Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 7

Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 7
I BLIÐU OG STRIÐU milli landa og fiskiskipum af ótakmark- aðri stærð. — Hvenær kom snurpinótin til sög- unnar við síldveiðar? — Þegar ég fékk Norðurljósið, fylgdi snurpinót og tveir bátar með. Við vor- um 12 á við síldveiðarnar. Síldveiðar hófust seinna að sumrinu en nú. Helzt ekki fyrr en í byrjun ágúst. Þá var hún orðin nægjanlega feit til þess að vera góð til söltunar. — Hvað var svo stundað á öðrum tímum? ■—• Við vorum þrjú vor á doríufiskiríi og gekk ágætlega. Doríurnar fylgdu, þegar ég keypti Norðurljósið. — Var doríufiskirí almennt stundað um það leyti? — Það voru nokkur skip. Ég man eftir að Hjalteyri, sem Sæmundur Sæ- mundsson skipstjóri var á, var með doríur. Það gekk á ýmsu í þá daga. Einu sinni lágum við inni á Isafirði, Hjalteyrin og Norðurljósið, báðir orðn- ir beitulitlir. Hjá mér voru mest ungir strákar um borð. Okkur hugkvæmdist að róa með net út undir Hnífsdal og leggja þar. Sæmundur á Hjalteyrinni frétti af þessu og sagðist halda að þessi strákalýður á Norðurljósinu væri geggj- aður að halda þeir fengju síld þarna. Jæja, það fór nú samt svo, að við feng- um þrjár tunnur þegar við vitjuðum um, daginn eftir. Þá kom nú annað hljóð í strokkinn hjá þeim gamla og hann vildi gjarnan kaupa af okkur. — Var ekki hætta á að doríurnar töpuðust? — Sem betur fer varð ég ekki fyrir því. Ég passaði að halda mig alltaf hlé- megin við þær, og ef dimmt var, höfð- um við vélina í gangi. Ef línan slitn- aði hjá þeim við dráttinn, varð móður- skipið að koma þeim til hjálpar, og þá að næstu bauju, þar sem aftur var byrjað að draga. Við höfðum tvær dorí- ur, og það voru tveir menn á hvorri. Við vorum líka tveir um borð í Norður- Ijósinu og gerðum að aflanum. FYRSTI TOGARI AKUREYRINGA. Árið 1912 fór ég í félag við Ásgeir Pétursson hér á Akureyri. Við ætluð- um að breyta til og kaupa stærra skip með tilliti til síldveiðanna. Rétt í ársbyrjun 1912 fór ég til Eng- lands til að leita eftir skipi. Tók ég mér far með fisktökuskipi, sem var á leið til Aberdeen. Ég fékk frítt far og dálitla þóknun fyrir að fylgjast með vigtun á fiskinum þar ytra. Ég var í Bretlandi þangað til í febrú- ar og fór þá til Hamborgar, þar sem ekkert við okkar hæfi var fáanlegt i Bretlandi. Nokkru síðar kom Ásgeir líka til Hamborgar og þá hafði ég fundið þýzkbyggðan togara, sem átti að kosta 33 þúsund mörk. Þyzka markið var þá svipað íslenzku krónunni að verðgildi. Skipið var nokkuð gamalt, en meglar- inn sagði, að það væri sterkt og ketill- inn góður, eins og síðar kom í ljós. Við nutum aðstoðar og fyrirgreiðslu Hjónin Gíslína og Stefán Jónasson á heimili sína að Strandgötu 43 á Akureyri.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.