Fálkinn - 24.05.1961, Page 22
NY FRAMHALDSSAGA I\1Y FRAMHALDSSAGA IMY FRAMHALDSSAGA
O
Bifreið nam staðar á horninu beint á móti loðskinnaverzl-
un Corneille. Þetta var klukkan þrjú að nóttu, og umferðin
með minnsta móti. Það var snjókoma og mjöllin seig niður
á strætið í stórum flygsum, bráðnaði á asfaltinu og vætti
það, svo að akbrautin var líkust blásvörtum skurðum í bjarm-
anum frá götuljósunum.
Eftir dálitla stund kom einhver mannvera út úr vagnin-
um. Grannvaxinn maður með frakkakragann brettan upp
fyrir eyru, og hatt, sem virtist hylja allt höfuðið. Á einum
stað undir hattbarðinu glórði í eld í vindlingi. Maðurinn var
með stóran böggul undir handleggnum.
Hann leit ekki í kringum sig, en hélt rakleitt á ská yfir
götuna og hvarf inn um hliðið fyrir innan stóru sýningar-
gluggana hjá Corneille. Þar í portinu var varainngangur í
loðskinnaverzlunina. Maðurinn tók lykil upp úr frakkavasa
sínum og opnaði dyrnar og fór inn. Hann heyrði vagninn
aka af stað frá gangstéttinni fyrir handan og vissi að nú
var hann orðinn einn síns liðs.
Þegar hann opnaði dyrnar inn í loðskinnaverzlunina, lagði
á móti honum þéttan eim af feldum og skinnum. Hann gætti
þess, að ekki skyldi heyrast í hurðinni, er hann lokaði henni
á eftir sér. Svo stóð hann í nokkrar mínútur og hélt niðri
í sér andanum og hlustaði, áður en hann hélt áfram inn í
salinn á þykkum hrágúmmísólunum.
Það var óþarft að kveikja á raflampanum, sem hann hafði
í vasanum. í búðinni var næg birta frá ljósunum úti á göt-
unni. En birtan var svo einkennilega flöktandi, vegna snjó-
flygsanna, sem sveimuðu fyrir utan gluggana. Maðurinn
þekkti húsakynnin, því hann hafði verið að athuga uppdrátt
af þeim þennan sama dag. Til hægri var stiginn upp á aðra
hæð, sem Corneille hafði einnig undir í húsi þessu, sem alls
var fjórar hæðir, og beint fyrir framan hann voru dyrnar
að einkaskrifstofu forstjórans. Við hliðina á þeim dyrum
var gangur inn í matstofu starfsfólksins, bókhaldið og sýnis-
hornaherbergi. Dyrnar undir stiganum voru inn í geymslu-
salina.
Maðurinn með böggulinn þreifaði sem snöggvast ofan í
vasa sinn, fann þar venjulegan lykil og stakk honum í skrá-
argatið. Þarna varð hann að kveikja á vasaljósinu. Þar hékk
talsvert af skinnavöru og fullgerðum loðkápum á herða-
trjám. Geymslan var jafnframt vinnustofa, og þarna lágu
ýms vinnutæki á löngu borði.
Hann setti vasaljósið á borðið og fór að starfa. Þarna voru
blöð og umbúðapappír, sem hann tók saman og lét undir
stigann. Svo opnaði hann böggulinn, sem hann hafði komið
með. í honum voru gamlar filmuræmur úr selluloid, sem
hann dreifði innan um pappírsruslið, og síðan tók hann lít-
inn böggul úr vasa sínum; í honum var svart duft og kertis-
stubbur. Hann dreifði duftinu í rák frá blaðahrúgunni fram
í verzlunarsalinn og í boga að dyrum einkaskrifstofu forstjór-
ans. Hann vissi, að þriðju dyr til vinstri voru út að stiga-
gangi; það hafði hann séð á uppdrættinum. Hann hafði lykil
að þeim dyrum líka. Hann lét röndina enda rétt hjá þessari
hurð. Svo fór hann aftur inn í geymslusalinn og fór að leita
þar. Þarna var megn þefur af hreinsivökva, og eftir nokkra
stund fann hann bæði benzín og naftalín. Hann hellti úr
flöskununí yfir bréfahrúguna með selluloidræmunum, slökkti
á rafljósinu og stakk því í vasann.
Maðurinn í vetrarfrakkanum hafði slökkt í vindlingi sín-
um rétt eftir að hann var kominn inn í verzlun Corneilles.
Nú tók hann nýjan vindling og kveikti í. Hann var staddur
í ganginum meðfram forstjóraskrifstofunni og sneri bakinu
að verzlunarsalnum. Hann leit varlega út um gluggann, þar
sem snjórinn féll í sífellu eins og hvítur dúnn, beygði sig
og setti kertisskarið á gólfið 1 strikið sem hann hafði gert
með svarta duftinu. Kertisstúfurinn var ekki nema tveggja
sentimetra langur. Hann kveikti á skarinu með sömu eld-
spýtunni og hann hafði notað við vindlinginn, og slökkti
svo á henni. Ljósið var flöktandi fyrst 1 stað, en brann svo
rólega. Hann sneri varlega lyklinum í skránni og fór út á
stigaganginn. Þegar hann kom út á götuna, flýtti hann sér
yfir á gangstéttina fyrir handan. Þaðan gat hann séð alla
búðargluggana hjá Corneille.
