Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 29
STÚDENTABLAÐ 21 héruðum, efla samheldni og framkvæmdir og dugnað, og enginn gangi úr þeim félagsskap upp frá þessu meðan hann endist til, fyrr en vér höfum með góðu og löglegu móti öðlast full- komin þjóðréttindi og þjóðfrelsi í sambandi við Danmörku. íslendingar! Ef þér sitjið nú af yður þetta tækifæri, það bezta færi, sem fram hefur boð- izt um mörg hundruð ár til að ná frelsi og þjóð- réttindum, þá er hætt við, að slíkt komi ekki oftar, og þá lifir sú smánarminning þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að fyrir dáðleysi hennar og ósamheldi hafi Island enga viðreisn fengið, því þeir hafi beðið sjálfir um að leggja á sig ánauðarokið. Ný félagsrit IX 1849. Um Alþing . . . Það sem mest á ríður fyrir þann, sem fulltrúi á að vera, er, að hann hafi sanna, brennandi, óhvikula föðurlandsást. Eg meina ekki þá föðurlandsást, sem ekkert vill sjá eða við kannast annað enn það, sem við gengst á landinu á þeirri tíð sem hann er á, sem þykir allt fara bezt sem er, og allar breytingar að öllu óþarfar eða ómöguligar, en ef breytingar eru gjörðar sem eru móti hans geði, dregur sig óðar apturúr og spáir að allt muni kollsteypast; eg meina heldur ekki þá föðurlandsást, sem vill gjöra föðurlandi sínu gott einsog ölmusu- manni, sem einkis eigi úrkosti, vill láta um- hverfa öllu og taka upp eitthvað það sem liggur fyrir utan eðli landsins og landsmanna, eða sem hann hefir þókzt sjá annarsstaðar, vegna þess hann sér ekki dýpra enn í það, sem fyrir aug- um ber. Eg meina þá föðurlandsást, sem elskar land sitt einsog það er, kannast við annmarka þess og kosti, og vill ekki spara sig til að styrkja framför þess, hagnýta kostina en bægja ann- mörkunum; þá föðurlandsást, sem ekki lætur gagn landsins eða þjóðarinnar hverfa sér við neinar freistingar, fortölur né hótanir, skimp né skútyrði; þá föðurlandsást, sem heimfærir allt það sem hann sér, gott og illt, nytsamt og óþarft, til samanburðar við þjóð sína, og sér allt einsog í gegnum skuggsjá hennar, heim- færir allt henni til eptirdæmis eða viðvörunar. Ný félagsrit II 1842. Meísiingðmunur og mót- spymufSokkor Það er enginn skaði þó meiningarmunur sé, heldur getur orðið skaði að hversu meiningun- um er fylgt. Fullkomin samhljóðan meininga hjá mörgum mönnum getur aðeins verið, þar sem er fullkomin harðstjórn, og enginn þorir að láta uppi það, sem hann meinar, því sagði einnig Pitt hinn eldri, þegar hann réð mestu á Englandi: Hefðum vér engan mótspyrnuflokk, þá yrðum vér að búa oss hann til sjálfir. Þegar menn hafa einungis yfir augum að koma fram sínu máli með hverjum þeim brögðum, sem verða má, og níða alla, sem móti mæla, bæði leynt og ljóst, þá er málinu komið í illt horf, því þá má verða að sá hafi sitt mál, sem verr gegnir, og hrekkvísastur er eða illorðastur, einkurn þegar við einfaldan almúga er að tefla. En þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu, og hvorugir vilja ráða meiru en sannleikurinn sjálfur ryður til rúms, og auðsénn er hvoru tveggja tilgangur, að verða allri þjóðinni til svo mikils gagns, sem auðið má verða, enda leggi hvorugur öðrum það til að raunarlausu, sem ekki sómir ráðvönd- um manni, þá má slík keppni aldrei vera til annars en góðs fyrir fósturjörðina og hinar komandi kynslóðir, því drengileg mótmæli skynsamra manna og góðra eru fremsta meðal til að festa, styrkja og skerpa meiningar þeirra manna, sem nokkurt andlegt þrek er í, eins og freistingarnar styrkja og skerpa dyggðina. Ný félagsrit 1841. Menntun og fromforir Alls staðar meðal siðaðra þjóða er menntun talin aðalstofn allra framfara, andlegra og líkamlegra, og reynslan hefir sýnt að svo er. Því almennari, sem menntun verður meðal allra stétta, því nær verður komizt aðaltilgangi mannlegs félags, sem er, að sérhver einstakur maður nái þeirri fullkomnun og farsæld, sem mest má verða, og allir eiga frá upphafi jafna heimting til að öðlast. Ný félagsrit 1845.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.