Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 16
8 STÚDENTABLAÐ TJ’}'’", þ AJÚ: M ii. . . Okkar gæfumesta mann metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt laun, tign né gjald. Sögu hennar lög og lönd leitaði upp í tröllabönd. Tók að launum æðstan auð: ástir hennar, fyrir brauð. Svo kvað skáldið Stephan G. Stephansson í minningu Jóns Sigurðssonar á 100 ára afmæli hans 1911. Síðan er rúm hálf öld liðin. Margt hefir breytzt, umturnazt og endurskapazt, en fátt á stöðugu staðið í umróti þessara byltingar- ára. Eitt er samt óbreytt. Viðhorf okkar til Jóns Sigurðssonar er óhaggað. Enn er hann mesti gæfumaður þjóðar vorrar, enn er til hans vitnað og á hann heitið, er mikils þykir við þurfa. Og enn lýsir nafn hans skýrum og hrein- um stöfum gegnum moldviðri dagana og vísar öllum ,sem sjá vilja, rétta leið, þvert á refil- stigu og gönguskeið, sem mörgum hættir til, jafnvel í mesta sakleysi, því að stundum getur saman farið að vilja vel en hyggja rangt. Fámenn þjóð á þess að jafnaði miklu síður kost en stærri og auðugri þjóðir að eignast mikilhæfa foringja, andleg stórmenni. Má ætla, að slíkt stafi einkum af því, að smáþjóð á naum- ast ráð þeirra verkefna, er vel hæfi slíkum kröftum, sambjóði þeim, þroski þá. Samt er það svo, að engum ríður meira á þvi en hinni Dr. ÞORKELL JÓHANNESSON, prófessor: JÓN SIGURÐSSON smæstu þjóð að eiga og hafa átt í sínum hópi menn, sem hún sjálf og hver einstakur maður geti mælt hæð sína við, krafta sína, alla sína hæfileika; mann, sem orðið geti öllum ungum og vaxandi mönnum fyrirmynd í keppni þeirra til manndóms og þroska og þar með giftugjafi margra kynslóða. Slíkur maður var Jón Sig- urðsson. I honum koma fram í óvenjulegum mæli allir hinir beztu eðliskostir þjóðar vorrar. Hann var gæddur hinni hvössustu greind, er lét sér aldrei sjást yfir kjarna neins viðfangs- efnis í námi, vísindastarfi, né í margháttuðum og ærið flóknum viðfangsefnum í atvinnulífi, menningarefnum og stjórnmálum aldar sinnar. I öllum þessum efnum bar hann af hverjum ein- stökum námsgarpi, fræðimanni, framkvæmda- skörungi, skólamanni og stjórnmálaforingja á sinni tíð. Hann var fortakslaust mestur fróð- leiksmaður sinnar samtíðar um sögu Islands, bókmenntir og þjóðarmenningu í öllum grein- um að fornu og nýju. Enginn maður skildi bet- ur en hann né vissi, hvar þjóðin var á vegi stödd um atvinnuefni sín öll og f jármál, né gerði sér gleggri grein fyrir því, hversu hér skyldi fram úr ráða, enda má fullyrða, að nær allir þeir menn, er forvígismenn urðu um þessi efni á síðara hluta 19. aldar, stóðu með nokkrum hætti á hans herðum, sumir nánir vinir hans og samstarfsmenn, þótt miklu yngri væri. í stjórnmálum og þá fyrst og fremst stjórnar- skrármálinu var hann í senn brennandi af áhuga og fastur fyrir, óbifanlegur. í 30 ára baráttu sinni fyrir stjórnarfarslegum réttindum þjóðar- innar brást honum aldrei kjarkur né forsjá. Eg nefndi áður skarpskyggni hans. Næsta tel ég karlmennsku hans, hugprýði og þreklyndi. Nú á dögum starfa stjórnmálamenn í flokkum, og ef í það fer gæti flokkurinn komið í staðinn fyrir alla karlmennsku og þreklyndi, jafnvel líka vit og þekkingu. í 30 ár bar Jón Sigurðsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.