Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 37

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 37
STÚDENTABLAÐ 29 Fyrirsögn þessa greinarstúfs mætti hæfa vænni bók. Svc margvísleg eru vísindin, eiga sér margar rætur og margar greinar. Þau eru vort brauðaldintré og vort skilningstré góðs og ills með þeim álögum, sem því fylgja. Víst má segja, að lengst af frá því, er þjóð vor varð til, hafi hún iðkað einhver vísindi, einn og einn maður í bæ sínum, sem stundum var aumt kot, en höfðu þó oft numið áður í erlendum skóla, vísindastofnunum síns tíma. Nú á Island sjálft vísindastofnanir, spurn, hve margar þær skulu teljast, en efalaust, hver fyrst skal nefnd: Háskólinn. I öllum þessum stofnunum er fyrst og fremst um það að ræða að iðka vísindi frá því í gær, ásamt dálitlu frá því í morgun. Kenndar eru ýmsar niðurstöður og nokkur vinnubrögð, og það sem þannig hefur verið numið hér eða annars staðar síðan notað til að leysa fyrirsett eða tilfallandi verkefni. Menn eru sammála, að kalla, að þetta þurfi að gera, og sæmilega ánægðir með það, hvernig það fer fram. Eflaust stendur hér þó margt til bóta, og gagn mætti verða að því að ræða þau mál af hreinskilni og góðum vilja oftar en gert er. Oft má með sanni kenna fátækt og fámenni um það, sem ófull- komnast er. Annað kann að mega laga með betra skipulagi án kostnaðarauka. Á alla skóla sækir íhaldssemi, cg einnig á háskóla. Hún sækir á kennarana, en er ekki síður áleitin við nemendurna, sem eftir sína fyrstu göngu inn um skóladyrnar hafa harla margir meðtekið ýmsar kreddur og óvanda, sem þeir rækja síðan sem helga arfleifð. Stjórnmálaafstaða gerir hér víst lítinn mun. En þó að vér kæmumst upp á að framkvæma kennslu vora, greiningar og mælingar á bezta hátt, þá er enn eitt nauðsynlegt. Vér eigum að gjalda tillag vort í sjóð heimsmenningarinnar. Umfram hin sjálfsögðu verkefni í tungu vorri og sögu hvílir á oss sú alþjóðlega kvöð að taka þátt í að skapa vísindi dagsins í dag og morgun- dagsins. Vér höfum verið óbágir á að láta skrá Island í alþjóðleg samtök og ekki horft í töluverðan kostnað, og væntanlega haft af því einhvern vinning. Þó hefur Island haldið sig utan við eina samtakaheild Sameinuðu þjóðanna, Unesco, þá sem fjallar um vísindi. Ekki veit ég, hvað þeirri ákvörðun veldur, en þeir valda- menn vorir, sem tekið hafa hana á sínum tíma, ættu að skýra það mál. Ef til vill hefur þurft að greiða fjártillag, meira en réttmætt hefur þótt að verja í þann stað. Vísindaverk, sem frambærileg séu á heims- mælikvarða, utan eða innan samtaka, kunna að kcsta nokkurt fé. En viðurkenningin er líka kaupandi nokkru verði, því að hún er aukin virðing vor með öðrum þjóðum og þó eigi síður aukin sjálfsvirðing, og hvors tveggja er oss þörf. Þykja má, að ég hafi talað um vísindastarf- semi Islendinga, ef þeir aðeins vildu og skildu, sem helzt til sjálfsagðan hlut; hef aðeins minnst á kostnað, án þess að gera mikið úr, en ekki á sjálfa mennina, sem eiga að vinna þrautina. Vísindin eru vandlát um þjónustu, og „allir menn urðut jafnspakir11 til hennar og fáir nógu spakir. Hæfileikar á borð við þá, sem þarf til að finna, að það séu eðlisskyldir atburðir, að máninn líður og epli fellur, munu aldrei hafa birzt á Islandi og sjaldan annarsstaðar. En þeir hafa eflaust oft farið forgörðum, ef til vill

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.