Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 27
STÚDENTABLAÐ 19 lega um þau mál. Sannarlega hefði verið æski- legt að Alþingi hefði tekið afstöðu til frum- varpsins, en allt að einu mun laganefnd S. Þ. án efa kynna sér það. Flutningur frumvarps þessa hlýtur að gera Bretum ljóst, að við erum síður en svo á neinu undanhaldi í deilu okkar við þá. Enda er bezt að þeir viti, að kúgunaraðferðir þeirra, sem minna óþægilega á harðsvíruðustu „nýlendu- pólitík“, en ekki samskipti tveggja bandalags- þjóða, duga ekki gagnvart hinni frjálshuga ís- lenzku þjóð. Með friðunarlínunni höfum við aðeins stigið fyrsta sporið, afmörkun landhelg- innar er eftir. Það gæti talizt ódrengilegt að þegja yfir þessum sögulega lífsbjargarrétti vor- um og algjörri sérstöðu í landhelgismálum, meðan við ættum í deilu við þá, en hefja síðan aðgerðir, þegar deilur væru jafnaðar. Það er miklu drengilegra og samboðið hverri frjálshuga þjóð að halda fram sínum fyllsta rétti strax frá upphafi, heldur en að ýfa upp gömul deilumál með því að auka kröfurnar smátt og smátt. Það er ekki vanzalaust og í meira lagi óviðurkvæmilegt að ekki skuli vera til skýr ákvæði í lögum vorum um endimörk yfirráðaréttar hins íslenzka lýðveldis yfir auð- lindum hafs og lands, en úr því átti frumvarp þetta einnig að bæta. Loks skal ég víkja örfáum orðum að því, að nú er svo komið, að Evrópuráðið hefur ákveðið að taka á dagskrá sína: „breytingar þær, sem gerðar hafa verið á reglum um fiskveiðiréttindi í landhelgi hins íslenzka fullvalda ríkis“ (þ. e. línan frá 19. marz). Belgar voru aðalflytjendur tillögunnar ásamt Bretum, Frökkum og Hol- lendingum. Segja má að lítið leggist nú fyrir þjóðir þessar, ef þær ætla að spyrna fæti við þeim aðgerðum, sem frá sjónarmiði íslenzku þjóðarinnar eru algjörar lágmarksráðstafanir til verndar lífi hennar. Sannarlega velja þær sér undarlegan vettvang þar sem Evrópuráðið er, sem ekki getur afgreitt þetta mál til neinnar fullnustu né er bært til þess að taka afstöðu til þessa mikla hagsmunamáls íslenzku þjóðarinn- ar. Það er ekki gott að segja í hvaða tilgangi tillaga þessi er flutt, en margt bendir til þess að ætlunin sé að buga Islendinga í þessari lífs- baráttu sinni. Ríkisstjórnir þjóða þessara virðast og hafa gleymt því að landhelgismálin eru í athugun sjá Sameinuðu þjóðunum. Þá er það athyglis- vert, að fyrrgreindar þjóðir virðast líta á lín- una frá 19. marz 1952 sem landhelgislínu, þó hún hafi verið kölluð friðunarlína, en þó oftast fiskveiðitakmörk, en út í þá sálma skal ekki farið frekar í þessari grein. Framkomu þessara mannmörgu þjóða gegn ckkar fámennu þjóð getum við aðeins svarað með einu móti: það er að herða sóknina. Nú höfum við fengið tækifæri til þess að láta það koma skýlaust fram á þingi Evrópuráðsins, að línan frá 19. marz, sé ekki landhelgislína og að benda á, að í því efni eigum við miklu víðtækari rétt en áðurnefnd lína gefur til kynna. Framtíð íslenzku þjóðarinnar byggist á því, að hún fái haldið rétti sínum gegn ásælni auð- ugra og vígreifra þjóða; varið þann rétt, sem íslenzka þjóðin hefur talið sig eiga allt frá því á dögum hins forna lýðveldis og haldið hefur lífinu í þjóðinni allan þann tíma, réttinn til allra fiskimiða sinna umhverfis landið. Bezta vörnin er sókn. Á Alþingi hefur af hálfu einstakra þingmanna verið hafin sókn fyrir hinum ýtrasta rétti vorum í landhelgis- málum og vonandi tekur Alþingi ákveðna af- stöðu með þeirri baráttu, en það eitt dugar ekki til. Sams konar sókn verður að hefjast sem fyrst á alþjóðavettvangi, og þá höfum við von um sigur. Lífsskoðunin Með kveðju til meirihluta ritnefndar. „Þú mátt eþþi sofa" þú segir mér, en samt mun ég ganga til náða, því hvernig se?n veltist og hverfist og fer og hvað sem á dynur, ég treysti þér til að vaþa og verja o\\ur báða. Ólafur H. Ólafsson, stud. med.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.