Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 5 „Ástæða er til að vekja athygli á því, að einmitt á þessum sömu síðustu árum, þegar undanhaldið í stjórnmálabaráttunni hófst á Al- þingi og hinni fyrri stefnu um innlenda stjórn var snúið í öfuga átt, undir vígorðinu „stjórnar- bót“, hafði fæðst og dafnað hreyfing meðal æskumanna, sem öðlast höfðu nokkra þekking á stjórnmálabaráttunni á 19. öld, sem byggð var á þeirri hugsjón, að Islendingar ættu einir að ráða öllum málum sínum án danskrar íhlut- unar. Aðalgróðurreitur þessarar hreyfingar var í lærða skólanum og barst þaðan út um landið“. Eg get bætt því við, að leynifélag var í skólan- um, sem hélt uppi þessum áróðri, bæði innan skólans og utan, og varð vel ágengt. Formaður þess var Magnús Pétursson síðar bæjarlæknir. Til voru menn í landinu, sem sáu að þessi hreyfing mundi geta orðið áhrifarík. Dr. Björn tilfærir ummæli síra Jens prófasts Pálssonar í blaðagrein, er hann ritaði sumarið 1903. Síra Jens komst m. a. þannig að orði: „Hér er bersýnilega um ekkert annað né minna að ræða en þjóðlífshreyfing, sem er að læsa sig inn að hjartarótum þjóðarinnar, og má, ef Alþingi tekur ekki sanngjarnt og réttlátt tillit til hennar, vekja hann hita, sem hvorki núverandi-þing né núverandi Islandsráðherra mundu fá kælt, heldur getur magnast og kveikt harðari og lengri stjórnarbaráttu en hina fyrri“. Sagan sýndi það ljóslega, að síra Jens var sannspár í þessum ummælum sínum. Þannig var upphaf Landvarnarflokksins. Hann spratt upp úr deilunum um ríkisráðs- setuna og verður það eigi með sanni sagt, að sú deila hafi til einskis orðið. Það varð hlut- verk Landvarnarflokksins að vera hinn kröfu- harðasti flokkur í sambandsmálinu. Bjarni frá Vogi lýsti stefnu flokksins í sjálfstæðismálinu með þessum orðum: „Munu þeir eigi skiljast við þetta mál fyrr en yfir lýkur og ísland orðið frjálst og óháð sam- bandsland Danmerkur“. „Frjálst sambandsland“ varð vígorðið um nckkurt skeið. Merking þess var nokkuð óákveðin og tvíræð, það gat bæði merkt kon- ungssamband eitt við Danmörku og einhvers- konar málefna-samband. Það var eins og menn kynokuðu sér við að tala um sjálfstætt ríki og að telja það vera markmið baráttunnar að Island hlyti þann sess. Jafnvel á Þingvalla- fundinum 1907 varð Gísli Sveinsson að berjast sköruglega fyrir því, að orðið „ríki“ væri tekið upp í ályktun fundarins, og fékk því einu til leiðar komið, að þar var talað um „frjálst land“ í staðinn fyrir „frjálst sambandsland“. Það var eins og menn væru feimnir við að taka sér orðið „ríki“ í munn, en seinna það sama sumar talaði Friðrik konungur áttundi um „bæði rík- in“ í hinni frægu ræðu, sem hann hélt á Kol- viðarhóli, og má oss, sem þá vorum ung, enn vera minnisstætt, hversu vér fögnuðum þess- um orðum konungsins. Sú hugsun, að sjálfstæðisbaráttunni ætti að lykta og hlyti að lykta með fullkomnum skiln- aði landanna, var þá enn lítt haldið á lofti, sumir menn notuðu skilnaðinn meira að segja sem grýlu á fólkið, og áreiðanlega var þá enn ekki um neinn skilnaðarmannaflokk að ræða. En seint á árinu 1906 kom út norður á Akur- eyri bæklingur með titlinum í afturelding. Höf- undurinn var Guðmundur Hannesson, sem þá var héraðslæknir á Akureyri. Bæklingur þessi er ekki nema 132 blaðsíður í fremur smáu broti, en ég efast um að veigameiri stjórnmálapési hafi nokkru sinni verið ritaður á íslenzka tungu. Höfundurinn tók þar sambandsmálið til rólegrar og rökfastrar rannsóknar, og þar á meðal hvaða gildi sambandið hafi fyrir oss, hvað vér myndum missa, ef því yrði slitið, og hvort oss myndi unnt að standa á eigin fótum, ef til þess kæmi. Niðurstaða hans var sú, að vér myndum einskis í missa, sem vert væri um að tala, og að oss myndi fyllilega kleift að komast af einum vors liðs og að vér myndum geta innt af hendi það sem oss bæri og það sem vér þyrftum að inna af hendi sem sjálfstæð þjóð. Skilnaðurinn væri því hið rétta takmark vort og ætti að vera það. Hér er eigi rúm til að rekja efni þessa rits nákvæmlegar, en það er frábærlega vel ritað, ljóst og skýrt, og eins og vænta mátti af hönfundinum hefir hann gagn- hugsað þetta umtalsefni sitt. Hér var skilnaðar- stefnan í fyrsta sinni set fram í rækilegu máli og þannig að vai’la gat nokkur maður lagt bækl- inginn frá sér að lestri loknum án þess að hafa vaknað til umhugsunar um það efni, sem hann fjallaði um. Guðmundur Hannesson tileinkaði æskulýð landsins þetta rit sitt og sannarlega tók æsku- lýðurinn því með opnum örmum og ég er þess fullviss, að þeir voru æðimargir, er létu sann- færast af röksemdum höfundarins. Eftir þetta

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.