Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 34
26 STÚDENTABLAÐ ÞORVARÐUR ÖRNÓLFSSON, kennari: Fastheldni við sannleikann Vandfundin munu fegurri dæmi frelsisbar- áttu, þeirri, er háðu Indverjar undir leiðsögn Mahatma Gandhis og íslendingar undir for- ystu Jóns Sigurðssonar. Barátta beggja var langvinn og hörð, en leiddi til sigurs um síðir. Örlög réðu, og aðstæður, að hvorugir beittu sverði. Þjóð vor átti við margfalt ofurefli að etja. Henni var al- gerlega um megn að leysa sig úr viðjum með vopnaðri upp- reisn: Sá einn var íslendingum kostur að heyja frelsisstríð sitt á vettvangi andans, með afli rits og vilja. Sögu þeirrar bar- áttu þarf ekki að rekja. Indverjar voru á hinn bóg- inn miklu mannfleiri en þjóð sú er rænt hafði þá frelsi. Með traustri forystu hefði þeim varla verið ofvaxið að heyja blóðugt frelsisstríð til sigurs. Raunar er fátt trúlegra, en þeir hefðu tekið þann kostinn, ef eigi hefði til komið ofurmann- legt áhrifavald leiðtogans. Mahatma Gandhi færði þjóð sinni frábært vopn í hendur — og einstætt í baráttusögu þjóðanna: satyagraha. Saga satyagraha hófst meðal Indverja í S.- Afríku, en þangað fór Gandhi 1893 ungur lög- fræðingur til málafærslu. Dvöl hans þar varð lengri, en hann hafði í upphafi ætlað. Höfðu á undanförnum árum fjölmargir landar hans flutzt til S.-Afríku í at- vinnuleit, en verið hnepptir þar í hálfgerða þrældómsfj ötra aí hvítum mönnum, með alls kyns þvingunarlögum og óbærilegum sköttum. Sættu þeir og að öðru leyti svívirðilegri með- ferð af hendi hinnar Evrópuættuðu yfirstéttar, sem í senn hataði þá og fyrirleit. Rann Gandi þetta ástand svo til rif ja, að hann gerðist foringi þessa bágstadda fólks og leiddi það í tuttugu ára látlausri baráttu fyrir mann- sæmandi lífskjörum. Strax í upphafi mótaði hann grundvöll þeirrar baráttuaðferðar er beitt var í þessu langvinna réttindastríði í sjálf- stæðisbaráttu Indverja heima fyrir. Gaf hann henni nafnið satyagraha, en orð það er sam- sett úr hlutunum Sat: sann- leikur og Agraha: fastheldni, staðfesta. Bókstafleg þýðing þess mun því vera sem næst: fastheldni við sannleikann, en sjálfur eykur Gandhi við skýr- greiningu þess og segir það merkja sigur sannleikans með sálarkrafti og kærleika. Grundvöllur satyagraha er þolinmæði, óttaleysi, sáttfýsi, góðvild, guðstraust. Ofbeldi er ekki leyft við neinar aðstæður, jafnvel ekki í nauðvörn. I framkvæmd er satyagraha að jafnaði bundið einhvers konar óhlýðnisaðgerðum, verkfalli eða skiplögðum lögbrotum, en þátttakendur heita að taka mótþróa- og þykkju- laust afleiðingum óhlýðni sinnar. Þessi baráttuaðferð reyndist sigurstrangleg: Árið 1914 lét landstjórnin í S.-Afríku undan kröfum Indverja í meginatriðum. Sneri Gandhi þá aftur heim til Indlands. Varð hann skjótt bendlaður við sjálfstæðishreyfingu þjóðar sinn- ar, sem þá þegar var orðin býsna öflug. Lét hann þó ekki mikið á sér bera í fyrstu, en þar kom, árið 1920, að indverska þjóðþingið sam- þykkti að byggja sjálfstæðisbaráttuna upp frá því á satyagraha. Fylgdu Indverjar síðan þeirri stefnu, unz baráttan færði þeim sigur. Hér var ekki ætlazt til, að rakin yrði að neinu leyti saga hinnar indversku sjálfstæðisbaráttu. Þorarður Örnólfsson.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.