Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ 13 Um félagsskap og samtök Aldrei sýnir menntan manna fagrari ávöxtu, en þegar mönnum tekst að samlaga sig til að koma fram mikilvægum og viturlegum fyrir- tækjum. Sérhver sá, sem þekkir náttúru manns- ins, veit, hversu nærri sjálfsþótti og eigingirni liggur eðli hans, og lýsir sér með margvísleg- um hætti, sem bráðlega getur raskað eða sundr- að félagsskap, ef menn vantar þann áhuga til að framkvæma tilgang félagsins, eða lag það og lempni, sem kann að greina hið meira frá hinu minna, og meta það mest, sem mest er vert. A þessu verður því meira vandhæfi, þegar hug- leitt er, að félagsskapur verður að vera byggður á jöfnum réttindum allra félagsmanna, og hver einn þó að hafa svo mikið ráðrúm, að hann geti varið öllu sínu megni tilgangi félagsins til fram- kvæmdar, ef því yrði við komið. Eigi þvílíkur jöfnuður réttinda að haldast til lengdar, er auð- sætt að mikils hófs þarf að gæta á báðar hend- ur, svo enginn missi réttinda sinna, og engum sé heldur bægt frá að vinna félaginu það gagn, sem hann getur unnið eða vill vinna. Á öllum öldum og meðal allra þjóða hefir félagsskapur verið tíðkaður frá alda öðli, en hann hefir eftir því lagast betur eða miður sem menntun þjóð- anna eður aldanna hefir verið til og þar eð menntun þjóðanna er að mestu komin undir þjóðfrelsinu, hefir félagsskapur tíðkazt mest og komið mestu góðu af stað, þar sem frelsið hefir haft fastastar rætur. Þar sem þjóðirnar hafa verið kúgaðar hefir aftur á móti vilji sjálfs stjórnarans, eða hinna voldugustu ráðgjafa hans, skorið úr, hvort félögin mætti standa eður ekki, og hefir það, eins og vita má, verið dæmt eftir því, hvort þau voru sjálfum drottnendun- um geðfelld eður ekki. En þegar í slíkt horf er komið, þá misstist allt það, sem lífgar og glæðir félagsandann og áhugann á öllu hinu góða, sem félagsskapur og samtök mega til leiðar koma, menn bera það allt saman við álit eða smekk hinna æðstu höfðingja, og fallast á það eða fella það eftir því sem þeir heyra það sé dæmt á æðri stöðum; sumum þykir og sem stjórnar- menn einir eigi með að ganga á undan í hverju nytsömu fyrirtæki og þykir ekki hæfa að neinn annar verði fyrri til þess; og svo er þessi skoð- unarmáti ríkur hjá allmörgum, að fyrr liggja þeir stjórninni eða valdamönnum á hálsi, fyrir það þeir taki ekki upp á einhverju sem nytsamt þykir, heldur enn þeir taki upp á því sjálfir, með tilstyrk annarra manna, sem þeim verða samdóma um nauðsyn fyrirtækisins. Jón Sigurðsson. verja, því að hann sendi bróður sinn gagngert á fund Gissurar til að vara hann við. Tæplega hefur Hrafni gengið til nein ást á Gissuri jarli, en hitt hefur hann óttazt, að ef Gissur yrði felld- ur mundi röðin koma að honum sjálfum á eftir. Og sennilega hefur Hrafni verið vel ljóst sambandið milli uppreisnar Oddaverja gegn Gissuri og ófriður Sturlu og Snorra gegn hon- um sjálfum árinu áður. Ekki er ólíklegt, að báðar þessar uppreisnir hafi verið í sambandi við áform Vigfúsar Gunnsteinssonar eftir sætta- fundinn hjá Iðu, þar sem hann bar sættarorð milli Svínfellinga, Oddaverja og flokks Sturlu Þórðarsonar og Staðarmanna. Framkoma Vig- fúsar í sambandi við þau mál, ofurkapp hans að koma á sættum, verður tæplega skilin, nema hann hafi ætlazt til, að sættargerðin yrði upp- haf annars og meira, en þá er varla um annað að ræða en baráttu gegn umboðsmönnum kon- ungs, Gissuri og Hrafni. En öll þessi áform fóru út um þúfur, aðgerðirnar voru ekki samstilltar, svo að allt fór í handaskolum, og Vigfús sjálfur gugnaði, þegar til kastanna kom. En þáttur hans í íslenzkum stjórnmálum á þessum árum er líklega mun meiri en almennt hefur verið talið. Þessar síðustu tilraunir til að skapa samstillt bandalag gegn umboðsmönnum erlenda valds- ins á Islandi fóru út um þúfur og bar margt til þess. Þeir, sem að þeim stóðu voru ef til vill litlu eða engu betri Islendingar en konungs- menn, fyrir þeim vakti án efa fyrst og fremst valdabrölt, en ekki þjóðlegar hugsjónir. Þeir geta því ekki talizt neinar sjálfstæðishetjur, þó að barátta þeirra beindist gegn umboðs- mönnum konungs. Þegar þjóðveldið leið undir lok var íslenzka þjóðin þreytt, dauðþreytt á inn- anlandsófriði og þrautpínd af ófriðarflokkum höfðingjanna, sem fóru eins og engisprettur um landið. Friðurinn kom, en hann var greidd- ur dýru verði, frelsi þjóðarinnar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.