Fálkinn - 24.05.1961, Qupperneq 28
LOFORÐID -
Frh. af bls. 9.
í augum þínum. Ást þín er fyrsta heim-
ilið mitt.
Hún kastaði sér í fang hans og hend-
ur hennar gripu fast um hnakka hans.
— En þú ferð aftur frá mér. Þú yfir-
gefur mig og ferð með Hannibal til
Rómar. Kannski verður þú drepinn.
Hún losaði takið og lét fingurna
renna biðjandi gegnum hár hans. —
Vertu hér! Vertu kyrr og ræktaðu jörð
okkar. Afi minn og amma eru gömul
og bráðum verð ég alein, — kannski
með barni okkar. Þú skalt vera kyrr.
— Þeir finna mig og drepa mig, sagði
hann. — Og þeir munu finna þig, en
ég skal lofa þér því, að ég kem aftur.
Svo kom nóttin. Halguibab hafði
stofnað heimili. Hann lagði af stað
stundu fyrir sólarupprás. — Trúðu því,
sagði hann. — Þú skalt vita, að það
er satt. Einn góðan veðurdag kem ég
heim úr stríðinu til þess að vera hjá
þér og rækta jörðina.
Þegar hann las í augum hennar, að
hún trúði honum, þá fór hann. Það
var áliðið. Kannski var herinn þegar
að leggja af stað. Halguibab fór að
hlaupa. Honum fannst vera farið að
birta af degi. Hann hljóp upp bratta
fjallshlíðina, í stað þess að fylgja þeirri
leið, sem hann hafði komið.
Hann var móður, er hann loksins kom
á jökulbunguna. ísinn hafði rifið hend-
ur hans til blóðs. Hann hafði meitt sig
í hnénu. Hann leit yfir skóginn í síð-
asta sinn áður en hann hóf að klifra
niður. Hann sá ekki sprunguna í ísn-
um fyrr en hann stóð á barminum,
missti jafnvægið. — Hann hrapaði, og
hendur hans gripu eitt augnablik um
brúnina á móti áður en hann hvarf
„Yfirvinnan“ þín frá í gœrkvöldi
yill tala við þig í símanum!“
28 FÁLKINN
í djúpið. Hann skynjaði kalt loftið úr
ísdjúpinu. Kuldinn jókst, er hann hrap-
aði og hrapaði, þangað til kuldinn hel-
tók hann. Þá hætti Halguibab að skynja
nokkuð.
Þögn lá yfir jöklinum. Hún lét ekki
truflast af her Hannibals, ekki af hita
sólarinnar. Hún steig upp í stjörnuhim-
ininn, rann saman við hann, svo að
þúsundir nótta urðu að einni sekúndu,
eins og eilífðin milli tveggja andar-
drátta, eins og hugsunarsnautt augna-
blik, er maður lítur upp og óvænt horf-
ir í tvö augu.
★
Enrico leit upp og horfði í augu stúlk-
unnar.
Hermenirnir höfðu lagzt í grasið, sem
lá eins og græn vin í skóginum á fjall-
inu. Kvikfénaðurinn var á beit meðal
hermannanna, sem teygðu úr sér á jörð-
inni og horfðu upp í bláan himinninn.
Enrico hrökk við. Stúlkan leit und-
an og sneri sér skyndilega við og gekk
inn í steinhúsið, sem var eins og það
hefði vaxið út úr fjallshlíðinni. Niður
fljótsins barst neðan úr dalnum. Ein-
kennilega eilíft hljóð.
Þegar hún var farin, kenndi hann
til undan henni. Hann heyrði vélbyssu-
skothríðina, sem þeir myndu mæta, er
þeir færu niður fjallið á morgun. Frá
því að þeir komu, fyrir stundu, hafði
hún horft á hann mörgum sinnum.
Hann stóð á fætur og reikaði að hús-
inu. Hann leit aftur, til þess að athuga
hvort nokkur sæi til hans. Svo flýtti
hann sér inn í stofuna. Hún sat við
borðið og gerði við föt. Hún sagði ekk-
ert, er hann kom inn, leit aðeins í augu
hans eitt augnablik og grúfði sig svo
aftur yfir vinnuna.
