Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Síða 13

Fálkinn - 07.06.1961, Síða 13
JÓRINN ur, gufuböð, veiðiskap og útreiðartúra, og er þá ótalið það bezta, dvölin í skál- anum sjálfum. ★ ÞAÐ er margt, sem gerir staðinn ákjós- anlegan sem dvalarstað, en gestgjafarn- ir hafa ekki einblínt á þá hlið málsins, þótt allt sé gert til að dvölin verði sem ánægjulegust. í þessari fjölförnu þjóð- braut verður líka að hugsa fyrir hag vegfarenda, sem skipta þúsundum á degi hverjum yfir sumartímann. Stend- ur til að opna benzínsölu og sælgætis- sölu niðri við veginn, og verður hún opin allan sólarhringinn. Einnig er í ráði að hafa jafnan til nestispakka handa ferðafólki, og er það vafalaust vinsæl og þörf ráðstöfun. FRAMMI í veitingasalnum var sólbrúnn, glaðlegur piltur, liðlega tvítugur, í- klæddur hvítum þjónsjakka, á þönum. Þetta var skíðakappinn Kristinn Bene- diktsson, sem sagðist vera nýbyrjaður að vinna þarna í skálanum. — Svo að þú hefur þá ekkert kennt í Hveradölum í vetur? Gestgjafar Skíðaskálans, ÓIi J. Ólason og Sverrir Þorsteinsson. KRISTINN: — Þóttist góður að ná 20. sæti. — Nei, ég er ekki búinn að vera hérna nema í viku. Ég kom eftir landsmótið á ísafirði. — Þú fórst utan í vetur? — Ja, ég var sex vikur erlendis í ársbyrjun. Fór upphaflega til Austur- ríkis, þaðan til Sviss og Ítalíu. Síðan til Júgóslavíu og loks til Frakklands. — Og kepptirðu mikið? — Ég keppti í öllum löndunum, nema Júgóslavíu. Þar treysti ég mér ekki til þess sökum meiðsla. -— Og frammistaðan? — Ja, þar sem heimsklassinn var mættur, þóttist ég góður að ná 20.—25. sæti. Annars var ég oft í 1. og 2. sæti. — Keppinautarnir harðir? — Það er óskapleg harka í heims- klassanum, — þeir gera ekkert nema æfa sig og keppa ... Kristinn ÍBenediktsson er glæsilegur fulltrúi landsins sem skíðamaður hvar sem er í heiminum. í starblíni okkar á fyrstu sætin í hverri keppni, hættir okk- ur stundum að líta of smáum augum á það, að þessi ungi Hnífsdælingur 'hafi náð glæsilegum árangri í hópi hundraða keppenda. Hann sýndi líka hverjar tögg- ur voru í honum með því að vinna alpa- tvíkeppnina á landmótinu, var fyrstur bæði í stórsvigi og svigi, langt á undan. keppinautum sínum... ★ ÞAÐ ER margt, sem gerir skíðaskálann í Hveradölum viðkunnanlegan. Ekki að- eins gamli skálinn sjálfur, með skemmti- lega sögu og andrúmsloft, ekki fagurt umhverfið, með brattar hliðarnar næst,, hraunflákana framundan og í fjarska bláan fjallahringinn. Allt þetta væri ekki einhlítt, ef þarna mætti manni ekki það, sem mestu máli skiptir, hlýtt við- mót og góður beini. Það er enginn svik^ inn af dvöl á þessum stað, ‘hvort held- ur er um lengri eða skemmri tíma að ræða... - 0G SKÍÐAKAPPI VIÐ FRAMREIÐSLU FALKINN; 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.