Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Side 10

Fálkinn - 07.06.1961, Side 10
Elnn góðan veðurcfag keypti hann sér snæri, brá því uffl háls sér og forðaði sér í vanmegna uppgjöf yfir í aðra tilveru... ÍSLENZK GAMANSAGA EFTIR FALINN JAKOB VAR DAUÐUR. Og var búinn að vera dauður í nokkur ár. Annars mundi hann það ekki svo nákvæmlega, því að hið eina, sem komst að í myrk- um huga hans, var að ná hefndum. Og Jakob var ekki fyrr dauður, en hann byrjaði að ofsækja erkióvininn. Já, ó- vininn — cþokkann, sem lánaði honum fá með okurvöxtum, en gerði sér svo lítið fyrir og lagði undir sig fyrirtækið, þegar skuldin féll í gjalddaga! Einmitt á þeirri stundu, þegar svo til nýstofnað fyrirtækið tók loks að bera sig. Og þar hafði nú ekki verið um neinn fyrirvara eða framlengingu skuldarinnar að ræða. Peningana eða lífið! Því hvað var svo sem líf hans án fyrirtækisins, foréttn- ingarinnar, sem hafði byggt upp sjálfs- virðingu hans sem manns, er hafði í fyrsta sinn yfir öðrum að ráða, og kom- ið hafði fjárbröskurunum til að taka i hattbarðið í virðingarskyni við persón- una Jakob? Hann gat ekki rifjað upp þetta stutta blómaskeið, ekkj minnzt hinnar skamm- sælu virðingar frá hinum stærri spá- mönnum, ógrátandi. Og hvað hann hafði auðmýkt sig fyrir þrælnum: Kropið, beðið, sárbænt, en árangurslaust. Þá hafði hann gripið til þess neyðarúrræðis að leita á fund kon- unnar. Vísað til séreignarinnar, fleiri tugi þúsunda, en líka án árangurs. Hún hafði bara horft á hann með sigur- glampa í augunum. Nei, hún hafði svo sannarlega ekki unnt honum þess að verða sjálfstæður maður, gaf honum engan kost á að verða húsbóndinn utan heimilis fremur en innan. Það hafði allt- af andað köldu frá henni. Hún hafði aldrei fyrirgefið honum barnleysið. Hvað heiftin hafði rist djúpt, sem aann bar til hennar eftir tilræðið! Titr- andi mnibyrgð heift, því að ekki hafði hann fyrir nokkurn mun þorað að láta hana í ljós við konuna. Og hann varð aftur fótaþurrkan á heimilinu eftir missi fyrirtækisins, fótaþurrkan, sem fætur hennar höfðu aftur tekið til við að þurrka sér á, í lítilsvirðingarskyni. Það var þá, sem honum féll aliur ketill í eld. Einn góðan veðurdag keypti hann sér snærishönk, brá henni um háls sér að kveldi sama dags, og forðaði sér í van- megna uppgjöf yfir í aðra tilveru. Og samstundis byrjaði hann að ásækja hinn hataða lánadrottin. Hann stóð trúmannlega vörð um rík- mannlegt heimili hans, eins trúmann- lega og hann væri sjálfur lífvörður páfa. Fylgdist með hverri hans hreyíingu, og greip hvert tækifæri, sem gafst til að gera honum einhverja skráveifu, ein- hvern djöfullegan grikk. Hann gerði hverja tilraunina á fætur annarri til að ná honum inn í sína tilveru, svo hon- um tækist nú að þjarma eftirminnilega að kvikindinu. Fylgdi honum eins og skugginn til skrifstofunnar á morgnana, og frá henni á kvöldin, og reyndi ef tækifæri bauðst til að bregða fyrir hann fæti, þegar hann fór yfir gatnamótin, svona ef aflmikill bíll var á næstu grös- um. En óþokkinn fetaði varlega! Þá gerði Jakob tilraun til að hræða úr hon- um sálina. Hann staðnæmdist hvað eft- ir annað fyrir framan erkOvininn og afskræmdi sig allan. En kvikindinu tókst víst ekki að greina hann i gegnum Þykk seðlabúntin, sem voru í græðgislegum glyrnunum. Og