Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 11
STÚDENTABLAÐ 11 muni þess. Skal efni þessara samninga og álykt- ana ekki rakið nánara hér. Eins og áður er vikið að, náðist hinsvegar ekkert samkomulag á ráðstefnunni um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu. Þó varð sam- komulag um veigamikið atriði í þessu sambandi, sem mikla þýðingu hefur fyrir Islendinga. Eru það ákvæðin, sem heimila að draga beinar grunnlínur þvert yfir flóa og firði, að gættum vissum skilyrðum. Er þar byggt á svipuðum sjónarmiðum og er grunnlínur voru ákveðnar með reglugerðunum 1952 og 1958 um fiskveiði- landhelgi Islands. Alþjóðalaganefndin hafði eins og áður segir heldur ekki treyst sér til að gera tillögu um víðáttu lögsögu strandríkja. Lét hún sér nægja að taka fram, að hún teldi 12 mílur vera hámark, en benti um leið á að ekki væri samkomulag um svæðið frá þremur til tólf mílna fjarlægð frá ströndinni. Kom fram á ráðstefnunni fjöldi tillagna um víðáttu landhelginnar. Eins og við mátti búast lögðu brezku fulltrúarnir snemma fram tillögu um að landhelgin skyldi vera þrjár mílur. Aðrar tillögur miðuðu við 4, 6 eða 12 mílur. Tillögur þær, sem mest átök urðu um voru tillögur Kanada annarsvegar og Bandaríkja Ameríku hinsvegar. Tillaga Kanada var þess efnis, að landhelgin skyldi vera 6 mílur, en þar fyrir utan 6 mílna svæði þar sem strandríkið hefði yfirráð yfir fiskveiðum (upphaflega var í tillögunni gert ráð fyrir 3 mílna landhelgi og' 9 mílna viðbótar- svæði). Hér var því greint á milli landhelgi og fiskveiðilögsögu, svo sem gert hefur verið af hálfu Islands mörg undanfarin ár. Við meðferð málsins í nefnd var felld tillagan um sex mílna landhelgi, eins og yfirleitt allar tillögur um landhelgi sem slíka. Hinsvegar náðist samþykki meiri hluta í nefndinni um 12 mílna fiskveiði- lögsögu, en tillagan náði ekki fram að ganga á allsherjarfundi, þar s.em tilskilinn er % meiri hluta atkvæða, þótt hún næði meiri hluta atkvæða (35 þjóðir greiddu atkvæði með tillög- unni, en 30 á móti). í bandarísku tillögunni, sem mikill styr stóð um, var einnig greint á milli landhelgi og fisk- veiðilögsögu, þannig að landhelgin skyldi vera 6 mílur, en þar fyrir utan 6 mílna fiskveiðilögsaga til viðbótar. Þó skyídi þegnum þeirra ríkja, er stundað hefðu fiskveiðar á þessu 6 mílna við- bótarbelti undanfarin 5 ár, heimilt að halda þeim veiðum áfram. Með öðrum orðum, ef til- lagan hefði náð fram að ganga, hefði raunin orðið sú fyrir Island, að erlendum togurum hefði verið heimilt að veiða á 6 rnílna viðbótar- beltinu og hefði því fiskveiðilögsaga Islands orðið 6 en ekki 12 mílur, eins og nú er, eða eins og íslenzka sendinefndin skýrði bandarísku tillöguna og frægt er orðið: 6 plús 6 mínus 6. Bandaríska tillagan náði heldur ekki fram að ganga( hlaut 45 atkvæði en 33 á móti), þótt mikið kapp væri lagt á að vinna henni fylgi. Fylgdu Bretar nú tillögu Bandaríkjanna, þótt þeir hefðu í upphafi ráðstefnunnar lýst því yfir, að þeir myndu aldrei víkja frá „reglunni“ um þriggja mílna landhelgi. Islendingar fylgdu tillögu Kanada um 12 rnílna fiskveiðilögsögu sem almennri reglu. Bar íslenzka sendinefndin jafnframt fram sérstaka tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggir af- komu sína á fiskveiðum undan ströndum og reynslan sýni, að nauðsynlegt sé að takmarka hámarksafla utan fiskveiðilögsögunnar, beri hlutaðeigandi ríki forgangsréttur til fiskveiða á því svæði samkvæmt því, sem nauðsynlegt er til þess að fullnægja þörfum þjóðarinnar. Til- laga Islendinga var samþykkt með meiri hluta atkvæða í nefnd og fékkst einnig samþykkt á allsherjarfundi með 30 atkvæðum gegn 21, en náði ekki tilskildum % hluta atkvæða. Þótt vitneskja hefði fengizt á ráðstefnunni í Genf um að engin tillaga nyti meira fylgis en tillagan um 12 mílna fiskveiðilögsögu, var nið- urstaðan sú, að ráðstefnan gafst upp við að af- greiða reglur um víðáttu landhelgi og fisk- veiðilögsögu. IV. Er Genfarráðstefnunni 1958 var lokið, lá fyr- ir, að allar tilraunir, sem gerðar höfðu verið um 10 ára skeið til að fá settar reglur á alþjóða- vettvangi um víðáttu landhelgi og fiskveiðilög- sögu, höfðu reynzt árangurslausar. Fyrirsjáan- legt var, að eyðing fiskistofna við strendur Is- lands vofði yfir vegna ofveiði útlendinga, ef ekki yrðu gerðar nýjar ráðstafanir til að vernda stofnana og þar með lífsafkomu þjóðarinnar. Reglugerðin, sem sett var árið 1952, er fisk- veiðilögsagan var ákveðin 4 mílur, hafði haft heillavænleg áhrif, en fljótlega kom í ljós, að 4 mílna fiskveiðilandhelgi reyndist ófullnægj- andi. Við svo búið mátti ekki standa. Genfar-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.