Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Page 16

Fálkinn - 24.05.1961, Page 16
i / ^ jf 4agÁÍWÁ ÖHH MÁTTUR VANANS Það er máttur vanans, sem lætur marga íslendinga spranga um í gæru- skinnsúlpum sínum í miðjum júní í 10 stiga hita. Við venjum okkur á skringi- legustu hluti. Oft vitum við ekki, hvern- ig á því stóð, að við tókum upp á þeim, en vaninn sér um, að við höldum þeim áfram. Og ef við gerum þá nógu lengi, þá flokkar náunginn þá oft undir sér- vizku. Eitt sinn heyrði ég sögu um góðan eldri borgara þessa bæjar, sem hafði undarlegan vana. Hann bjó í vestur- bænum og gekk ávallt til vinnu sinnar. Alltaf gekk hann sömu leið, fór yfir götur á sömu stöðum, og það, sem furðulegast var, hann taldi ávallt skref- in. Og þau urðu að vera jafnmörg hverju sinni. Ef hann hafði tekið óvenju. lega stór skref og hafði ekki fyllt hina réttu tölu skrefa, þegar hann kom að husi sínu, þá gekk hann nokkra hringi kringum húsið sitt, áður en hann gekk inn! Og stundum kom það fyrir, að hann hafði verið heldur smástígur og lenti þar af leiðandi í þröng vegna þess, að hann átti ekki nógu mörg skref eftir til að komast alla leið heim. Sást hann þá klofa ógurlega síðasta spölinn að húsi sínu! Hann var vanur að fara yfir Túngötuna neðst við Uppsali. Eitt sinn hitti hann kunningja sinn í Aðalstræti og gengu þeir saman áleiðis heim. Þeg- ar þeir voru nærri komnir upp að Garða- stræti, uppgötvaði sérvitringurinn skyndilega, að hann hafði gleymt að fara yfir götuna við Uppsali. Vissi kunningi hans ekki fyrr en hann rak upp óp og hljóp niður götuna og yfir hana hjá Uppsölum! Flestir eru haldnir ýmsum smærri venjum eða óvönum, þótt ekki sé það eins stórbrotið og hjá þeim heiðurs- manni, sem hér að framan er lýst. Einn kunningi minn sagði mér um dag- inn, hvernig vaninn getur náð á manni sterkum tökum. Hann vinnur hjá stóru fyrirtæki, sem gefur starfsfólki sínu mið- degiskaffi. Kaffitíminn er ákveðinn 15 mínútur, og er bjöllu hringt, þegar hann er búinn. Eiga þá allir að rísa upp og hver maður að skila sínum bolla, því þarna er eins konar sjálfsafgreiðsla. Svo ríkur er vaninn orðinn, að þegar kunn- ingi minn var í kaffiboði hjá skyld- mennum sínum einn sunnudaginn, reis hann skyndilega upp frá borðinu með bollann sinn. Ástæða car sú, að ydra- bjöllunni var hringt, en hljómur hennar var mjög líkur hljómi bjöllu þeirrar, sem enda batt á kaffitímann á vinnu- staðnum. Við venjum okkur á skringilegustu hluti. Oft vitum við ekki, hvemig á því stóð, að við tókum upp á þeim, en vaninn sér um, að við höldum þeim áfram. Og ef við gerum þá nógu lengi, þá flokkar náunginn þá oft undir sérvizku. 16 Dálítið önnur tegimd af vana er sú, sem lýsir sér í því, hvernig menn vinna hin algengustu störf. Hver maður hef- ur sína aðferð við að vinna verk. Sé hann spurður að því, af hverju hann geri þetta svona, en ekki öðruvísi, svar- ar hann oft, að hann viti ekki almenni- lega, hann hafi bara alltaf gert þetta svona. Svona vanar geta lifað mann fram af manni, eins og eftirfarandi saga lýsir. Ung og myndarleg húsmóðir hér í bæ hafði oft steikt lambslæri til matar á sunnudögum. Jafnan lét hún saga lær- ið í þrjá bita og steikti það þannig. Eig- inmanni hennar líkaði þetta ekki alls kostar, því hann vildi helzt að hún steikti lærið í heilu lagi, eða léti í mesta lagi saga það í tvennt. Hann þráttaði um þetta við konu sína, og spurði, hvers vegna hún léti alltaf saga lærið í þrennt. Unga konan svaraði því til, að svona ætti að gera þetta og engan veg öðru- vísi. Hún sagði, að mamma sín hefði alltaf gert það svona. Eiginmaðurinn einsetti sér að komast eftir því, hvers vegna tengdamóðir hans hefði steikt sunnudagslæri sín í þrem pörtum. Hann spurði hana því eitt sinn um ástæðuna fyrir þessu. Hún varð imdrandi á spurningunni, en svaraði svo með næstum sömu orðum og dóttir hennar hafði svarað. Þetta væri hinn eini rétti máti, og svo hefði mamma hennar alltaf gert það svoleiðis. Nú vildi svo til, að móðir tengda- mömmu var enn lifandi og dvaldi í hárri elli á elliheimili. Ungi maðurinn heim- sótti gömlu konuna við fyrsta tækifæri og spurði hana, hvers vegna hún hefði steikt sína lambasteik með áðurgreind- um hætti. Hún svaraði því til, að í sín- um búskap hefði hún ekki haft ofn til að steikja og baka í. Hún notað- ist því við pott og pottsteikti kjötið, eins og kallað er. Og hvers vegna hafði hún svo látið taka lærið í þrennt? Af því að hún átti ekki stærri pott! Það þarf ekki að orðlengja það, að eigin- maðurinn fékk heilsteikt læri næsta sunnudag! Dagur Anns. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.