Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Page 30

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Page 30
30 STUDENTABLAÐ JÓN BÖÐVARSSON, stud. mag.: Um langt árabil hefur raunverulegt neyðar- ástand ríkt í hótelmálum höfuðstaðarins mestan hluta ársins. Lengi voru aðeins þrjú lítil hótel starfrækt allt árið og ekkert þeirra fullnægir þeim kröfum, sem gerðar eru til 1. flokks gisti- húsa. Hótel Borg má gera að slíkum stað og verður það vonandi innan skamms, en Skjald- breið og Vík eru til húsa í gömlum timburhjöll- um, sem ógerlegt er að staðsetja þannig, að þau geti talizt 1. flokks. Þessi óhæfa hefur ekki verið gagnrýnd að ráði sökum þess, að hún hefur horfið í skugga annarar miklu verri. Gistiherbergi hafa verið og eru enn svo fá, að oft verður að vísa frá fjölda fólks vegna þrengsla. En skárra þykir, að eiga kost á 2. eða 3. flokks herbergi en engu. Ástandið batnaði, þegar Hótel City bættist við, en hvergi nærri nóg. Stúdentagarðarnir hafa verið starfræktir sem hótel sumarmánuðina júní—september og þá mánuði er ekki algengt að úthýsa þurfi skikk- anlegu fólki, en það kemur þó fyrir, að dæmi eru til þess, að flugvélar hafa komið til lands- ins óvænt að næturlagi með allt að 70 farþega, sem hvergi hafa fengið inni og því orðið að dvelja næturlangt á flugvellinum við bágar að- stæður. Stundum hefur gamalt fólk og las- burða orðið að una þessu og má öllum vera ljóst, að óheppilegri landkynning mun vand- fundin. Hótel Garður hefur eitt framyfir önnur gisti- hús í Reykjavík. Herbergi eru þar mörg, 90 Um hótelrekstur á Görðunum að tölu, og þess vegna er þar bezt aðstaða til að taka á móti stórum hópum. Er það mikils- verður kostur. Ferðamannastraumur er mestur þá mánuði, sem sumarhótelið starfar og rekstrargrundvöllur þess hefur verið tiltölu- lega traustur. Eg vil taka skýrt fram, að sinnuleysi hótel- eigenda er alls ekki orsök þess ófremdar- ástands, sem enn ríkir í þessum efnum. Sumir þeirra hafa árum saman sótt um leyfi til að reisa nýtízku hótel og a. m. k. einn þeirra hefur haft tilbúna teikningu og lóð á ágætum stað í bænum. SIS hefur einnig haft áhuga á hótelrekstri í höfuðstaðnum. Lengi var öllum umsóknum synjað eða ekki sinnt, þótt þörfin væri augljós. Ástæðumar til þess verða ekki raktar hér. En s.l. sumar urðu þau tíðindi, að ríkis- stjórnin veitti Þorvaldi Guðmundssyni veitinga- manni fjárfestingarleyfi til þess að reisa stórt 1. flokks hótel á næstu tveim árum. Þótt sumar ráðstafanir ráðherra í sambandi við veitingu þessa leyfis orki tvímælis (e. t. v. vegna ókunnugleika), ber að fagna því, að loks er að rofa til í þessum málum. Þegar hið nýja hótel verður tekið í notkun, gjörbreytist ástandið í hótelmálum Reykjavík- ur og virðist mér tímabært, að stúdentar geri sér grein fyrir þeim nýju viðhorfum, sem við blasa í sambandi við hótelrekstur á Görðunum, en þau eru þessi: Skortur á gistiherbergjum hverfur úr sög- unni, a. m. k. 1 bili. Flugfélögin munu skipta við nýja gistihúsið, Hótel Borg og Hótel City. Hinir féminni ferðalangar munu sem áður leita þangað, sem verðið er lægst, þ. e. á Skjald- breið og Vík að óbreyttum aðstæðum. Grund- völlur hótelreksturs á Görðunum með núver- andi fyrirkomulagi hverfur og jafnframt áhugi

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.