Fálkinn - 07.06.1961, Side 12
YNGSTI KAUPFÉLAGSST
HÚN ER yngsti kaupfélagsstjórinn á
landínu.
Hún er ekki nema 17 ára, og heitir
Anna Einarsdóttir, og hún sendi okk-
ur bros, sem geislaði í kapp við sólina
úti, þegar hún upplýsti okkur:
—I Við settum upp sælgætissölu hérna
frammi í ganginum í fyrra, og svo var
farið að kalla það Kaupfélag Hverdæl-
inga. Nafnið festist við, og það hefur
ekki heitið annað síðan.
—• Þetta er líklega yngsta kaupfélagið
á landinu.
— Og það minnsta.
— Þú ert þá líklega yngsti kaupfé-
lagsstjórinn.
— Það veit ég ekki.
— En sá fallegasti!
Þá leit hún undan og roðnaði, svo að
við flýttum okkur að bregða yfir i
aðra sálma:
— Þú leyfir okkur líklega að taka
mynd af kaupfélaginu þínu.
— Jú, sjálfsagt. Þið sjáið vörurnar
hérna í hillunum.
— Og vitanlega verður kaupfélags-
stjórinn að vera með á myndinni.
— Nei, kaupfélagsstjórar eru aldrei
með.
En það var um seinan að karpa. Það
var þegar búið að smella mörgum mynd-
um af í laumi, og við skellihlógum að
eftirtektarleysi okkar...
SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum er án
efa eitt myndarlegasta hótel, sem get-
ur hérlendis. Það skyldi enginn ætla,
að hann sé aðeins viðkomustaður á
leiðinni yfir Hellisheiði, afdrep skíða-
manna yfir veturinn, því að þetta er
aðeins hluti af starfsemi hans. Skíða-
skálinn er í raun og veru einhver heppi-
legasti hvíldar- og dvalarstaður í lengri
eða skemmri ferðum, og það er ánægju-
legt að sjá, hvað gestgjöfunum, þeim
Óla J. Ólasyni og Sverri Þorsteinssyni,
hefur tekizt að gera þetta hálfþrítuga
hús vistlegt, og aðkomuna ánægjulega.
Við skruppum upp eftir um daginn til
að kynna okkur, hvað fyrirhugað væri
varðandi sumarreksturinn. Þangað hef-
ur verið stöðugur straumur í vetur,
sérstaklega seinustu vikurnar, meðan
snjórinn var hvað mestur.
★
VEITIN GAS ALUR skálans verður í
sumar opinn til klukkan 11:30. Verður
þar hægt að velja um úrvals máltíðir,
og fá sér snúning eftir kaffið, því að
þarna verður dansmúsík á hverju kvöldi.
Opnuð hefur verið smekkleg setustofa
fyrir dvalargesti, og er hún búin smekk-
legustu innanstokksmunum. í skálanum
eru átta herbergi fyrir dvalargesti, og
eru þeir fyrstu þegar farnir að hvíla
vetrarlúin bein í hollu fjallaloftinu.
Upp á síðkastið hafa m. a. nokkrir
saumaklúbbar lagt leið sína upp eftir
til skemmri dvalar, enda við ýmislegt
að vera þarna efra. Má nefna fjallgöng-
ANNA
— yngsti kaupfélagsstjórinn
og sá fallegasti.
0
f
*