Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 25
STUDENTABLAÐ 17 Dr. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON: Sókn í landhelgismálinu Á síðasta Alþingi var borið fram frumvarp til laga um fiskveiðalandhelgi Islands, en með frumvarpi þessu, sem að áliti margra er eitt hið þýðingarmesta mál, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á síðari árum, hefur í raun réttri verið hafin sókn í landhelgismálum þjóðarinnar á miklu breiðari grundvelli en hingað til hefur átt sér stað. Frumvarpið var flutt af formanni Alþýðuflokksins, Hannibal Valdemarssyni, og er svohljóðandi: »1- gr. Fiskveiðalandhelgi Islands tekur til alls land- grunnsins. Landgrunnið takmarkast af línu, sem dregin er 50 sjómílur utan yztu nesja, eyja og skerja við landið. Þar sem 200 metra dýptarlína land- grunnsins nær út fyrir 50 sjómílna línuna, tak- markast landgrunnið af henni. 2. gr. Með reglugerð skal kveða á um framkvæmd löggæzlu innan fiskveiðalandhelginnar, svo og um stærð gæzlusvæðisins. Þó skal það í sam- ræmi við tilskipun frá 13. maí 1682 og síðari tilskipanir eigi vera minna en 12 sjómílna beiti utan við friðunarlínuna frá 19. marz 1952. Á því svæði sé öllum erlendum fiskiskipum bann- að að stunda hvers konar fiskveiðar. Þar til ákveðið verður, að íslenzk lögsaga, að því er varðar fiskveiðar, taki til allrar fiskveiða- landhelginnar, skal ríkisstjórn Islands tilkynna stjórnum þeirra ríkja, er fiskveiðar stunda við landið, um víðáttu þess svæðis, sem löggæzlan er látin taka til á hverjum tírna samkvæmt grein þessari. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi 17. júní 1954.“ Svo sem frumvarpið ber með sér, þá er það byggt á algjörri sérstöðu Islands í landhelgis- málum og sögulegum rétti þess og það er í fullu samræmi við vilja og óskir íslenzku þjóðarinn- fyrirheit dagsins í dag — þegar fáni okkar blaktir yfir sviknu landi og svívirtri jörð. Það stóð einn maður enn við stjórnarráðið 18. júní 1944. Hann sagði: „Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hafið skapað nýja lýðveldið okkar. Frá fólkinu er það kom- ið, — fólkinu á það að þjóna — og fólkið verður að stjórna því, vakandi og virkt, ef hvoru- tveggja, lýðveldinu og fólkinu, á að vegna vel“. Þetta hefur ásannazt. Hvorki fólkinu né lýð- veldi þess hefur vegnað eins vel og efni stóðu til fyrir tíu árum. Sá beiski sannleikur er sagna beztur að þjóðin stóð ekki nógu vökul á verð- inum um fjöregg sitt. Til þess er sælt að vita að nú fara aðrir tímar í hönd, tímar vaknandi þjóðvitundar, tími nýrrar og efldrar baráttu fyrir því sem tapazt hefur. Má vera að engin tíu ár líði þangað til við höfum endurreist 17. júní 1944 í þjóðlífi okkar, stundina er við mættumst öll í einum vilja — í minningum hins liðna, í dýrð hins ókomna. Island lifir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.