Jakob fylltist gremju. Þær höfðu víst enga innri sálarsjón þess- ar aurasálir. Og hann tók til við að hefna sín á annan, ólíkan hátt. Á kvöldin, þegar erkióvinurinn sat boginn við að athuga gjalddagana í stóra doðrantinum, hamaðist Jakob við að þurrka út hina réttu dagsetningu gjalddaganna, eða reyndi að minnsta kosti að færa þá langt fram í tímann, hinum mörgu, ókunnu skuldunautum til bjargar. En það varð vonlaust erfiði. Svíðingurinn var minnisglöggur, og fljótur að leiðrétta villurnar. SÆTTIR 10 FÁLKINN Og Jakob horfði á hann leggja sam- an langa talnadálka, hverja blaðsíðuna eftir aðra. Þar voru sko engin mínus þetta eða þetta, heldur bara plús og aft- ur plús! Og Jakob grét af heift og bræði. í eitt slíkt skipti náði morðhugurinn þvílíkum heljartökum á honum, að hann læsti lúkunum utan um sinaberan háls- inn, þar sem hann bograði við talning- una. Læsti utan um hann krumlunum og þrýsti fast að. En lúkurnar náðu þá saman, þrýstu hvor aðra! Þá greip Jak- ob myrkfælni! Vottur af gamalli drauga- trú sat enn í honum frá því að hann var unglingur í verbúðunum fyrir vestan. En þar höfðu sjódregnar afturgöngur gengið um í ljósum logum dags daglega, vermönnunum til mikillar skelfingar, sem höfðu gengið í gegnum þær án þess að verða varir nokkurrar mótstöðu. Og Jakob gerði ekki fleiri tilraunir til að murka úr óvininum lífið með handafli. Árin liðu hvert af öðru, ár árangurs- lausra morðtilrauna. Jakob varð grip- inn vonlausri örvæntingu. Gagntekinn ólýsanlegri heift, horfði hann upp á óvininn lifa hvern dag eins og blóm í eggi, án þess að verða nokkru sinni misdægurt. „Nú, það er eins og hann sé varinn af þúsund drísildjöflum!11 tautaði hann illskulega. „Það er ekki einleikinn fjári, hvað þessar aurasálir eru lífseigar!“ Og Jakob æddi um gremjuþrunginn og ráðalaus. Allt var hann búinn að reyna til að koma kvikindinu fyrir kattarnef án þess að takast það. Mannfýlan hafði meira að segja aldrei litið betur út. Svo að Jakob datt það loks í hug að bregða sér snöggvast í nýtt umhverfi sér til heilsubótar, taka sér nokkurs konar sumarfrí og safna nýjum kröftum. Já, og einhvern tíma hafði hann heyrt get- ið um eitthvert útfrymi, — notað til að líkamnast af! Það væri nú ekki amalegt að komast yfir nokkur kíló af því, svona til að byggja sig upp í nokkrar mínút- ur, rétt svo honum tækist að tvíhenda hamarinn. Og neisti vonarinnar gerði vart við sig í þjáðum huga Jakobs. Hann fór að líta í kringum sig, en gætti þá ekki eins að óvininum og skyldi. Og þess vegna vaknaði Jakob upp við þann vonda draum einn góðan veðurdag, að erki- óvinurinn var horfinn! Hann gufaði upp, þegjandi og hljóðalaust. Hvert hafði kvikindið farið? Svona var að gegna ekki skyldu sinni. Þarna hefndist honum fyrir. En hvern fjárann sjálfan átti það líka að þýða að stinga svona af fyrir- varalaust. Jakob ærðist, æddi um þögult húsið og þaðan til skrifstofunnar hams- laus af bræði, en sá ekki svo mikið sem seðlabúnt af kvikindinu. Eitt andartak kom honum til hugar að manngarminum hefði nú kannski tekizt án hans íhlut- unar að sálga sér. Og Jakob fylltist nýrri von, og flýtti sér niður á lægsta svið hinn vonbezti. Ef erfðafjandinn var ekki þar, þá var hann hvergi. Þar voru

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.