Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 9 einn uppi stjórnmál íslands. Að vísu má segja, að öll þjóðin fylgdi honum, en án hans var þessi stærsti flokkur löngum höfuðlaus her frá önd- verðu og þvínæst sundrað lið, ef hans hefði ekki við notið. Um hans daga áttu óánægðir stjórnmálamenn, sem langaði til að pota ofboð- lítið fyrir sig, ekki annars kost en að hverfa í dárakistu hinna konungkjörnu, eða sitja á strák sínum. Hitt geta menn svo hugleitt af tómi, hvað það hafi kostað Jón Sigurðsson að halda fylgismönnum sínum vakandi og við efnið öll þessi ár, við úrslitalaust þóf, vonlitla baráttu, sem ekkert gaf af sér nema óvild ríkisstjórnar- innar og úlfúð flestra, sem á þeim dögum áttu peninga eða stýrðu helztu áhrifastöðum, og hafa sjálfur engan efnalegan bakhjarl, verða að treysta eingöngu á handafla sinn. Vel var það ráðið að gera afmælisdag Jóns Sigurðssonar að þjóðminningardegi. Fögur árs- tíð og flekklaus minning hins ágætasta manns er hæfileg umgerð þess dags ,sem öðrum framar er til þess valinn að rifja upp liðna sögu og skyggnast fram á veginn, ef hans er notið svo sem vera ber. Það er góður siður að leggja blómsveig á varða Jóns Sigurðssonar og leiði hans, halda smátölu í útvarp og draga þjóð- fánann að hún, gera sér dagamun. En allt er þetta samt aðeins fallegar umbúðir um kjarna málsins, og hér er sú hættan á, að kjarninn hverfi í tómar umbúðir. Slíkt er svo sein ekkert eindæmi. Jólakvöldið okkar fer löngum á þá leið. Mannlegt eðli seilist að jafnaði hvorki til mikillar hæðar né dýptar, nema það sé til þess knúið. ,,Astandskrafan“ er þess fremsta krafa. Jóni Sigurðssyni hefði að öllu sjálfráðu ekki crðið mikið lið í því í fjárhagsdeilunni forðum! En Jón Sigurðsson kunni öllum mönnum betur lagið á því, að fá menn til að taka sig saman í hettunni og gera meira en þeir gátu, vilja meira en þeir orkuðu hversdagslega. Ég ætla, að sá kraftur fylgi honum og minningu hans enn í dag. Fáir íslenzkir stjórnmálamenn hafa haft slíkt aðdráttarafl fyrir æskumenn og hann. Um 30 ára bil var hann í raun og sannleika — ekki aðeins í anda — leiðtogi íslenzkra stúdenta. Ég veit um þó nokkra, sem voru miklir menn undir handarjaðri hans, að vísu minni síðar en vænta mátti, en hvað um það. Vafalaust urðu þeir allir meiri menn en ella af því að kynnast honum. Og enn í dag ætla ég, að íslenzk æska, íslenzkir stúdentar, geti sótt til hans sitthvað af því, sem þjóð vor þarfnast nú mest: Hugsunarskerpu, ást og þekkingu á þjóðlegum fræðum og menn- ingu, ráðdeild og fyrirhyggju um dagleg efni, en um fram allt karlmannshug, einbeitni, sann- leiksást og kærleika til alls, sem íslenzkt er. Honum juku þrautir þrek, þrekið sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann var stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Hismið og kjarninn En það er vcnandi, að mönnum lærist smám saman að skilja aðferðina frá efninu, hismið frá kjarnanum, og það er víst, að þetta verður því hægra, sem fleiri taka hin almennu mál ,og leiða skoðunarmáta sinn fyrir alþýðu sjónir, það verð- ur bæði málunum sjálfum, þeim sem um þau hugsa og alþýðu að hinu mesta gagni, og þar er eina rétta aðferðin til að koma sem mestu góðu og gagnlegu til leiðar. Undir hinu finnst mér minna komið, að gjöra sér far um að leiða oss fyrir sjónir hvað vér séum ónýtir, nema oss sé sýnt um leið, hvernig vér getum rekið af oss ámælið og vaknað á ný til dáðar og dugnaðar, að sýna hvað landið sé hart og hrjóstrugt í samanburði við önnur lönd nema sýndir séu um leið fjársjóðir þeir, sem opnir liggja fyrir oss bæði á landi og sjó og ráð þau, sem hafa skuli til að ná í þá sem dýpst. Þó vér séum lítil- sigldir, áræðislausir og efnalitlir nú sem stend- ur, þá eru það manna dæmi, og mögulegt úr að ráða, ef menn vilja leita allra bragða, og ég er fyrir mitt leyti sannfærður um, að sá kjark- ur og skynsemi búi enn í Islendingum, ef þá brestur ekki vilja og áræði til að taka til þeii'ra, að þeir eigi kost á með tímanum að reisa við, og það að noltkru ráði. Um það sannfærir mig þekking sú, sem ég hefi á kostum landsins og sögu þess, og á lundernisfari innbúanna, og ég er ekki farinn að trúa því enn, að nákvæmari þekking á hvoru tveggja muni svifta mig þeirri sannfæringu, sem alltaf hefir vaxið eftir því sem ég hefi kynnt mér það betur. Jón Sigurðsson (Ný fél.rit 1842).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.