Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 15
Þorsteinn frá Hamri skrifar um einkennileg
erfiljóð og birtir sýnishorn eftir Æri-
Tobba, Leirnlækjar-Fiísa og marga fíeiri.
Þetta var þó tilefnislaust, því eing-
inn heyrði Odd nefndan í sambandi við
stuldi. -—■ Um lát Jóns biskups Teits-
sonar 1781 kvað séra Jónatan:
Blessaður Hóla biskupinn
burt er numinn í himininn;
hans sakna fáir hér í sveit,
hann grætur einginn, það ég veit;
grettur mjög var sá grýlubur,
af görpum Jón Teitsson kallaður;
hann hélt á stólnum hálfum bú,
hálfvígði’ einn prest, — og búið er nú.
★
Magnús Pálsson, er kallaður var Tíka-
Mángi (d. 1846) orti margt í níði og
háði. Hann frétti lát Guðmundar Pét-
urssonar sýslumanns í Krossavík, er féll
að sagt var úr loftriði í ryskíngum er-
lendis 1811 og beið bana, sumir sögðu
af völdum Hans Evertssonar, Hanssonar
Wíum sýslumanns. Við þessa fregn kvað
Magnús:
Gvendur hálsbrotna gerði. Lít,
gamalt féll illsku hró.
Kasaður varð í kamarsskít.
Karlinn aumlega dó.
Óska ég konan, illskuhít,
álíka hreppi ró,
bæn mín rætist á Buslu nýt,
baneitruð lifði nóg.
Þeir Magnús og Hans Evertsson áttu
það annars sameiginlegt, að báðum var
á únga aldri komið utan sakir ofsa og
illinda. Báru þeir eftir það allmikinn
kala til þess fólks, er að því stóð, og
er talið að ofanskráð vísa Mánga sé
slíks uppruna. Séra Vigfús Ormsson á
Valþjófsstað var einn þeirra, er barðist
fyrir að Mánga væri komið utan, enda
orti Magnús við lát hans 1841:
Hér liggur Fúsi Fáfnisson,
fantur versti á Ginnars kvon.
Á Óðin trúði og Ása-Þór,
ekki var hann um skrokkinn mjór;
kámugur Fljótsdals kúgarinn
kominn er innst í Niflheiminn.
Sætlega mun hann sýngja þar
sínum guði til lofdýrðar.
Hans sakna fáir hér í sveit,
hann gráta engir, það ég veit.
Hann rænti ekkna herleg bú.
Hann grætti auma, og búið er nú.
En Hans Evertsson orti líka, t. d.
þetta um Pétur (líklega Pétur Þorsteins-
son sýslumann, föður Guðmundar) lát-
inn:
Pétur drapst úr piltafans,
pýngjan gat ei dugað hans.
Skauzt hann þá til skaparans
og skrölti í krókbekk himnaranns
í leyni.
Og þessa vísu orti Hans, þar sem
hann bar saman þáverandi yfirvöld í
Múlasýslum og látna forfeður sína:
Hér eru látnir Hans og Jens,
höfðíngjarnir Fljótsdalsens,
en eftir Þá kom excellens,
andskotinn og pestillens.
í leyni.
★
Bergur stúdent Strandalín (d. 1839)
var á margan hátt sérkennilegur í hátt-
um. Guðmundur faðir 'hans lézt i
Hvammi í Þistilfirði 1833. — Þegar
séra Jón Benediktsson á Svalbarði kom
að Hvammi til að jarðsýngja Guðmimd,
var Bergur stúdent staddur í skála og
gekk um gólf. Kvað hann við raust,
svo prestur heyrði:
Frh. á bls. 28