Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 55

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Síða 55
STÚDENTABLAÐ 55 Annalis Academicus Eftir hádegið flutti Pétur Ottesen, alþingismaður, aðalhátíðaræðu dagsins frá útvarpssal. Var málflutn- ingur hans mjög skeleggur. Síðdegis var gengið til hátíðahalds í Hátíðasal Há- skólans. Þar flutti þáv. formaður Stúdentaráðs, Olafur Egilsson, stud. jur., ávai-p, Stúdentakórinn söng nokkur lög. Davið Ólafsson, fiskimálastjóri hélt ræðu. Þá var samfelld dagskrá: 1. desember 1918. Gils Guðmunds- son, rithöfundur tók saman, en Leikfélag stúdenta sá um flutning hennar. Að lokum söng Guðrún Tómas- dóttir við undirleik Magnúsar Bl. Jóhannssonar. Um -kvöldið fjölmenntu stúdentar og gestir þeirra til mannfagnaðar að Hótel Borg. Þar flutti dr. phil. Einar Ól. Sveinsson, prófessor, snjalla ræðu, dr. Sig- urður Þórarinsson skemmti með gítarspili og söng. Stúdentakórinn söng og Ágúst Bjarnason og -Jakob Hafstein sungu glunta. Loksins var svo stiginn dans. Var mál manna, að hátíðahöldin hefðu tekizt ágæta vel. Háskóli íslands var settur við hátíðlega athöfn í hátíðasal 24. október s.l. að viðstöddum forssta Islands, menntamálaráð- herra, sendiherrum erlendra ríkja, prófessorum og fleira stórmenni — auk Rússa. Dómkirkjukórinn flutti háskólakantötu dr. Páls Isólfssonar undir stjórn höf- undar. Reetor magnificus, Þorkell Jóhannesson, hélt ræðu. Ræddi hann fyrst starfsemi háskólans á háskóla- árinu, einnig framkvæmdir hans og fjármál. Þá greindi hann ítarlega frá stofnun háskólans, af því tilefni, að 30. júlí s.l. voru 50 ár iiðin, síðan staðfest voru lög um stofnun Háskóla Islands. Loks afhenti hann Rússum borgarabréf. Mikil tíðindi og góð hlýtur ráðning sérstaks starfsmanns Stúdenta- ráðs að vera öllum stúdentum. Náðist samkomulag við háskólarektor, að þær 13.500 krónur, sem undanfarið hefur verið hluti af launum aðstoðarritara háskólans og veittar eru á fjárlögum til upplýsingaþjónustu stúdenta, skyldu vera laun starfsmanns þessa. Skal hann þá annast þjónustu þessa, en hefur auk þess séð um rekstur bóksöl- unnar, starfsemi ferðaþjón- ustunnar og þau mál önnur, sem Stúdentaráð telur æski- legt. Til starfans valdist Hörður Sigurgestsson, stud. oecon., enda er hann þaulkunn- ugur félagsmálefnum stúdenta. I. desember var að venju haldinn hátíðlegur. Minnzt var 40 ára fullveldis íslendinga. Árdegis var guðsþjónusta í kap- ellu háskólans. Prófessor Sigurbjörn Einarsson predik- aði. Pélag guðfræðinema sá um guðsþjónustuna að mestum hluta. Kjör til Stúdentaráðs fór fram í seinna lagi. Voru sálna- veiðar iðkaðar af grimmd, bæði óháð og pólitískt og ópólitískt. Fóru svo leikar, að Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta fékk 4 menn kjörna, listi vinstri stúdenta, samfella félags róttækra stúdenta, Þjóð- varnarstúdenta og félags frjálslyndra stúdenta — fékk 3 fulltrúa, listi óháðra 1 mann og stúd- entafélag jafnaðarmanna 1 mann. Meldingar fóru svipað og myndun ríkis- stjórnar og er nú samstarf Vöku og stúdentafélags jafnaðarmanna í stúdentaráði. Rússagildi stóð að þessu sinni í Sjálfstæðishúsinu. Sr. Sigurður Einarsson, skáld í Holti var magister bibendi. Barði Friðriksson flutti magnaða ræðu. Rússum fagnaði Magnús Þórðarson, stud. jur., en fyrir svörum af þeirra hálfu varð Halldór L. Blöndal, stud. mag. Síðan voru borð upp tekin og stig- inn dans nokkuð yfir miðnætti. Fór gleð- in vel fram, en sætti engu að síður ómak- legu aðkasti, svo sem venja er orðin. Gleðir aðrar voru nokkrar haldnar: Jólatrésskemmtun á Gamla Garði fyrir stúdenta og börn þeirra. í samvinnu við Stúdentafélag Reykjavíkur var áramótafagnaður á Hótel Borg. Einnig með sömu haldinn sumarfagnaður að Lido. Þá var norrænum stúdentum fagnað á Gamla Garði.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.