Birgðir og húsgögn voru vátryggð fyrir 60.000 dollara.
Verzlunin gaf lítið af sér, það voru fáir, sem keyptu grávöru
um þessar mundir, fannst Ben Corneille. En leyndarmálið
var sjálfsagt það, að verzlunin var á skökkum stað, svo að
sýningargluggarnir og ljósaauglýsingarnar komu ekki að til-
ætluðum notum.
Maðurinn í vetrarfrakkanum stóð á sínum stað, í skugg-
anum af nágrannahúsinu. Það mátti búast við að næturverð-
inum skyti upp þá og þegar. Það var þétt fjúk. Bifreið rann
fram akbrautina með miklu skrölti — hún var ekki stöðug
í rásinni. Nú voru ekki nema tvær mínútur eftir, og af því
að ekki örlaði enn á nokkrum næturverði, hugsaði maðurinn
sér nú til hreyfings aftur og labbaði inn í hliðargötu. í 8.
avenue hóaði hann í leigubíl og ók á járnbrautarstöðina í
23. götu.
En stundarfjórðungi áður en þangað kom, var kertisstúf-
urinn í loðskinnaverzlun Corneils brunninn ofan í púður-
röndina og hafði kveikt í henni. Eins og kyndli væri kastað
flaug eldurinn eftir henni og komst að vörmu spori í bréfa-
hrúguna með selluloidræmunum. Og í einu vetfangi varð
geymslusalurinn, stiginn og það sem næst var eitt eldhaf.
Það var ekki fyrr en bálið var komið fram að sýningar-
gluggunum, að maður einn, sem átti leið þarna fram hjá,
sá, að þarna var eitthvað á seyði. Hann gekk að þeirri rúð-
unni sem næst var, til þess að athuga þennan einkennilega
glampa, sem var á rúðunni.
Innan skamms vöknuðu allir þeir, sem áttu heima á næstu
grösum, af værum blundi, er bifreiðar slökkviliðsins komu
brunandi inn í göturnar með hávælandi ýlfurblístrum, eins
og þúsundir illra anda væru þarna á ferð. Lögreglan sló hring
um húsið. Eldurinn hafði breiðzt um efri hæðirnar. Sem
betur fór var allt húsið leigt út til verzlunarstarfsemi, svo
að ekkert fólk hafðist þar við á þessum tíma sólarhringsins.
En það var ekki fyrr en grá dögunin færðist yfir New
York, sem lögreglan gat farið að rannsaka orsakir eldsins.
Ben Corneille, eigandi verzlunarinnar, hafði auðvitað verið
kvaddur á fund lögreglunnar. Hann fékk orðsendinguna síðla
nætur, í East Avenue, þar sem hann bjó einhleypur. Hann
horfði þögull á eldinn og beit á vörina. Það var rétt svo
að hann tók eftir blaðafréttastúlkunni, sem færði sig að hon-
um og spurði: „Verðið þér fyrir miklum skaða, mr. Corneille
.... ég á við: höfðuð þér vátryggt?
Þegar hann varð hennar var, sneri hann sér við og leit
á hana. Hann sá að þetta var allra lögulegasta stúlka.
„Hvað meinið þér?“ spurði hann. „Eruð þér að hugsa um
að bjóða mér tryggingu?“
„Þvert á móti .... Þér þurfið hinsvegar á þeirri að halda,
sem þér vonandi höfðuð fyrir.“
„Á maður að svara öllu, sem forvitnir blaðasnápar spyrja
um?“ spurði hann afundinn.
„Það er lang-skynsamlegast,“ sagði Helen Truby, „ef mað-
ur vill komast hjá óþægindum.“
„Ég skil yður ekki,“ sagði Coi’neille.
En fréttastúlkan var farin á bak og burt. Hún stóð óhugn-
anlega nærri eldblossunum og var að tala við herðabreiðan
raum, með hattinn í hnakkanum. Blaðaljósmyndavélin dingl-
aði í vinstri hönd hans.
Þarna voru margir blaðamenn og ljósmyndarar að horfa
á brunann, svo að Corneille gat ekki gert sér grein fyrir hvers
vegna hann hafði sérstaklega tekið eftir þessum tveimur
hjúum.
Nema það væri af því að þau ynnu saman. Hann las „Morn-
ing Star“ öðru hverju og var því kunnugt um ýms afrek, er
þau höfðu unnið í fréttasöfnun ljósmyndarinn Dave Dotts
og fréttastúlkan Helen Truby. Nú sneri Corneille sér að tveim-
ur mönnum, sem komu til hans. Annar þeirra var lögreglu-
maður og hinn kynnti sig sem umboðsmann „Home & Busi-
ness Insurence Corpation“. Corneille kinkaði kolli, en sagði
ekki neitt, — það var hjá þessu félagi, sem hann hafði tryggt.
Helen Truby hafði skilað lýsingu sinni á brunanum í síma.
Nú sat hún og beið í „Flash Club“, en þar hafði Dave Dott
ráðgert að hitta hana aftur. Hann varð fyrst að framkalla
22 FALKINN