Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 14
Svo lángt sem sögur ná af mannskepn-
unni, hefur það tíðkazt, að mæla eftir
andað fólk, skyldmenni og vini, ýmist
í lausu máli eða ljóðformi. Margt af
þeim sæg erfiljóða, sem varðveittur er
frá öllum tímum, telst til mikilla lista-
verka, en hér verður ekki farið út í
það að telja upp dæmi þess. Þar er
af nógu að taka. En mörg sú mærð sem
ollið hefur upp úr mönnum um dána
menn í blöðum og skálaræðum, hefur,
miðað við geingi þeirra í lifanda lífi,
ekki verið geðslegri en svo, að réttast
væri að nefna hana lof um líkið. Til
er vísa frá síðastliðinni öld um erfi-
ljóðagerð, eftir Þorstein Gissurarson að
Hofi í Öræfum, og sýnir viðhorf hans
til þeirrar iðju:
Að kveða lof um látinn mann
linar í mér kátínu;
lítils met ég þvætting þann,
þó hann sé á latínu.
Enn er þó ónefnd sú tegund eftir-
mæla, sem hér verður gerð að megin-
máli frásagnar. Hún virðist mótast af
spé'skap fyrst. og fremst, en kannske
ekki síður persónulegum kala í sumum
tilfellum; stundum hreinni illgirni. Hins
er þó ekki að dyljast, að víða er þar
um virðíngarverða hreinskilni að ræða
og slíkir kviðlíngar hafa orðið sérkenni-
legUr liður í sögum og sögnum, er flest-
um bókmenntum betur gefa til kynna
daglegt líf alþýðu á geingnum öldum.
— Hér verða nú af handahófi sýnd
nokkur dæmi þessarar sérstæðu erfi-
ljóðagerðar.
★
Hjón nokkur misstu barn sitt. Að
áeggjan konu sinnar orti faðirinn þessa
grafskrift:
Gamli Bleikur barnið bar
burt úr solli veraldar;
honum ég það á hendur fel,
himna él — kríustél---------
Karl missti kerlíngu sína í vatnsfall.
Hann var viðstaddur og kvað:
Svei mér ef ég syrgi hana.
Sjáið þið hvar hún fer.
Einhverja dyrgjuna
ætlar guð mér.
Sagt er um ýmsa menn, að þeir hafi
mælt þetta stef fram, þegar þeir misstu
konur sínar lífs eða liðnar, t. d. Her-
mann í Firði, er kona hans fór frá hon-
um. Ólafur Davíðsson flokkar stefið
með viðlögum í vikivakasafni þeirra
Jóns Árnasonar.
★
Eftir að Æri-Tobbi (17. öld) vísaði
ferðamönnunum til vegar „fram af eyr-
aroddanum“ og þeir drukknuðu, sem
frægt er orðið, kvað hann eftirfarandi
ljóð í minníngu þeirra:
Agara gagara nízkunös,
nú er hann kominn á heljarsnös,
heiminn kvaddi, hamarinn sprakk,
hylurinn tók við bagga af klakk,
straumurinn bar hann eyrina á,
agara gagara jagar á,
skrokkurinn gat ei skriðið þá,
skjótt leið sálin honum frá,
ogkvað í bergi nurtara kreistum nagar á.
★
Jón Jónsson, auknefndur sóti, bjó í
Reykholtsdal í Borgarfirði. Af honum
fór illmennskuorð; hann flakkaði víða
og stóð fólki almennt stuggur af hon-
um. Kona hans hét Hallfríður, og voru
þeirra börn Brynjólfur, Vilborg og Guð-
rún. Fylgdu þau Jóni á flakki hans.
Eitt sinn var fjölskyldan á ferð um
Haukadalsskarð í hríðarveðri. Jón yfir-
gaf þá fólk sitt og urðu þau öll úti,
konan og börnin. Jón komst til byggða
og virtist mjög harmþrúnginn, sagði
margt frá missi sínum og víst ekki allt
sem réttast. Síðan orti Jón saknaðarstef
eftir þau og hafa glefsur úr þeim
geymzt, til dæmis þetta:
Haukadalsskarð ég muna má,
mína konu ég missti þá,
elli lú já elli lú já —
litla Borga til jarðar hné,
strákurinn Brýnki stóð sem tré,
elli lú já elli lú já —
og þetta: /
Haukadalsskarð ég muna má,
mér þegar konan villtist frá
og barnið hún litla Borga,
brátt tók þá Jón að sorga.
★
Vigfús Jónsson (Leirulækjar-Fúsi, d.
1728) var sem vænta mátti, einginn
eftirbátur í sérstæðum og hressilegum
eftirmælakveðskap. Deilur þeirra Sig-
urðar Dalaskálds eru mönnum kunnar
af mörgum bókum, og mælt var að
drukknun Sigurðar væri af völdum fjöl-
kynngi Fúsa. Fúsi kvað um Sigurð:
Sigðurður dauður datt í sjó,
dysjaður verður aldrei,
í illu skapi útaf dó
og í ramma galdri.
Sagnir herma, að þegar Fúsi missti
konu sína, kvað hann þetta gullvæga
ljóð:
Nú ljómar mín mín
mín hjá herra sín sín,
þar sem dýrðin skín skín
skín hún svo fín fín,
skín hún sem skoffín.
Og ekki verður skilizt við þennan
kveðskap Fúsa án þess að tilfæra hér
Eftirmœli íngigerðar:
Enn þó um íngigerði
efni ég lítinn brag,
samt trú eg varla verði
vandað með sálmalag.
Lifrar og lýsið bræddi,
laungum það sauð og át,
á skötunni fólkið fæddi,
svo flest var komið í mát.
Arma útróðrardreingi
aktaði lítils hún,
fúkyrði faldi ei leingi,
fram gekk með síða brún,
fisk bæði flatti og slægði,
fleygði sem tryllt og ær,
stytti sig nóg sem nægði,
nær upp á þykkvalær.
Fullvaninn fjörusulli
fannst henni eingin lík,
í því andskotans bulli
útklíndi hverja flík,
lítilsvert lofið hreppti,
löðraði öll í grút
— lifínu loksins sleppti, —
leið þannig ævin út.
★
Börn Sigurðar Oddssonar silfursmiðs
á Ljósavatni, þau Jónatan, Bóas, Rut
og Júdit, eru þekktust undir nafninu
Ljósavatnssystkin. „Öll voru þau systk-
in gervileg, vitur og skáldmælt, en all-
níðská; er sagt það væri þeirra gaman,
og er það mjög í frásögum, hvað skjót
þau væri að kveða og hversu níðfeing-
ið“, segir Gísli Konráðsson. Jónatan
(prestur, d. 1808) kvað um Odd, afa
þeirra systkina:
Fjalla skauða forínginn,
fantur nauðagrófur,
er nú dauður afi minn
Oddur sauðaþjófur.
14 FALKINN