Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Síða 8

Fálkinn - 07.06.1961, Síða 8
Magnúsar Blöndahls, sem hafði mikla forretningu í Hamborg. Skipið hét Lilly, en við skýrðum hann Helga magra. Þegar kaupin voru um garð gengin, var að fá mannskap. Verst var það með meistara, þeir voru ekki á hverju strái. Vig fengum einn, en honum var bann- að að fara lengra en til Stavanger í Noregi. Þeir voru þá að búa sig undir stríðið og vildu ekki láta fagmenn úr landi. Meistarinn vildi koma með okk- ur alla leið til íslands, en þorði ekki að óhlýðnast yfirvöldunum. Svo fékk ég einn Svía, tvo Dani, ruslaramann- skap, og sigldi af stað til Noregs. Það gekk allt vel. Við komum til Stavanger og sá þýzki fór í land, en Norðmaður kom í hans stað. Svo lögðum við af stað til íslands. Fyrsta sólarhringinn var sæmilegt veður, en svo fór að versna. Verst var hvað mannskapur- inn var lélegur. Það kunni enginn að stýra utan stýrimaðurinn og ég, sem var skipstjórinn. Þegar versnaði, lögð- ust þeir í sjóveiði og mátti ég fara niður og lempa kolum. Svona gekk þetta unz við komumst upp undir land. Til Akureyrar komum við í marz. Skipið var yfirísað og systir mín sagði, að það hefði verið alveg hvítt þegar við sigld- um inn Eyjafjörð. Þeim þótti ég skít- ugur hérna, þegar við komum að bryggj- unni. Á VETRARSÍLDVEIÐUM VIÐ NOREG. Nokkrum dögum eftir komuna til Ak- ureyrar fórum við á vertíð fyrir sunnan. Síðan á síld um sumarið og næsta vet- ur gerðum við það, sem ég hafði lengi hugsað um: Helgi magri fór fyrstur íslenzkra skipa á vetrarsíldveiðar við Noreg. — Hverskonar veiðitæki voru notuð? — Við vorum með reknet og fiskuð- um vel. Vorum aðallega út af Álasundi og Kritjánssundi. Þetta var veturinn 1913. Næsta vetur vorum við líka á vetrarsíld við Noreg og allt gekk vel. — Hafði stríðið ekki áhrif á rekst- ur útgerðarinnar? — Jú, kolaverðið fór t. d. upp úr öllu valdi. í síldarvertíðarlok vorið 1915 fengum við Ásgeir gott tilboð í Helga magra. Það voru Svíar, sem vildu kaupa. Ég vildi taka tilboðinu, en Ás- geir ekki. Ég sagði þá að hann yrði að kaupa af mér minn part fyrir þá upphæð, sem tilboðið hljóðaði upp á. Hann gekkst inn á það. Ég fór þá og keypti nýjan bát í Álasundi, sem hét Hödduvík. Ég hafði þá nóga peninga og borgaði hann á borðið, 22 þús. norsk- ar krónur. Nokkrir mannanna á Helga magra fóru yfir með mér, en maður að nafni Þorgrímur tók þar við skipstjórn. Við fórum strax út á veiðar, enda þótt vertíðin væri eiginlega á enda. Vor- um að í eina viku og á þeirri viku fiskaði ég fyrir 30 þús. krónur. Fyrri * eigandi var þá með mér fyrstu dagana, en fór í land vegna þess hve strákarnir stríddu honum með því hve vel mér gekk. Hann var ungur þá og þetta var hans fyrsta útgerð. Seinna varð hann gildur útgerðarmaður í Noregi. Við héldum kunningsskap alla tíð eftir þetta. Við sigldum svo bátnum, sem ég nefndi Báru, heim og fórum á síld. í MÖRG HORN AÐ LÍTA. Ég fór á Bárunni, sem var 40 lesta skip, á síld um sumarið og aflaði af- bragðsvel. Var hæstur af minni skipun- um, en í þá daga voru allir togarar líka á síld. Síldarverðið var gott, því að Bretar keyptu síldina til þess að Þjóðverjar fengju hana ekki. —■ Þú hefur ekki farið oftar á vetrar- síld við Noreg? — Nei, ég kvæntist um þetta leyti og vildi þá heldur vera heima við. — Svo hefur þú fært út kvíarnar? — Árið 1921 keypti ég vélskipið Sjö- stjörnuna. Hún var eign hlutafélags hér á Akureyri, sem ekki gekk sem bezt. Hérna á veggnum hangir mynd af henni, en hún var ekki svona, þegar ég fékk , hana. Ég lét byggja bátadekkið og brúna. Sjöstjarnan er 54 lestir og bezta skip. Ég átti þá líka Þingey á móti öðrum; keypti hana árið áður, og vél- " skipið Ester hafði eg keypt 1917. Það var sannarlega í mörg horn að líta. Um þetta leyti keypti ég nýjar vélar í öll þrjú skipin og gerði þar af leiðandi góð kaup. Gísli J. Johnsen í Vestmannaeyjum hafði þá nýlega fengið umboð fyrir June Munktell-vélarnar, og ég keypti af honum. Mér líkaði vel að skipta við Gísla, og líklega hafa þetta verið með fyrstu vélum sem hann seldi af þessari síðar velþekktu tegund. — Hafðir þú ekki þína eigin síldar- söltun? — Eins og ég minntist á, söltuðum við um borð í skipunum og því var haldið áfram fram eftir árum. Árið 1928 setti ég á stofn síldarsöltun hérna á Á efri myndinni sjáum við Norðurljósið, sem Stefán keypti á 9000 krónur árið 1908. Sjöstjörnuna, sem neðri myndin er af, keypti Stefán 1921. Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.