Fálkinn - 24.05.1961, Qupperneq 19
— Hver er tilgangur félagsins?
— Hann er meðal annars að viðhalda
kynningu meðal kvenstúdenta. Einnig
erum við aðilar að alþjóðasamtökum
kvenstúdenta og höfum sótt mót þeirra
samtaka, sem haldin eru þriðja hvert ár.
Alþjóðasamtökin áttu til dæmis aðild að
samningu mannréttindaskrár Samein-
uðu þjóðanna og láta sig yfirleitt flest
það varða, sem að menntun lýtur. Sam-
tökin veita vísindastyrki og fyrir þrem-
ur árum tókum við í fyrsia sinn þátt í
þeirri starfsemi, ■— veittum 12500 króna
styrk til brezkrar stúlku, sem vinnur
að rannsóknum á Eddukvæðum. í hitt-
eðfyrra veittum við tveimur íslenzkum
stúlkum styrki til náms erlendis og á
síðastliðnu hausti aftur tveimur, sem
stunda nám við háskólann hér.
— Hvernig aflið þið ykkur tekna?
— Við höfum nú engan tekjustofn og
þess vegna byrjuðum við að hafa kaffi-
sölu, sem við höfum haft undanfarin ár.
En þau eru orðin nokkuð mörg kven-
félögin, sem hafa kaffisölur, svo að
okkur datt í hug að breyta einu sinni
til og halda tízkusýningu. Markaðurinn
sýndi okkur þá rausn að lána föt til
sýningarinnar og Ragna Guðmundsdótt-
ir æfði stúlkurnar.
Eitt langar mig til að minnast á í
sambandi við starfsemi félagsins, en það
er starf okkar fyrir barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna. Við höfum undanfarin
ár selt jólakort barnahjálparinnar, sem
gefin eru út árlega og ævinlega teiknuð
af frægum listamönnum. í fyrra kom
hingað forstöðumaður barnahjálparinn-
ar og var mjög ánægður með starfið hér.
Hann stakk til dæmis upp á því, að
gaman væri að láta íslenzka listamenn
teikna jólakortin einu sinni. Það væri
mjög skemmtilegt ef þessi hugmynd
kæmist í framkvæmd.
•— Hafið þér verið lengi formaður fé-
lagsins?
— Nei, ég er búin að vera um þrjú
ár, en alls hafa aðeins fjórar konur
gegnt formennsku. Katrín Thoroddsen
læknir var fyrst, en síðan Geirþrúðui
Bernhöft og Rannveig Þorsteinsdóttir.
■— Eruð þér ekki ánægðar með þessa
tízkusýningu?
— Jú, ég held að hún hafi heppnazt
vel. Og það hefur aldrei verið jafn fjöl-
mennt á nokkurri samkomu hjá okkur.. .
Sýningarstúlkurnar sjö í stiganum í Lido. Fyrir miðju er Ragna Ragn-
ars, en aðrar eru, talið frá vinstri: Geirlaug Þorvaldsdóttir, Kristín Bjarna-
dóttir, Sigríður Steinunn Lúðvígsdóttir, Erna Geirdal, Sigrún Gísladóttir
og Bryndís Schram.