fátt var með honum og Gissuri. Bendir ýmislegt til þess, að Þorvarður hafi á marga lund verið háður hinni viljasterku og skaphörðu tengdamóður sinni, Steinvöru Sig- hvatsdóttur á Keldum, en hún hefur án efa borið óslökkvandi hatur til Gissurar, sem hafði höggvið svo blóðug skörð í frændgarð hennar. Mestur höfðingi í Eyjafirði var orðinn Loftur Hálfdanarson, sonur Steinvarar, en mágur Þor- varðs, og Eyfirðingar voru frá fornu fari litlir vinir Gissurar flestir. I Skagafirði átti Gissur að vísu ýmsa vini. Sumir af hinum fornu fylgis-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.