Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 23
STÚDENTABLAÐ 15 veita frelsi og heiður ættjarðarinnar með ár- vekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrú- ar hennar hinu unga lýðveldi fullkomna holl- ustu“. Annar sagði: „Hamingjan brosir við oss Is- lendingum í dag, er göfugir fulltrúar frjálsra og vinveittra þjóða hafa lofað á þessum helga stað að virða sjálfsákvörðunarrétt vorn, er hið ís- lenzka lýðveldi er endurreist“. Þriðji sagði: „Látum samhug þann og þjóð- areining, sem endurheimt hefir lýðveldi Islands, festa sannhelgan þjóðaranda í brjósti vorrar frjálsu þjóðar, við einhuga leit sannleika, dreng- skapar og réttlætis“. Fjórði sagði: „En réttur skilningur á hlut- verki þjóðarinnar, trúnaður við hið æðsta og göfugasta í fari hennar, þjóðhollusta og þegn- skapur, er grundvöllur framtíðar hlutskiptis hennar og hamingju“. Og mannfjöldinn tók undir einum sterkum rómi: Storma og ánauð stóðst vor andi stöðugur sem hamraberg. Breytinganna straum hann standi sterkur, nýr, á gömlum merg. Heimur skal hér líta í landi lifna risa fyrir dverg. En 17. júní 1944 var ekki fyrst og fremst fá- ein andartök í eilífðarrásinni, heldur öllu frem- ur hugur fólks. Hann táknaði frelsislandnám langkúgaðrar þjóðar. Og hann hélt áfram dag- inn eftir í Reykjavík. Sá sem þessar línur ritar leit höfuðborg okkar fyrsta sinn þann dag, og var með hvítan koll sem hann hafði sett upp á Akureyri þremur dögum áður. Okkur dimitt- endum 1944 þótti það spá góðu um framtíð okkar að verða stúdentar einmitt þetta vor; og okkur, sem ekki höfðum komið áður til Reykja- víkur, varð það tilefni ánægjulegra þenkinga að fyrsta ganga okkar um bæinn skyldi einmitt vera skrúðganga, farin í tilefni þess að þjóð okkar hafði í gær heimt frelsi sitt þannig að ekki yrði aftur tekið. Það var mikill dagur. Og við stóðum framan við stjórnarráðið og hlýdd- um ræðum forustumanna okkar: „Islendingar óska þess að mega lifa í friði við aðra. Mestu skiptir þó, að vér séum eigi sjálfum oss sundurþykkir. Vér vonum, að þótt vér séum fáir og lítils megnugir, megi oss takast að skapa réttan skilning á högum vorum og samúð með baráttu vorri og hugsjónum. — Þá mun oss auðnast að tryggja oss þann sess í heimi framtíðarinnar, sem vér þörfnumst og teljum oss hæfa til að skipa“. Þannig mælti einn ræðumaður. Sá næsti sagði: „Vér Islendingar munum kappkosta að koma þannig fram við aðrar þjóðir, að við öðlumst vináttu þeirra og traust. Vér munum unna öðr- um réttar og sannmælis, en halda á rétti vorum. Slíkar verða landvarnir þjóðarinnar og aðrar eigi“. Þetta voru einstakar stundir, ógleymanlegar í vonum sínum og fyrirheitum, sérstæðar um alla sögu fyrir þann unga eldmóð sem gagntók allt fólkið í landinu. Það er út af fyrir sig mikil gifta að hafa verið uppi slika daga, lifað þvílíka atburði. Við vorum komin heim á björtum mcrgni eftir myrka nótt og langa. Framundan beið allur dagurinn. Við horfðum í gleði móti verkefnum hans, og létum þegar hendur standa fram úr ermum. Framtíðin breiddi við okkur faðminn í dýrð og fögnuði. Við vorum ham- ingjusöm þjóð, og bjuggumst að auki til að gerast mikil þjóð fyrir skuld þeirrar gleði sem við sjálfir höfðum búið okkur. Við vorum það fólk sem vissi sitt hlutverk. Tíu ár eru liðin. Við hljótum að spyrja: hvar er 17. júní 1944 í íslenzku þjóðlífi í dag? Hvar er sá hugur sem þessi dagur táknaði fyrst og síðast? Höfum við efnt fyrirheit þessa dags? Hvar er þessi dagur nú í dag? Tvö dæmi svara þessum spurningum beint og óbeint: sá maður er fyrsta dag hins íslenzka lýðveldis lýsti því að kjörorð þess væri mann- helgi, hann sigaði nokkrum árum síðar vopn- uðu stjórnmálafélagi á tíu þúsundir manna er voru á öðru máli en hann um afgreiðslu ör- lagamáls. Sá maðurinn er 18. júní 1944 lýsti því yfir að einustu landvarnir Islendinga skyldu vera vinátta og traust annarra þjóða, hann hef- síðan orðið einna kappfyllstur málsvari her- búnaðar hér á landi. Þriðja dæmið má raunar nefna: einn háværasti stjórnmálamaður okkar hefur skýrt frá því að hann sjái ísland ekki sem land og ættjörð, heldur sem skammbyssu. Þess- ari skammbyssu var eitt sinn stefnt í vestur. Það var lífshlutverk þessa einkennilega sjáanda að snúa hlaupinu í hina áttina. Er við stofnuðum lýðveldið okkar stóð enn

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.