Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 32

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 32
24 STUDENTABLAÐ um fjölgaði. Þetta á þátt í verkafólksskorti sum árin, sem eru að líða, og gerir atvinnuhorfur mjög góðar fyrir þessa árganga ævilangt. Þjóð, sem búin er að laga hagkerfi sitt og neyzlu eftir þeirri staðreynd, að hún framfleytir allt að þriðjungi fleiri börnum og skólasetuunglingum en hún gerði áratuginn 1930—40, hefur litla löngun og möguleika til að skapa nú eins mikið atvinnuleysi og þá var öðru hverju. Ekkert nema erlendu samböndin gæti skapað kreppu, og gegn slíku vonum við þjóðin brygðist fast og gæfulega. Stórhugur og bjartsýni ætti samkvæmt horf- um að einkenna kynslóðina, sem er að byrja þátttöku í atvinnulífi þessi árin og sér, ef hún er ekki blind, fram á það, að henni eru fyrir- húin stærri hlutverk og meira atvinnuúrval en nokkurri, sem á undan var komin. Hringrás fólks milli stétta og atvinnugreina verður ör, gagnstætt ástandi kyrrstæðs mann- fjölda, þar sem sonur erfir tíðast starf föður síns og hvöt til umbreytinga og samkeppni er lítil. Hringrásin gerir það nauðsynlegt og óvirð- ingarlaust, að t. d. sérhver ungur menntamaður sé fullfær um að stunda flesta erfiðisvinnu engu miður en þeir jafnaldrar hans, sem eigi hafa landsprófi lokið, og sömuleiðis hljóta synir eða harnabörn ráðherra, lækna og prófessora, svo að nokkrar ríkisþjónustustéttir séu nefndar, að dreifast inn í ólíkustu vinnustéttir landsins. Satt er að vísu, að hér er að myndast stétt „kapítal- ista“, þar sem bróðernið er flátt mjög og gam- anið grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Þau fjármálavíg auðga og magna stéttina sem stét.t, en síður sem ættaklíku. Heldur mun söfnun auðs á færri hendur mylja fleira utan úr fylk- ingunni, sem ætlar sér í yfirstéttina, þröngva flestu drengilegasta liði hennar niður í miðstétt eða almúga eftir atvikum og verða eitt af hreyfi- öflum hringrásarinnar, eins og til að sanna hinn séríslenzka málshátt, að sjaldan endist auður í þriðja lið. Vort land er í dögun af annari öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. Liðsfjöldi milljónaherja er orðinn ónógur til að vinna stríð. En til að „vinna friðinn“, manna hvern þjóðarþegn eftir getu og vinna menningarafrek þau, sem aðeins geta sprottið úr þjóðlegum for- sendum hvers lands, virðast smáar en hraðvax- andi þjóðir færari en nokkrar aðrar að dómi mannkynssögunnar. Tvítug kynslóð fáliðans, getin í kreppunni, fermd í ástandinu, þarf nú að Iíta til lofts í ugg- vænni sprengjubjarma en fyrr hefur sézt á þess- ari styrjaröld og láta ekkert aftra sér frá að taka þær ákvarðanir, sem gera hana og þjóð- menning hennar langlífa í landinu og niðja hennar marga eins og sand á sjávarströnd. Um Ólaf ost . . . Til hvers er, segja þeir, að mæða sig á alþýðu á íslandi? hefir ekki Eggert Ólafsson reynt til að kveða þá upp með friðmálum og ógnarorðum, og hafa þeir ekki grúft sem gyltur eptir sem áður? eta þeir ekki eins enn „akarn við rætur eikarstúfa", einsog meðan Eggert var að ljóða á þá? Hverju launuðu þeir Ólafi Ólafssyni, að hann vildi kenna þeim að hagnýta búnyt sína betur enn þá og nú, með ostagjörð og ýmsum öðrum tilbúnaði? — Þeir ortu um hann níð, og kölluðu Ólaf ost! — Hverju laun- uðu þeir Jóni Eiríkssyni alla þá umhyggju, sem hann vakinn og sofinn bar fyrir þeim og vel- gengni þeirra, bæði andligri og líkamligri? Þeir vanþökkuðu honum, og hverr veit nema ergi yfir því hafi ollað að hann vildi ekki lifa. Hversu launuðu þeir Magnúsi Stephensen starfa þann, sem hann hafði til að fræða þá um svo marga hluti sem hann átti kost á, bæði um bú- skap og mart annað? Þeir kváðu um hann níð og færðu flest sem hann gjörði bezt á verra veg. Til hvers er, segja þeir, að etja við þetta fólk? Það er margreynt, að þeir sem leggja sig nokk- uð fram fyrir þess hönd ávinna sér það eina, að þeir baka sjálfum sér armæðu og ógæfu. — Slíkar hugleiðingar eru bæði smáskitligar og heimskuligar, og þar að auki byggðar á rangri ímyndun. Er það nokkur maður sem ekki þolir níðstökur óhlutvandra manna, og slíkra sem flokk þeirra vilja fylla, þegar hann framfylgir því sem hann veit sannast og réttast? Hverra nafn mun lengur uppi vera, Ólafs Ólafssonar eða þeirra sem ortu um hann níð, og hverjum mun sú frásaga verða til meiri sæmdar á öllum ókomnum öldum, þeim sem gjörðu eða honum sem fyrir varð? Þannig mun fara fyrir hverjum einum, þegar sannleikur og föðurlandsást er hans megin, en aulaháttur og sérvizka hinu- megin . . . Jón Sigurðsson (Ný fél.rit II 1842).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.