Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Síða 18

Fálkinn - 07.06.1961, Síða 18
UPPSKERUHÁTD I KARDEIV Hér eru ræningjarnir makalausu, svona líka fínir. Talið frá vinstri: Bessi, Ævar og Baldvin eða Jesper, Kasper og Jónatan. Það var búið að sýna Kardemommu- bæinn í 74 skipti og alltaf var fullt hús utan tvö skipti. Þetta var alveg dæma- laust góð aðsókn. Höfundur leiksins, Thorbjörn Egner var viðstaddur síðustu sýninguna og síðan lokahátíð, sem hald- in var í Þjóðleikhúsinu, en þar fengu allir fríar veitingar, þar sem höfund- urinn hafði afsalað sér höfundarlaun- um í vetur og skyldu þau notuð til að gera góða veizlu í lokin. Þessu var tekið með þökkxnn og til að gjalda líku líkt var höfundinum boðið 1 eigin veizlu. Maður sem semur svo skemmtilegt barnaleikrit hlýtur að vera skmmtileg- ur maður. Thorbjörn Egner er meira en það, hann er sérstaklega viðfelldinn og yfirætislaus. Þegar Guðlaugur Rósinkranz og Klemens Jónsson höfðu ávarpað hann hlýjum orðum á Kardemommuhátíð- inni, stóð hann upp og sagðist vera skapi næst að gráta, því svo væri hann hrærð- ur yfir móttökunum, yfir því hve sýningin væri sérstaklega vel heppnuð og hve allir hefðu leyst sitt starf af mikilli prýði. Hann klappaði mest og innilegast er persónur hans stigu fram á danspallinn hver af annarri og sungu lögin hans. Þegar Soffía frænka var búin að syngja sitt lag með tilheyrandi áherzlum stóðst hann ekki mátið leng- ur, stökk fram á gólfið og faðmaði hana að sér. Þetta var hin rétta stemn- ing. Þessi maður vill skrifa fyrir börnin. Ekki vegna þess að það sé arðvænlegt, heldur vegna þess að hann segir að börnin séu vanrækt af skáldum og listamönnum. Þeir sem skrifa fyrir börn eru ekki minni listamenn en aðr- ir og börn láta ekki leika á sig. Egner skýrði frá því að ein uppfærsla á Kardemommubænum í Svíþjóð hefði mistekizt. Hvers vegna? Jú, einvörð- ungu vegna þess að leikararnir voru ekki nógu góðir og leiktjöldin voru ekki nógu góð. Þegar hann frétti af hve vel hefði tekizt hér, fékk hann senda plötu héðan og er hann heyrði rödd Bastians bæjarfógeta var hann ekki lengur í neinum vafa. Egner heyrði strax að leikarinn hafði alveg skilið hlut- verkið og þá var hann þess fullviss að allt hefði heppnazt vel. Bastian er kjarni leiksins —- rödd skáldsins sjálfs. Það komu tveir rakarar upp á svið- ið, — sá fremri er Jón Sigurbjörns- son, sem tók við hlutverkinu af Helga Skúlasyni, en hann stendur fyrir aftan Jón.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.