Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 21
STÚDENTABLAÐ 21 Þannig spurðu hinir fátæku vinir. „Auð- vitað“, og þegar í stað skrifaði ég bréf, sótti um styrkinn, vandaði utanáskriftina til Sjá- landsbiskups, og setti bréfið í póstkassann. Það var hlegið dátt að þessu tiltæki. Nokkrum dögum síðar kom rauðbúni póst- þjónninn og afhenti mér bréf undirritað af Skat Rördam biskupi, og í því bréfi er mér tjáð, að mér séu veittar 80 krónur, sem út- borgist 4 sinnum á ári, 20 kr. í hvert sinn. Næsta dag var ég í skrifstofu biskupsins og veitti peningunum viðtöku. Það var auðugur maður, sem þá gekk um á Frúartorgi. Garðprófasturinn barði að dyrum hjá mér og sagði: „Viljið þér koma inn til mín, svo að við getum talað þar saman“. Eg fylgdist með honum. Hann sagði: „Eigið þér kjólföt?“ Því svaraði ég neitandi. Prófasturinn sagði, að Lange Miiller, hinn frægi tónsnillingur, hefði sent kjólföt, sem ætti að gefa einhverjum stúdent á Garði. Ég mátaði fötin inni hjá próf- astinum og hann horfði á mig með ánægju- brosi. Upp frá því dáðist ég að tónsnild Lange Múllers, og ég var ófeiminn við stúlkurnar á fundi í Islendingafélaginu, er ég var klæddur hátíðarskartinu. En þó að menn eigi kjólföt, þurfa þeir að borða. Þess vegna þarf að auka tekjurnar. Ég sá auglýst, að stúdent gæti fengið miðdegis- verð, ef hann vildi lesa lexíur með skóladreng, sem þyrfti leiðsagnar við. Sótti ég um stöðuna og hlaut hnossið. Drengurinn var latur og sagði oft við mig: „Nú er áreiðanlega búið að leggja á borðið.“ Þetta var hjá frú Lene Olsen í Vimmelskaftet, og trúði því enginn, að ég væri í fæði á svo fínum stað. Nokkrir stúdentar eltu mig þangað til þess að fullvissa sig um, hvort ég sagði satt. Þeir fylgdu mér að dyrunum, og ég sagði: „Ég get því miður ekki boðið ykkur inn“. Dönsk stúlka vildi læra íslenzku. Vinstúlka hennar þekkti mig og hrósaði mér. Ég á enn bréfið frá stúlkunni, sem vildi læra. Spyr hún mig, hvenær kennsla geti hafist og hve hátt kennslukaupið verði. Kenndi ég henni í heim- kynnum foreldra hennar á Austurbrú. Faðir hennar var gamall, auðugur skipstjóri. Meðan ég var að kenna hinni fallegu stúlku, var gamli maðurinn oft í næsta herbergi, og var opið í milli. Faðir hennar lét sem hann svæfi, en ég hafði grun um, að hann væri vakandi. Á þessu heimill naut ég mikillar gestrisni. Stúlkan hét Elisabeth Krohn. Hvar skyldi hún nú vera? Það er ótrúlegt, en satt, að er ég bjó á Garði, voru nokkrir stúdentar í fæði hjá mér, borðuðu árdegisverð. Þeir skáru niður brauðið og smurðu, en ég bjó til kaffi. Allt, sem tilheyrði mötuneytinu var ritað inn í sameiginlega við- skiptabók, og fór greiðsla fram um mánaðar- mót. Aðalfundur var haldinn, og þá lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Endurskoðandi gerði þá athugasemd, að keyptar hefðu verið 4 sandkökur (40 aurar), en þær hefðu ekki sést á borðinu. Ég sagði, eins og satt var, að þær hefðu verið ósýnilegar gestunum, og enga skýringu væri hægt að gefa á þessum útgjalda- lið. Samt var fundinum slitið með þakkarorð- um til mín. Þegar ég rifja upp fyrir mér þessar minn- ingar, hugsa ég oft um þessi orð: laeta pauper- tas. Ég hugsa oft, er ég minnist þessara glöðu daga og hinnar glöðu fátæktar, orða Páls post- ula, er hann segir: „Eins og fátækir, en auðg- um þó marga, eins og öreigar, en eigum þó allt“. Ég minnist Garðvistar minnar með hátíðar- gleði. Þar eignaðist ég góða vini og átti þar margar glaðar stundir. Man ég hve hreykinn ég var, er ég í samkvæmi á Garði hélt mína fyrstu ræðu. Það var eitt haustkvöld árið 1903 og var þar mikill fögnuður æskunnar. Ræðu- maður skyldi standa á stóli, svo að rödd hans heyrðist um allan salinn. Ræðu minni svaraði Hákon Jörgensen, er varð lögreglustjóri í Kaup- mannahöfn. Ég bjó á Garði, er Níels Finsen hlaut Nobel-verðlaunin. Garðbúar sendu nefnd heim til hans. Skyldi hún fæi’a honum sam- fagnaðaróskir frá Garði, en þar dvaldi Níels Finsen á stúdentsárum sínum. Finsen gat ekki tekið á móti nefndinni, því að hann lá sjúkur. En hann skrifaði Garðbúum fagurt, hjartnæmt bréf. Þar segir hann: „Aldrei hlotnaðist mér sá heiður að vera í sendinefnd Garðbúa og sízt af öllu kom mér til hugar, að til mín væri send nefnd frá Garði. Ég er svo innilega hrifinn og þakklátur". Minnist hann hinna fagnaðarríku stunda, er hann átti á Garði, og flytur öllum Garðbúum hjartanlegar kveðjur. Bréf þetta lá lengi á borði í lesstofunni. Handlék ég það oft og kunni það utan að. Níels Finsen andaðist haustið 1904. Ógleym- anleg er mér jarðarför hans frá Marmarakirkj-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.