Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 17.06.1954, Blaðsíða 24
16 STÚDENTABLAÐ yfir mesta styrjöld er saga greinir. Henni lauk að vísu með sigri þeirra þjóða er hjarta okkar hafði samstöðu með, en sú veröld er reis af rústunum var þó ekki eins einleikin og úrslit stríðsins gátu bent til. Það voru enn til þjóðir sem ekki höfðu enn lifað sinn 17. júní, og önn- ur ríki er ekki renndu hýru auga til slíkra daga. Kapítalismanum hafði mistekizt nasisminn svo hrapallega að sósíalisminn kom sterkari út úr styrjöldinni en hann hafði gengið til hennar. I trausti þess að vestræn ríki hefðu háð styrjöld- ina fyrir ástar sakir á hugsjónum og réttlæti, tóku ýmsar nýlenduþjóðir að falast eftir rétti sínum; fjölmennasta ríki jarðar tók sér að lok- um fyrir eigin styrk þann rétt sem því bar. Af sjálfu yfirgangseðli kapítalismans og vegna rís- andi sjálfsvitundar fólksins vítt um heiminn taldi eitt stórveldið sér haldkvæmt að njóta hernaðaraðstöðu hér á landi, og má gera þá löngu sögu örstutta: meirihluti íslenzkra valda- manna féllst á að veita þessi ítök. Dagurinn mikli, 17. júní 1944, var svikinn, eining þjóðar- innar var rofin, það var hætt við að byggja hér upp sjálfstætt og óháð friðarríki, en í staðinn hafnar hér hernaðarframkvæmdir, vinnuaflið tekið úr íslenzkum atvinnuvegum og látið leggja flugbrautir og sópa gólf fyrir erlent fólk. Til að afla okkur þeirrar vináttu og þess trausts, sem maðurinn við stjórnarráðið talaði um, vor- um við látin taka okkur stöðu við hlið þeirra sem í fjarlægum löndum tóku að sér að berja niður samskonar baráttu og þá sem við hófum á öndverðri fyrri öld. Og við áttum að vera reiðubúnir að deyja fyrir einhvern óþekktan málstað ef svo vildi til að styrjöld yrði hleypt af stokkunum. Þetta hét að vernda heiður ætt- jarðarinnar með árvekni og dyggð. Þetta var kallað að leita sannleika, drengskapar og rétt- lætis. Þetta var sá sess sem við töldum okkur hæfa til að skipa. Hér er komið að örlagamálum Islendinga á líðandi stund, málum sem reynt verður að falsa í ræðum og skrifum í dag. Mig langar að drepa hér aðeins á eina spurningu, sem verður sér- staklega áleitin á bakgrunni þessa dags fyrir tíu árum, þegar öll þjóðin mættist í fögnuði: hvar er komið gleði íslendinga? Þjóð er því aðeins hamingjusöm að hún lifi í samræmi við innstu hugsjónir sínar. Fyrir tíu árum áttum við leik á borði að skapa hér blóm- legt þjóðlíf, þar sem hverjum þegni veittist færi á að lifa mannsæmu lífi. Það var tekið að kaupa og smíða framleiðslutæki er færðu okkur auð af gnóttum hafs og moldar. Og við bjuggumst til að standa vökulan vörð um þann arf sem við þó áttum: bókmenntir, andlega reisn, friðar- hugsjón. Það var allt þetta sem gaf hug okkar fyllingu á dögum lýðveldisstofnunarinnar. Nú hefur þetta verið svikið, og þessvegna er gleði okkar brugðið. íslenzkum mönnum þykir ekki gaman að sópa gólf suður á Miðnesheiði — þeir stofnuðu ekki lýðveldi sitt í því augnamiði. íslenzkum mönnum þykir ekki gaman að sam- neyta erlendum hermannaskríl — þeir stofn- uðu lýðveldi sitt til að búa hér einir að sínu. íslenzkum mönnum þykir ekki gaman að horfa á amerískar morðkvikmyndir, sem eru látnar flæða yfir landið til að lækka reisn þjóðarinnar — þeir stofnuðu lýðveldið til að lesa góðar bækur, opna heimsmenningunni hliðin að land- inu. En það er einmitt þessi vangleði fólksins sem smátt og smátt mundi gerast traustasti samherji hernámsaflanna, ef það sameinaðist ekki til virkrar baráttu gegn þeim. Aðeins í baráttu mundi endurheimtast hin týnda gleði íslenzku þjóðarinnar. Henni mundi síðan borg- ið í frjórri önn að uppbyggingu samfélagsins. Frelsi er alltaf öðrum þræði spurning um ham- ingju. Nú eru á lofti ýms teikn þess að þjóðin láti ekki öllu lengur við svo búið sitja. Æ fleiri skilja það nú dýpsta skilningi að hernám lands- ins 1951 var aðeins leikur í pólitísku tafli stór- veldis, að íslandi var ekki ógnað úr neinni átt — og þó einhverjum hafi einhverntíma verið einhver vörn í herliði í landinu, þá er nú loku skotið fyrir þá vörn eftir að kjarnorkuvopn hafa fullkomnazt svo sem raun ber vitni. Einn flokk- ur hefur alla tíð staðið heill og óskiptur gegn er- lendum ítökum á íslandi, í fyrra var annar flokkur reistur til að vinna gegn hernámsöfl- unum, nýlega hefur aðalmálgagn þriðja flokks- ins lýsti því yfir að snjallast sé að herinn fari heim til sín, dagblað annars stjórnarflokksins hefur haft við orð að það sé svo sem hægt að segja upp ,,varnarsamningnum“. Allt ber þetta vott um þrýstinginn neðan frá: það er fólkið sjálft sem er að rísa upp til andmæla og and- stöðu. Leiðarahöfundar í blaði auðmanna- flokksins eru þeir einu sem enn þora að halda því fram öðru hvoru að hernámið sé gott fyrir- tæki. Þetta er, þrátt fyrir allt, hið gleðilega

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.