Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 14
6 STUDENTABLAÐ JAKOB J. SMÁRI: Þingvellir Sóls\inið titrar hœgt um hamra og gjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár sem fyrst er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mcendu eitt sinn allar þrár, ótti og von á þessum stcinum glóðu; og þetta berg var eins og ólgusjár, — þar allir landsins straumar saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þreþ og sár geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, — höfðingjans stolt og tötraþrcelsins tár, sem timi og dauði í sama þöstinn hlóðu. Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt i laufi á sumarþvöldi hljóðu. s_____________________________________________________________________J var hér í landinu hópur manna, sem leit á skilnaðinn við Danmörku sem hið eina og var- anlega markmið sjálfstæðisbaráttunnar, og sá hópur fór sívaxandi þar til hinni miklu þjóðar- einingu var náð, sem lýsti sér við þjóðarat- kvæðagreiðsluna 20.—23. maí 1944. Bæklingur Guðmundar Hannessonar mun nú vera á fárra manna höndum og sjálfsagt hafa fáir af yngri kynslóðinni lesið hann eða séð. En hann var áhrifamikill á sínum tíma, og ég leyfi mér að efast um, að nokkur stjómmála- bæklingur annar hafi haft jafnmikil áhrif og hann. Þessvegna þykir mér rétt að minna á hann nú, er minnst er tíu ára afmælis lýðveldis- stofnunarinnar. Guðmundur Hannesson lagði með honum sinn skerf til þess að vér fengum að lifa þann atburð, og sá skerfur hans var mikill og eigi léttur á metunum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.