Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 22
14 STUDENTABLAÐ BJARNI BENEDIKTSSON, blaðamaður: 17. JÚNI 1944 Sumir eru að halda því fram, í ofmetnaði þeim er leiðir af smæðarkennd, að við séum eitthvað gáfaðri en aðrar þjóðir. Slíkt er vita- skuld hin mesta firra. Hitt er rétt að örlög okkar hafa verið sérkennileg um margt. Til dæmis munu fáar hvítar þjóðir hafa lotið öllu grimmari kúgun en íslendingar á 17. og 18. öld. Líklega hefur heldur engin hvít þjóð legið fyrir dauða jafnlangan tíma, vafalaust engin komið slyppari út úr nótt kúgunarinnar en við — og sloppið þó. Aðeins eitt var okkur léð: tungan, þær bækur sem á henni voru skráð- ar, þau ljóð sem á henni voru ort. En hér stóð ekki steinn yfir steini í upphafi fyrri ald- ar, við lágum á knjánum með tvær hendur galtómar, — um langan tíma hafði helmingur þjóðarinnar eða meir fallið úr sulti og hungursóttum, þeir sem ekki voru hengdir eða sökkt í vatn fyrir viðleitni sína að halda kynslóðinni við. Fyrir þessar sakir verður einnig sjálfstæðisbarátta okkar á fyrri öld tiltölulega einstök í sinni röð, og árangur hennar ekki síður: það var allt að því öryrkja fólk er skyndi- lega tók að berjast fyrir frelsi sínu á fyrri ára- tugum aldarinnar — eins og frelsið skipti hana meira máli en brauðið, eins og sjálfstæðið væri henni meira virði en þak yfir höfuðið. Við höf- um alltaf skilið hlutina andlegri skilningu. Hinni merkilegu sjálfstæðisbaráttu okkar lauk formlega með minnisstæðum hætti 17. júní 1944 á Þingvelli við Öxará. Ef til vill hefur engin þjóð nokkru sinni lifað slíkan dag í sögu sinni. Næstu mánuðirnir á undan bentu til þess hvað verða mundi þennan dag: að öll þjóðin mundi hafa eina sál. Að vísu höfðu nokkrir áhrifamenn í einum flokki reynt að kasta stein- um í strauminn; og sendiherra þess ríkis, er þá sem nú hafði her í landinu, var látinn flytja íslenzkum yfirvöldum skrýtn- ar orðsendingar. En eins og jafnan verður, þegar fólkið sjálft stendur sameinað, fengu þessir tignarmenn ekki að gert. I þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslagasamningsins greiddu ÐS.ö'X kosningabærra manna í landinu atkvæði, en af þeim greiddu 99Vzc/( atkvæði með stofnun lýðveldis. Þjóðin ákvað að frelsi hennar yrði formlega staðfest 17. júní seinna um vorið. Þann dag voru samankomnir á Þingvelli fleiri Islendingar á einum stað en nokkru sinni fyrr eða síðar. Enginn sem þar var staddur kveðst nokkru sinni gleyma þeim stundum. Þó himinn væri dökkur var hugur fólksins því um bjartari þennan dag, þegar saga þess um nærfellt sjö aldir hafði náð marki að lokum. Og þúsundirnar sungu einum rómi: „ . . . svo aldrei framar íslands byggð / sé öðrum þjóð- um háð“ — orð sem lýsti til fulls tilgangi allrar sjálfstæðisbaráttu okkar, orð sem gagntók hvert hjarta þennan eilífbjarta rigningardag. Ræðu- mennirnir gengu fram hver á fætur öðrum, og leituðust við það eitt að segja hug sinn — og fólksins, lýsa gildi stundarinnar. Einn sagði: „í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varð-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.