Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 20

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 20
20 STÚDENTABLAÐ Sr. BJARNI JÓNSSON, vígslubiskup: A víð og dreif Tij’G lít á tekjur mínar og útgjöld, er ég fyrir 56 árum bjó á Garði í Kaupmannahöfn. Af handahófi virði ég fyrir mér upphæðirnar í febrúar 1903. I byrjun mánaðar hefi ég í hönd- um 50 krónur. En nú byrjar eyðslan: Miðdegis- verður fyrir allan mánuðinn kr. 13,33, bók- salanum greiði ég 5 kr., kaupi borðdúk fyrir 65 aura, skrifborð kaupi ég af stúdent, er heitir Höjer, og fæ það fyrir kr. 1,50. Einn liður út- gjaldanna heitir: Bað, kaffi, skóreimar 53 aurar. Peningarnir hurfu, og við hin daglegu útgjöld bættist, að ýmsir vildu fá lán hjá mér. En margir þeirra greiddu mér aftur. Sé ég, að einn vinur minn, er síðar varð mikilsvirtur ráðherra, borgar mér kr. 1,50. Kom sér það vel. Eg varð einnig að fá lán og minnist velgerðar- manna minna. Lárus Fjeldsted lánar mér 2 krónur. Bókfærslan er á því tímabili nokkuð ónákvæm, svo að ég get ekki séð, hvort ég er búinn að borga honum skuldina. I þessum sama mánuði eyði ég 70 aurum í Konunglega leik- húsinu, en aðgöngumiðinn var mér gefinn. Eg hefi viljað líta vel út í leikhúsinu. Þess vegna læt ég snyrta mig á rakarastofu og greiði 25 aura. Það var stundum erfitt að láta tekjur og út- gjöld standast á. En ekki dugði að leggja árar í bát. Man ég fagra sólarstund, er ég sat undir linditrénu, Garðprófasturinn, Julius Lassen prófessor, kom til mín og ávarpaði mig. Eg stóð upp og hneigði mig. Prófessorinn sagði: „Peder Madsen prófessor biður yður að koma til viðtals.“ Ég hugsaði: „Hvað hefi ég gert? Er ég nú brotlegur við háskólalögin?“ Ég setti upp hreinan flibba, gekk að heimili prófessors- ins, hringdi bjöllunni og fann hjartsláttinn. Dyrnar opnuðust og prófessorinn virti mig fyrir sér, en ég var eitt spurningarmerki. Sagði ég til nafns míns. Prófessorinn sagði: „Þér eigið að fá dálítinn styrk eða réttara 2 styrki, sam- tals 19 krónur“. Bjarni Jónsson, stud. theol. á Regensen (Garði) í Kaup- mannahöfn. Ég varð undrandi og hrærður í huga þakk- aði ég og kvaddi hinn merka mann virðulega. Mánuði síðar fékk ég samskonar skilaboð frá Henrik Scharling, og hann rétti mér 17 kr. og 50 aura. Það er ekki mikill vandi að lifa, þegar manni berast svo óvæntar tekjur. En auður þessa heims hverfur oft skyndilega, og aftur er sagt: „Nú er þröngt fyrir dyrum. Hvernig má nú leysa vandann?“ Ásamt nokkr- um vinum sat ég uppi í lestrarstofunni á Garði. Það var talað um fátæktina. Þar lá á borðinu bók, sem gaf upplýsingar um ýmsa styrki. Ég sagði: „Um þetta sæki ég“. Hvað er það? spurðu vinir mínir. Ég svaraði: „Hér er frá því skýrt, að á 18. öld hafi Herslet biskup stofnað sjóð til styrktar stúdentum frá Þránd- heimi, en til mála geti komið, að íslenzkur guð- fræðistúdent verði styrksins aðnjótandi, og sé sjóðurinn í vörzlum Sjálandsbiskups.“ „Ætlar þú að sækja um styrkinn?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.