Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 15
STUDENTABLAÐ 15 Dr. JÓHANNES NORDAL, bankastjóri: Út af eyðimörkinni Ný ríkisstjórn hefur tekið við stjórnartaum- unum. Og nú bíður þjóðin aðgerða hennar til lausnar á þeim vandamálum, sem við er að etja í efnahagsmálum. Þessi vandamál eru í grundvallaratriðum hin sömu og glímt hefur verið við þráfaldlega á undanförnum árum: al- mennt jafnvægisleysi, sem hefur átt rætur sínar að rekja til óraunhæfrar gengisskráningar og umframeyðslu í þjóðarbúinu. Þessi vandamál hafa hins vegar tekið á sig ýmsar myndir. Stundum hefur afkoma útflutningsatvinnuveg- anna og yfirvofandi rekstrarstöðvun þeirra verið höfuðáhyggjuefnið. Stundum hafa blasað við óstöðvandi víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, og eins og nú standa sakir er brýnasti vandinn fólginn í fyrirsjáanlegum halla í fjár- málum ríkisins og útflutningssjóðs á næsta ári. En þótt ytra form vandamálanna hafi þannig verkalýðssambandsins danska, C. V. Jernert, forstjóri, Hans L. Larsen, verksmiðjueigandi, E. Meulengracht, prófessor, John Petersen Dalum, forstjóri, Poul Reumert, leikari, Hakon Stangerup, dr. docent, Knud Thestrup, dómari og H. Öllgaard, biskup. Engar sögur fara af því enn, hvaða undir- tektir þessi tillaga hafi fengið, en hvað sem því líður þá er enginn efi á því, að tillögur slíkar sem þessi, eru málstað vorum til styrktar, og vér megur vera þakklátir öllum þeim, sem eiga hlut í því. verið breytilegt frá ári til árs og hverjar nýjar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að ráða bót á þeim, verið með sínu sniði, hefur þó niðurstaðan að lokum ætíð orðið á einn veg: áður en ár hefur verið liðið hafa ný vandamál verið sprottin upp í stað þeirra, sem síðast voru leyst. En hin varanlega lausn efnahagsmálanna, sem svo oft hefur verið talað um, er ókomin enn og ekki að furða, þótt margir séu farnir að trúa því, að áframhaldandi verðbólga og haftapólitík hljóti ætíð að verða hlutskipti Is- lendinga, og hagi lífi sínu í samræmi við þá skoðun. Þegar fyrir dyrum stendur að gera nú enn eina tilraun til þess að leysa þessi vandamál, er ekki úr vegi að spyrja, hvers vegna allar sambærilegar tilraunir undanfarin fimm ár að minnsta kosti hafi farið á einn veg. Er hin „varanlega lausn“ hnoss, sem Islendingum er af óviðráðanlegum ástæðum meinað að hreppa, eða er þessi hrakfallasaga af því sprottin, að ekki hefur verið rétt á málum haldið? Að sjálfsögðu er ekki í svo flóknu máli um neina eina skýringu að ræða, er svari öllum spurningum. Hins vegar er ég þeirrar skoðun- ar, að allar aðgerðir í efnahagsmálum undan- farin ár hafi haft fólginn í sér einn veikleika, sem nægi til þess, að þær hlutu að mistakast: þær hafa aldrei verið nógu róttækar til þess, að almenningur fengi raunverulega trú á, að þær gætu leyst vandamálin til fulls. Þær hafa alltaf átt að vera skref í áttina, en aldrei loka- átakið. í þessu hefur láðst að taka tillit til þess, sem ef til vill er mikilvaægasta atriðið í stjórn efnahagsmála í frjálsu hagkerfi, en það er sú nauðsyn að vinna traust fólksins sjálfs. A meðan menn eru enn þá sjálfráðir gerða sinna, að minnsta kosti að miklu leyti, getur engin stefna í efnahagsmálum náð tilætluðum árangri til lengdar nema almenningur hafi trú á henni.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.