Hann settist. Eitt augnablik sat hann
og horfði niður á gólfið.
— Þú ert hér ein með móður þinni?
sagði hann.
— Faðir minn og bróðir voru í stríð-
inu, sagði hún.
— Eru þeir .... ?
— Hún kinkaði kolli.
— Ég er einnig úr sveit, sagði hann.
— Þið haldið áfram í nótt, sagði hún.
— Já, sagði hann. — Við eigum að
seinka Bandaríkjamönnunum. Ég veit
ekki hvaða gagn það gerir, en meðan
Þjóðverjarnir eru hérna, erum við
neyddir til að halda áfram. í dag er
ég hér, á morgun er ég farinn.
— Farinn, sagði hún. Rödd hennar
sagði honum skyndilega hvað orðið
þýddi.
— Nei, sagði hann örvæntingarfull-
ur. — Nei.
Þau höfðu bæði risið á fætur og
stóðu hvort andspænis öðru.
— Enrico, sagði hún, meðan hann
stóð í myrkrinu og fálmaði eftir föt-
um sínum. — Feldu þig. Þú mátt ekki
fara. Það er brjálæði. Ég get falið þig.
Ef það er satt, að þú elskir mig, feldu
þig þá og farðu ekki með þeim.
■—• Snemma í fyrramálið, sagði hann.
— Snemma í fyrramálið kemur sveit
SS-manna til okkar. Ef ég er ekki með,
þá senda þeir menn hingað og finna
mig. Skilur þú, hvað það þýðir? Ég
er neyddur til að fara, en ég lofa þér
því, að ég skal gefast upp, strax og ég
fæ tækifæri til. Ég skal gera allt, til
þess að bjarga mér.
— Til þess að koma aftur til mín?
— Já.
— Þú verður að sverja, sagði hún.
— Leggðu hönd þína hérna, finnur þú
hjarta mitt? Sverðu svo!
— Hvað á ég að sverja?
— Að þú komir aftur úr stríðinu,
að þú munir ekkf deyja.
Hann stóð stundarkorn með höndina
við hjarta hennar, fann slátt þess aftur
og aftur, eins og kall.
— Ég sver, að ég skal koma heim
úr stríðinu, sagði hann ákveðinn. — Ég
veit, að ég kem heim, það getur ekki
verið öðruvísi, sagði hann dálítið undr-
andi.
— Farðu svo, hvíslaði hún.
★
Daginn eftir komu hermennirnir til
baka. Þeir voru á flótta. Þeir höfðu
ekki einu sinni tíma til að fá sér vatn
að drekka.
— Enrico, hrópaði hún. — Hvar er
Enrico?
---- Enrico er fallinn.
Hún spurði næst hermann, sem kom
hlaupandi.
— Hann er fallinn, ég sá hann falla.
— Við gátum ekki tekið þá dauðu
með okkur.
— Hann er ekki dauður. Hann var
búinn að sverja ....
— Ég er að segja þér, að hann sé
dauður. — Enni hans var allt sundur-
skotið.
Á eftir heyrðist aðeins hinn eilífi nið-
ur fljótsins. Hún heyrði hann um dag-
inn, þegar hún gekk og hlustaði. Hún
heyrði hann um nóttina, er hún lá og
beið.
— Þú mátt ekki bíða lengur, sagði
móðir hennar. — Þú verður að gleyma.
— Hann lofaði að koma aftur.
— Hversu margir hafa ekki lofað
að koma aftur.
— Ég á von á barni.
•—- Hversu margar konur eiga ekki
von á barni með dauðum hermönnum.
Það var aðeins fljótið.
Fljótið átti upptök sín í jöklinum.
Stundum brotnuðu stórir jakar og bár-
ust niður með straumnum. Leysingar-
vtanið ólgaði undir ísbreiðunni og á
sumardegi, þegar sólin skein, gat ver-
ið, að jaki losnaði, hringsnerist niður
eftir fljótinu og bráðnaði smátt og
smátt, molnaði á grýttum árbakkanum
og bráðnaði í sólinni á heitri klöppinni.
Hiti fjallsins vakti Halguibab. Hann
opnaði augun og leit upp í himinninn.
Hann ætlaði að lyfta handleggnum, en