Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 26
18 STÚDENTABLAÐ ar. Það er í verulegum atriðum samhljóða áliti Alþingis um rétt Islands í landhelgismálum, eins og það birtist, áður fyrr, svo sem á árun- um 1869 og 1871. Þá er í því höfð hliðsjón af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað á sviði landhelgismála, síðustu áratugi, svo sem löggjöf annarra þjóða og nýjustu kenningum fræði- manna. I sama mund og frumvarp þetta var flutt á Alþingi, var einnig að tilhlutan formanns Al- þýðuflokksins og Eiríks Þorsteinssonar alþing- ismanns Vestur-ísfirðinga flutt tillaga til þings- ályktunar um stækkun friðunarsvæðisins fyrir Vestfjörðum, sem hné í þá átt, að friðunarlínan skyldi vera 12 sjómílum utar en nú er, eða friðaða beltið alls 16 sjómílur. Seinna á þinginu var enn flutt breytingartillaga við fyrrgreinda þingsályktunartillögu, um samskonar stækkun friðunarsvæðisins fyrir Austfjörðum. Flutn- ingsmenn þeirrar tillögu voru sjö talsins, þeir: Halldór Asgrímsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Lárus Jóhannesson, Páll Þorsteinsson, Páll Zophóníasson, Lúðvík Jósefsson og Eggert Þor- steinsson, sem sagt allir þingmenn Austfjarða. Af þessu má draga þá ályktun og með sanni segja, að áðurnefndir níu þingmenn hafi mark- að sér svipaða stefnu og Alþingi gerði síðast árið 1869, þegar það taldi Island tvímælalaust eiga rétt á 16 sjómílna landhelgi. Því má skjóta hér inn í, að þá var ekki komin fram land- grunnskenningin svokallaða, en ómögulegt er að fullyrða, hvaða áhrif sú kenning kynni að hafa haft á skoðun Alþingis 1869 varðandi rétt Islands í landhelgismálum. Hins vegar tókst svo til, að þingheimi gafst ekki tækifæri til að taka afstöðu til frum- varpsins um fiskveiðalandhelgina. Virðist rík- isstjómin af einhverjum ástæðum ekki hafa talið það heppilegt og þannig hefur t. d. ekki verið minnst á frumvarpið í sumum stjórnar- blöðunum, svo sem Morgunblaðinu. Þingsálykt- unartillögurnar voru ekki heldur afgreiddar af Alþingi, vafalaust af sömu ástæðum. Flutningur þessara mála á Alþingi er mjög tímabær, einkum þó frumvarpsins. Hins vegar má líta á þingsályktunartillögurnar sem eins konar varatillögur, ef frumvarpið næði ekki fram að ganga, enda er e. t. v. varhugavert að banna íslenzkum fiskiskipum togveiðar á um- ræddum svæðum allan ársins hring, þó það geti verið hin mesta nauðsyn á vissum tíma árs. Mörg veigamikil atriði mæla með því að land- helgisfrumvarpið sé flutt nú á Alþingi, svo sem gerð skal grein fyrir hér á eftir. I fyrsta lagi var tilgangur frumvarpsins sá að helga Islandi allt landgrunnið, og með því er gerð nákvæm grein fyrir afmörkun þess. Lögin frá 1948 um vísindalega verndun landgrunnsins helga Islandi ekki beinlínis landgrunnið, þó að vísu megi með nokkrum sanni draga þá álykt- un af ákvæðum þeirra. En hafi tilgangur þeirra laga m. a. verið sá að helga Islandi landgrunnið, því þá ekki ganga hreint til verks og setja um það skýr ákvæði, svo sem gert er í lagafrum- varpinu? Þá er skilgreiningin á afmörkun land- grunnsins mjög óljós og óheppileg, eins og hún er sett fram í athugasemdum fyrir frumvarpinu um vísindalega verndun landgrunnsins, en í þeim segir: „Landgrunnið er nú talið greini- lega afmarkað á 100 faðma dýpi“. Engin grein er gerð fyrir því, hverjir það séu, sem telja það greinilega afmarkað við þessa dýptarlínu, og þarf engan að undra, því að ókunnugt er mér um þann fiskifræðing eða fiskimann, sem látið hafa álit þetta í ljós. Sú landgrunnslína, sem dregin væri samkvæmt þessari „greinilegu afmörkun“, færi sums staðar jafn vel inn fyrir 3 sjómílna landhelgislínuna frá 1901. Væri ærin ástæða til, að bætt yrði úr þessum ágöllum og virðist leið sú, sem farin er í fiskveiðalandhelgisfrum- varpinu, heppileg lausn. Með frumvarpi því er leitazt við að koma í veg fyrir þann háskalega misskilning, að línan frá 19. marz 1952 skuli verða framtíðar land- helgislína Islands, en svo sem kunnugt er, þá virðist ríkisstjórnin ekki alveg hafa gert sér grein fyrir, hverjum augum líta beri á þá línu, þar sem hún, í stjórnarblöðum sem öðrum, er ýmist kölluð fiskveiðitakmörk, friðunarlína, út- færsla landhelginnar eða landhelgislína. En ég hef margsinnis varað við þeirri hættu, sem því getur fylgt, ef næg áherzla er ekki á það lögð, að hér sé ekki um neins konar landhelgi að ræða, því að ella kynni svo að fara, að þetta spor áleiðis, þ. e. línan frá 19. marz, verði loka- sporið. Þá er þess að geta, að svo sem kunnugt er eru landhelgismálin í athugun hjá laganefnd S. Þ. og það gæti orðið málstað íslands til tjóns, ef þau sjónarmið, sem í frumvarpinu felast, hefðu ekki komið fram á Alþingi, fyrr en eftir að Sameinuðu Þjóðirnar hefðu fjallað endan-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.