Fálkinn - 24.05.1961, Síða 10
UM EDISON
OG FLEIRA FÓLK
Kona nokkur, öldruð og nýflutt til
höfuðstaðaríns, var eitt sinn á heim-
leið og í för með henni telpa, sem
henni hafði verið léð til fylgdar. Þeg-
ar sú gamla rak augun í speglana hjá
Storr á Laugaveginum, reif hún af
sér sjalið, lét það á handlegg telpunni
og sagði:
— Haltu snöggvast á þessu fyrir
mig, telpan mín.
Síðan þreif hún af sér skotthúfuna,
setti prjónana í munn sér, tók greiðu
úr pilsvasa sínum og fór að greiða sér.
Svo setti hún aftur upp húfuna og
nældi hana á sig. Þegar hér var kom-
ið, hafði safnazt hópur manna um hana
og telpuna. Sú gamla vatt sér við og
mælti af móði:
— Því láta fálka-fjandarnir svona?
Hafa þeir aldrei séð manneskju terra'
sig til — eða hvað?
★
Bjarndýr kom eina nótt að afskekkt-
um taæ í Kaliforníu og tarauzt þar inn.
Konan var ein heima og kveikti ekki.
Hún hélt, að þetta væri maðurinn sinn
fullur og tók á móti honum líkt og
hún átti vanda til, þegar svo stóð á
fyrir honum.
Það er sagt, að björninn hafi hlaup-
ið fullar tvær þingmannaleiðir það
sem eftir var nætur, og félagar hans
fældust hann vikum saman á eftir, af
því að hann var svo hroðalega útleik-
inn!
★
Ljósmóðir í Noregi kom eitt sinn að
Vesturdal í embættiserindum. Þetta
var í fjórða skiptið, sem hún kom
þangað. Hún mætti elzta drengnum,
Knúti, á tröppunum. Drengurinn sagði:
— Þú mátt ekki koma inn!
— Já, en Knútur minn, hvað ertu
að segja? Má ég ekki koma inn?
— Nei, segir Knútur litli og er mjög
ákveðinn á svipinn og stendur í dyr-
unum, eins og hann ætli að varna ljós-
móðurinni að fara inn í bæinn.
— Jú, auðvitað má ég koma inn,
drengur. Hvers vegna viltu ekki að ég
komi?
— Ég veit ekkert um, hvað þú kem-
ur með, segir stráksi og horfir rann-
sakandi á töskuna hennar. En svo
verður hann glaðlegri á svipinn, eins
og honum hafi snúizt hugur. Hann
gengur frá dyrunum og segir:
— Jæja, það er þá bezt að þú fáir
að koma inn til hennar mömmu. En
þá verður þú að lofa mér því, að það
verði geithafur í þetta skipti!
★
Hinn heimsfrægi uppfinningamaður,
Thomas A. Edison, hafði 1 þjónustu
sinni mann nokkurn, sem Barney hét.
Hann gerði flest sem gera þurfti á bú-
garðinum. Hann starfaði við rafmagns-
tæki húsbónda síns, kveikti upp í mið-
stöðinni, var ökumaður, og þegar hann
þurfti ekki að gegna neinu þessara
starfa, sýndi hann gestum verkstæði
húsbónda síns og skýrði fyrir þeim
hinar flóknu vélar og áhöld.
Þessi fjölhæfi maður bjó í litlu húsi
skammt frá búgarði Edisons. Hann
hafði hest og vagn til þess að aka í
á milli eða ef sækja þurfti eitthvað
í kaupstað.
Nú verður að geta þess, að Barney
þurfti óvenjumikinn svefn og átti erf-
itt með að komast á fætur á morgn-
ana til þess að gefa hestinum.
Tók hann þá að hugsa um, hvort
ekki mundi unnt að búa til eitthvert
áhald, sem kom fóðrinu í jötuna á
réttum tíma, án þess að hann þyrfti
að rífa sig upp úr rúminu fyrir allar
aldir. En hann hafði ekki snilligáfu
Edisons, svo að honum kom ekkert
til hugar. Loks trúði hann húsbóndan-
um fyrir þessu vandamáli.
Edison kenndi í brjósti um Barney
og kvað létt verk að finna upp áhald
þetta. Daginn eftir hafði uppfinninga-
maðurinn fundið upp sjálfvirka fóðr-
unarvél, svo að Barney gat legið í rúm-
inu, meðan hann gaf hestinum. Hið
eina, sem hann þurfti að vera, var
að ýta á hnapp við rúmið sitt, og þá
fylltist jata hestsins sjálfkrafa.
Barney var nú ánægður. Velin var
sett upp og leiðslur lagðar frá hest-
húsinu inn í svefnherbergi hans. Næsta
morgun þrýsti hann á hnappinn, dró
síðan sængina upp fyrir höfuð og hélt
áfram að sofa.
En hesturinn var í hesthúsinu að
vanda. Allt í einu fór að drynja í ein-
hverju uppi yfir honum, og á næsta
augnabliki rigndi höfrum og heyi nið-
ur úr loftinu og fyllti jötuna á svip-
stundu. Hestinum geðjaðist ekki að
slíkum göldrum. Hann varð dauð-
hræddur, reif sig lausan og fór í hend-
ingskasti út gegnum hurðina, sem fór
í þúsund mola.
Þegar Barney kom á fætur, sá hann
að jatan var full, en hesthúsið tómt,
og það tók allan daginn að leita uppi
hestinn.
Næsta morgun tók hann aftur upp
gömlu aðferðina við að gefa hestinum
sínum, — varð að rífa sig upp eld-
snemma til þess arna, og gat ekki stillt
sig um að bölva vélamenningunni í
sand og ösku.
★
Sigurður Jónsson frá Haukagili, sem
hefur annazt vísnaþátt Ríkisútvarpsins
undanfarin ár, á eitthvert mesta safn
lausavísna hér á landi. Eftirfarandi
vísur eru úr safni hans og eru eftir
Þormóð Pálsson á Njálsstöðum:
Ræðumaðurinn:
Ógn var smátt um andans mátt
efnisþátt að teygja. —
Galað hátt, en hugsað fátt,
hefði átt að þegja.
Vínið.
Vonin gyllir æskuár,
ástin tryllir muna,
vínið stillir villtar þrár,
veitir fyllinguna.
Það mér skímu bezta bar
böls úr glímu flúinn,
öls í vímu aldrei var
andinn grímubúinn.
★
Stúlka nokkur, sem var í fyrsta sinn
kaupakona í sveit átti að teyma heim
að bænum hryssu, sem á voru bagg-
ar, og fór með hana beint upp bratta
brekku. Þegar hryssan fór upp brekk-
una, herti hún á sér. Fremsta gjörðin
slitnaði og reiðingurinn og baggarnir
fóru aftur af skepnunni. Stúlkan kom
æðandi inn í bæ og lýsti því, sem
gerzt hafði á þessa leið:
— Gvöð, nú var það agalegt! Það
slitnaði mjaðmabeltið á henni Gránu
og hún missti allt ofan um sig!
★
Eitt sinn, er slökkvilið Siglufjarðar
var kallað á vettvang til þess að
slökkva eld í hlöðu á Hóli, en þar
hafa Siglfirðingar kúabú sitt, orti Ste-
fán Stefánsson frá Móskógum:
Verði Hekla glóðageld
og gaddur í Kötlu bóli
og þrjóti í Víti allan eld,
er alltaf neisti á Hóli.
10 FÁLKINN