Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Side 18

Fálkinn - 24.05.1961, Side 18
Sigrún Gísladólt- ir sýnir rósóttan sumarkjól. Kristín Bjarnadóttir sýnir náttkjól. Bryndís Schram sýnir hvít- an rykfrakka. Ragna Ragnars sýnir regn- kápu og regnhlíf. Kristín Bjarnadóttir sýnir hvítan samkvæmiskjól. HVERT SÆTI er skipað í Lido þennan sunnudagseftirmiðdag. Þegar litið er yf- ir salinn, vekur það eftirtekt, að konur eru í áberandi meirihluta. í einu horn- inu er langt og breitt borð alsett skraut- legum og girnilegum kökum. Á sviðinu standa tvær ungar stúlkur, sem leika á fiðlur og sú þriðja á píanó. Það er skraf- að og skvaldrað yfir ilmandi kaffi og indælum kökum. Öðru hverju gjóta sum- ir augunum upp að sviðinu og síðan eft- ir löngum palli, sem komið hefur verið fyrir eftir miðju gólfinu. Eitthvað er í vændum. Eftirvæntingin liggur í loft- inu . .. Við erum staddir á tízkusýningu, sem Kvenstúdentafélag íslands gekkst fyrir 7. maí síðastliðinn. Tízkusýningar eru ekki með öllu óþekkt fyrirbrigði hér á landi, en þessi hafði þó þá sérstöðu, að sýningarstúlkurnar voru allar stúdentar og meðlimir í Kvenstúdentafélagi ís- lands. Sennilega hefur aldrei jafn mennt- aður hópur sýningarstúlkna komið fram á nokkurri tízkusýningu. Klæðnaðurinn, sem stúlkurnar sýndu, var allur frá Markaðnum og Ragna Guðmundsdóttir æfði stúlkurnar og sá um allan undir- búning. Helga Valtýsdóttir leikkona var kynnir og lýsti sniðum og efnum. Þarna voru sýndar flestar gerðir af kjólum og kápum: náttkjólar, sumarkjólar, kvöld- kjólar, dragtir, regnkápur og síðast en ekki sízt ljósbrúnn búðarkjóll, sem var lokaatriðið á sýningunni. Og allt var þetta að sjálfsögðu samkvæmt nýjustu tízku. Það var samróma álit gesta, að sýningin hefði farið glæsilega fram og heppnazt einstaklega vel á allan hátt. Að sýningunni lokinni náðum við sem snöggvast tali af frú Ragnheiði Guð- mundsdóttur, formanni Kvenstúdentafé- lags íslands, og spurðum hana um fé- lagið og starfsemi þess: — Hvað er félagið orðið gamalt? — Það er víst orðið rúmlega þrítugt, var stofnað 7. apríl 1928. Það var upp- runalega stofnað sem félag kvenstúd- enta í háskólanum og aðalstofnandi þess var Björg Þorláksson, systir Jóns Þor- lákssonar og fyrsti kvendoktorinn hér á landi, útskrifuð frá Sorbonneháskólan- um. — En það voru fleiri kvenstúdentar en þeir, sem stunduðu nám í háskólan- um og þess vegna var félaginu breytt 1930 í Kvenstúdentafélag íslands.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.