Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 12
4 STUDENTABLAÐ ÓLAFUR LÁRUSSON, prófessor: I afturelding Ég hygg að mönnum megi vera það ljóst nú orðið, hversu óeðlilegt hið stjórnskipulega sam- band Islands og Danmerkur var á sínum tíma. Löndin liggja í fjarska hvort við annað. Þau eru eins ólík og tvö lönd frekast geta verið. Þjóðirnar, sem þau hafa byggt, tala hvor sína tungu, eru ólíkar að skapgerð og menn- ingu og hafa lengst af átt við ólík kjör að búa. Að því er til viðskiptalífsins tók var hvorugt landið sjálfsagt markaðsland hins. Þegar þessa alls er gætt, hlýtur sú spurning að rísa, hvort sambandið hafi átt nokkurn rétt á sér, og sé þeirri spurningu svarað neitandi, þá er það á hinn bóginn augljóst, að rétt hafi verið og eðli- legt að slíta sambandinu. Það var þá rökrétt ályktun af forsendum þeim, sem hér hafa verið greindar. Danir voru stærri þjóð og sterkari en ls- lendingar ,og rás viðburðanna leiddi því til þess, að þeir höfðu öll yfirtökin í sambúð þjóð- anna. Stjórnvaldið í málum Islands komst í danskar hendur, löggjafarvaldið, hið æðsta dómsvald og hin æðsta umboðsstjórn, og stóð svo öldum saman. Seint og síðarmeir hófu Islendingar svo frelsisbaráttu sína og fóru að krefjast þess, að fá sem mest af þessu valdi yfir þeirra eigin málum í sínar hendur. Nokkuð var það misjafnt, hversu kröfuharðir menn voru, sumir vildu fá meira, aðrir sætta sig við minna. En sjálfstæðisbaráttan hafði staðið langa tíð áður en nokkur íslenzkur stjórnmálamaður dró þá rökréttu ályktun af eðli sambandsins að lausn málsins væri sú ein, að skilnaður yrði milli landanna. Einhverjir kunnu þó að hafa hugsað svo með sjálfum sér en óttast að það myndi eigi reynast framkvæmanlegt. En ann- ars hefir efalaust vaninn ráðið hér miklu. Sam- band landanna var búið að vara svo lengi, að menn hafa átt örðugt méð að hugsa sér annað fyrirkomulag. Lengi vel litu flestir því á allt skilnaðartal sem skýjaþorgir og hugaróra. Arin næstu við aldamótin síðustu eru á ýmsan veg merkileg í sögu sjálfstæðisbarátt- unnar. Valtýskan, sem þá var ofarlega á baugi og hlaut fylgi meiri hluta alþingismanna um skeið, var undanhaldsstefna. Með henni var vikið frá þeim grundvelli, sem Jón Sigurðsson hafði lagt, og stefnunni, sem Benedikt Sveins- son og samherjar hans höfðu fylgt. Fylgismenn Valtýskunnar biðu ósigur í kosningunum 1902, en þá tók við annað og ekki betra. Alberti laumaði ákvæðinu um setu ráðherra íslands í ríkisráði Dana inn í frumvarp það til stjórn- skipulaga, er stjórnin lagði fyrir Alþingi 1902. Báðir flokkar þingsins samþykktu þetta ein- róma, þótt það færi í bága við margyfirlýstan vilja þingsins og margir óttuðust, að samþykkt þess yrði talin fela í sér viðurkenningu Islend- inga á því, að landið væri hluti af danska rík- inu og lyti grundvallarlögum þess. A þinginu 1903 var fylgi flokkanna við þetta atriði enn svo ríkt, að aðeins einn þingmaður, síra Sig- urður Jensson, þingmaður Barðstrendinga, greiddi atkvæði gegn því. Samþykkt ríkisráðsákvæðisins hafði þó ekki orðið allsendis mótmælalaus, þótt andstæðingar þess engu fengju áorkað um gerðir Alþingis. Dr. Björn Þórðarson kemst svo að orði um þetta efni í riti sínu Alþingi og frelsisbaráttan 1874— 1944.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.