Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Page 31

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Page 31
STÚDENTABLAÐ 31 Stúdentar frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1959 Fremsta röð, frá vinstri: Unnur A. Jónsdóttir, Iðunn Guðmundsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Guðlaug Ingvarsdóttir. — Mið- röð, frá vinstri: Vésteinn Ólason, Haukur Ágústsson, Þór Hagalín, Guðmundur Þorsteinsson, Kolbeinn Sæmundsson. — Aftasta röð, frá vinstri: Böðvar Guðmundsson, Alfreð Ámason, Gísli Grétar Olafsson, Halldór Þ. Þorsteinsson, Guðjón I. Stefánsson, Freysteinn Sigurðsson, Ólafur Unnsteinsson. (Á myndina vantar Árna Sigurjóa Þorsteinsson). einkafjármagnsins á sumarhótelinu og hvaðan koma þá „hinar öi’uggu leigutekjur“, sem Garðsstjórn hefur svo mjög treyst á undan- farin ár? Er þá annað að gera en leggja árar í bát, ef horfur eru sem hér hefur verið lýst? Um það vil ég ekkert fullyrða, en legg til að Stúdentaráð rannsaki einn möguleika til tekju- öflunar fyrir Garðana, sem ég hygg, að stúd- entar hafi ekki áður hugleitt. Eru ekki tök á því að reka Garðana sem eins konar „farfugla- heimili“ (Youth hostel) ? Fljótt á litið finnst mér þessi hugmynd aðgengileg og frá mínum sjónarhóli er höfuðkostur hennar þessi: Garðarnir verða aldrei gerðir að 1. flokks hóteli. Til þess skortir svo ótalmargt, t. d. sali, baðherbergi og innanhússsíma. Við getum því ekki rekið okkar hótel með sama myndarbrag og t. d. danskir stúdentar reka Hótel Egmont í Kaupmannahöfn. En ég þekki hins vegar ekkert „farfuglaheimili“, sem standast mundi samanburð við Garðana, ef rétt væri á málum haldið og ekki er ég í vafa um að Garðarnir stæðust samanburð við Melaskólann. Hótelhald af slíku tagi krefst ekki mjög mikils stofnkostnaðar og hér ber að hafa í huga, að Garðarnir eiga margt, sem hér kæmi í góðar þarfir. Starfslið þarf ekki að vera fjölmennt, en vel að sér í tungumálum. Eg tel æskilegt, að þessi tillaga verði athuguð og lít svo á, að heppilegast sé, að Stúdentaráð kjósi til þess fámenna nefnd fjárglöggra manna.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.