Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 35

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 35
STUDENTABLAÐ 27 Þess skal aðeins getið, að nokkur mistök urðu á stundum um framkvæmd hinnar „ofbeldis- lausu styrjaldar“. Þegar þess er hins vegar gætt, hve geysiháar kröfur eru gerðar um sálarþroska allra þátttak- enda í slíkri baráttu, þá verða mistökin skiljan- leg og jafnvel eðlileg. I raun og veru vekur það furðu, hve staðfastlega indverska þjóðin fylgdi foringja sínum að öllum jafnaði, allt frá há- menntamönnum til ómenntaðs öreigalýðs. Hlýtur þessi óvanalega uppreisn að teljast til ágætustu afreka í sögu mannsandans, skín- andi dæmi um sigurmátt hins góða. Sá er þetta ritar er þess fullviss, að þekkingin á satyagraha á erindi til allra þjóða sem fagn- aðarboðskapur, lausnarorð úr ógöngum vígbún- aðar og styrjalda. Raunar eru þjóðirnar hver annarri ólíkar um margt sem máli skiptir, en þó er þess að minn- ast, að eiginleikar þeir er satyagraha reynir einkum á eru fyrst og fremst mannlegir, en ekki séreign neinnar þjóðar eða þjóða, þótt sumir séu þeir ef til vill gefnir Indverjum í óvenjuríkum mæli. Sjálfur var Gandhi ekki í vafa um, að satyagraha hentaði einnig öðrum þjóðum og það engu síður til landvarna en frelsisbaráttu. Svo sannfærður var hann um algildi hinnar vopnlausu baráttu, að hann hvatti Tékka til þess 1938 og Englendinga síðar að hasla nazism- anum völl á vettvangi satyagraha, og bauð þeim þjónustu sína, ef til þess kæmi. Þarf ekki frá því að skýra, að hvorki Tékkar né Englendingar tóku þessu boði. Indverjar sjálfir héldu jafnvel ekki þeirri tryggð við satyagraha, sem Gandhi hafði von- að. Þeir vörpuðu því fyrir borð að fengu sjálf- stæði og tóku upp háttu annarra þjóða um landvarnir. í fljótu bragði gæti mönnum virzt, sem þar hafi verið kveðinn upp fullnaðardómur um þessa sérstæðu baráttuaðferð: óhæf í vörn. Svo er þó ekki. Slíkur dómur verður ekki upp kveðinn án allrar reynslu. Og enn hefur satyagraha ekki verið reynt gegn innrásarher, enn er beðið þjóðar, er þori að byggja varnir sínar á óttalausu guðstrausti og mannkærleika. Hitt er jafnvíst, að ekki skortir aldalanga reynslu að byggja á öruggt dómsorð um gagn- semi hinna hefðbundnu varna, vígbúnaðar og valdbeytingar: tvíeggjað sverð, er endist ekki síður til kúgunar en frelsis. Þetta viðsjála vopn, ófrýnn erfðagripur frá villimennsku, en æ biturra í höndum tækni- mannsins, er sífelld og sívaxandi ógnun öllu lífi. Með herkjum aðeins fá þjóðirnar valdið þessu vopni, en halda þó um það dauðahaldi, eins og væri það þeirra eina traust. Engin þorir að kasta því, nema allar hinar varpi því samtímis frá sér. Ekki væri heldur sanngjarnt að ætla neinni þjóð þá áhættu að standa uppi varnarlaus, með- an aðrar eru gráar fyrir járnum. En ef til vill er þó lífsvon mannkyns öll við það bundin, að einhver vogi að reyna hið nýja vopn, fastheldn- ina við sannleikann, satyagraha. Engum hæfði það hlutverk betur en Indverj- um sjálfum, þótt eigi njóti nú lengur leiðogans Gandhis. Þegar fyrir dauða hans höfðu þeir valið gamla vopnið. Heiðri sínum halda þeir samt óskertum. Einnig vér íslendingar höfum valið. Og eigi stórmannlega: Vér byggjum meðlag með út- lendu varnarliði; höfum uppgötvað nýja verzl- unarvöru — vesalmennskuna. Engu breytir þótt lið þetta sé raunar hingað komið í öðru skyni fremur, en verja Island og Islendinga: Núverandi skipan á varnarmálum þjóðarinn- ar er smánarleg, hættuleg þjóðarvitund vorri, manndómi og sjálfsvirðingu, sennilegt dauða- mein sjálfstæði voru, ef ekki verður að gert í tíma. Að auki bendir allt til þess, að dvöl hins út- lenda herliðs í landinu, brauk þess og braml, geri stöðu vora lakari í styrjöld, ef yfir dynur. Enn er þjóð vorri tími til að vísa þessum gest- um úr landi í fullri vinsemd og taka landvarnir í eigin hendur. Það er og mála sannast, að allt sem hún á dýrmætast, verður af engum öðrum varið en sonum hennar og dætrum. En hvað er þá til ráða? Aðstaða vor öll, menning vor og saga, mælir með því, að vér tökum heilshugar við því vopni sem um sigurmátt byggist á samheldni — en ekki mannfjölda, mannúð — en ekki grimmi- legu ofstæki, stillingu — en ekki ómennskuleg- um heraga. Slíka fastheldni ættum vér að sýna við sann- leikann.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.